Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 17. júlí 2025 09:33 Glódís Rún Sigurðardóttir og Jóhanna Margrét Snorradóttir, landsliðskonur í hestaíþróttum, segja markmiðin skýr. Vísir Heimsmeistaramót íslenska hestsins fer fram í byrjun ágúst. Að mörgu þarf að huga fyrir slíkt mót og geta tilfinningarnar verið miklar að því loknu. Markmið keppenda eru þá skýr. Heimsmeistaramótið fer fram í Birmenstorf í Sviss dagana 4. til 10. ágúst næstkomandi. Fjórir ríkjandi heimsmeistarar frá árinu 2023 eru í landsliðshópi Íslands; þau Elvar Þormarsson á Djáknari frá Selfossi, Glódís Rún Sigurðardóttir á Snillingi frá Íbishóli, Jóhanna Margrét Snorradóttir á Kormáki frá Kvistum og Sara Sigurbjörnsdóttir á Flugu frá Oddhóli. Að mörgu þarf að huga fyrir slíkt mót enda ekki aðeins rúmlega tuttugu knapar á leið út heldur 25 hross eða svo. Auk þess þarf að flytja hnakka og meðfylgjandi búnað sem og einhver tonn af heyi og fóðurbæti. „Við pökkum þeim inn, þeir eru á skeifum, við vefjum fætur og þeim er pakkað inn í bómul. Síðan fara þeir upp í flugvél, henni er flogið til Belgíu þar sem hestarnir gista yfir nótt í einangrun. Síðan fara þeir til Sviss á bíl, sem er dagsleið að fara. Maður þarf því að fara varlega. Þetta er hluti af conceptinu, að halda utan um þetta frá A til Ö alveg fram á síðustu stundu,“ segir Sigurbjörn Bárðarson, landsliðsþjálfari. „Það þarf að fara með gífurlegt magn af heyi, fleiri tonn, svo eru hnakkar og beislabúnaður. Þetta er heljarinnar mál, í raun og veru,“ bætir hann við. Sigurbjörn Bárðarson, landsliðsþjálfari í hestaíþróttum.Vísir Erfitt að kveðja Fréttamaður fékk að kynnast Magneu frá Staðartungu sem er meðal þeirra hesta sem halda utan. En eftir að keppni lýkur verður hún eftir, líkt og hinir 24 hestarnir sem verða með landsliðinu í för. Sóttvarnarlög segja til um að engin hross má flytja inn til landsins og eru munu þau því yfirgefa landið í hinsta sinn í aðdraganda móts. Því getur eðlilega verið erfitt fyrir knapa að kveðja svo dyggan förunaut. „Við vorum báðar með hesta fyrir tveimur árum og þetta er rosalega erfitt. Þetta er eitthvað sem er svolítið hluti af okkar vinnu. Maður tengist hestunum misjafnlega en þessir hestar, það er rosalega erfitt að kveðja þessa hesta,“ segir Jóhanna Margrét Snorradóttir. „Ég er sammála því. Það var alveg grátið aðeins eftir mót. Það er bara þannig,“ segir félagi hennar í landsliðinu, Glódís Rún Sigurðardóttir. Undir þetta tekur Matthías Sigurðsson sem verður í ungmennalandsliðinu, en hann keppir á HM í fyrsta sinn, og verður með áðurnefndri Magneu í för í Sviss. „Það er ótrúlega leiðinlegt. Maður er búinn að vera að þjálfa hana í þrjú ár, búinn að mynda mikil tengsl og vinna að þessu markmiði í þessi þrjú ár,“ segir Matthías. Sigur og ekkert annað Varðandi markmiðin fyrir komandi mót, eru þau skýr. „Við erum bara að fara að vinna. Er það ekki?“ segir Glódís og Jóhanna tekur undir: „Það er bara þannig. Það er ekki hægt að fara þarna með öðruvísi hugarfari.“ Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Hestar Hestaíþróttir Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira
Heimsmeistaramótið fer fram í Birmenstorf í Sviss dagana 4. til 10. ágúst næstkomandi. Fjórir ríkjandi heimsmeistarar frá árinu 2023 eru í landsliðshópi Íslands; þau Elvar Þormarsson á Djáknari frá Selfossi, Glódís Rún Sigurðardóttir á Snillingi frá Íbishóli, Jóhanna Margrét Snorradóttir á Kormáki frá Kvistum og Sara Sigurbjörnsdóttir á Flugu frá Oddhóli. Að mörgu þarf að huga fyrir slíkt mót enda ekki aðeins rúmlega tuttugu knapar á leið út heldur 25 hross eða svo. Auk þess þarf að flytja hnakka og meðfylgjandi búnað sem og einhver tonn af heyi og fóðurbæti. „Við pökkum þeim inn, þeir eru á skeifum, við vefjum fætur og þeim er pakkað inn í bómul. Síðan fara þeir upp í flugvél, henni er flogið til Belgíu þar sem hestarnir gista yfir nótt í einangrun. Síðan fara þeir til Sviss á bíl, sem er dagsleið að fara. Maður þarf því að fara varlega. Þetta er hluti af conceptinu, að halda utan um þetta frá A til Ö alveg fram á síðustu stundu,“ segir Sigurbjörn Bárðarson, landsliðsþjálfari. „Það þarf að fara með gífurlegt magn af heyi, fleiri tonn, svo eru hnakkar og beislabúnaður. Þetta er heljarinnar mál, í raun og veru,“ bætir hann við. Sigurbjörn Bárðarson, landsliðsþjálfari í hestaíþróttum.Vísir Erfitt að kveðja Fréttamaður fékk að kynnast Magneu frá Staðartungu sem er meðal þeirra hesta sem halda utan. En eftir að keppni lýkur verður hún eftir, líkt og hinir 24 hestarnir sem verða með landsliðinu í för. Sóttvarnarlög segja til um að engin hross má flytja inn til landsins og eru munu þau því yfirgefa landið í hinsta sinn í aðdraganda móts. Því getur eðlilega verið erfitt fyrir knapa að kveðja svo dyggan förunaut. „Við vorum báðar með hesta fyrir tveimur árum og þetta er rosalega erfitt. Þetta er eitthvað sem er svolítið hluti af okkar vinnu. Maður tengist hestunum misjafnlega en þessir hestar, það er rosalega erfitt að kveðja þessa hesta,“ segir Jóhanna Margrét Snorradóttir. „Ég er sammála því. Það var alveg grátið aðeins eftir mót. Það er bara þannig,“ segir félagi hennar í landsliðinu, Glódís Rún Sigurðardóttir. Undir þetta tekur Matthías Sigurðsson sem verður í ungmennalandsliðinu, en hann keppir á HM í fyrsta sinn, og verður með áðurnefndri Magneu í för í Sviss. „Það er ótrúlega leiðinlegt. Maður er búinn að vera að þjálfa hana í þrjú ár, búinn að mynda mikil tengsl og vinna að þessu markmiði í þessi þrjú ár,“ segir Matthías. Sigur og ekkert annað Varðandi markmiðin fyrir komandi mót, eru þau skýr. „Við erum bara að fara að vinna. Er það ekki?“ segir Glódís og Jóhanna tekur undir: „Það er bara þannig. Það er ekki hægt að fara þarna með öðruvísi hugarfari.“ Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Hestar Hestaíþróttir Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira