Connie Francis er látin Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. júlí 2025 11:19 Connie Francis naut gríðarlegra vinsælda frá lokum sjötta áratugarins og fram á miðbik þess sjöunda. Getty Connie Francis, sem var ein vinsælasta söngkona Bandaríkjanna í upphafi sjöunda áratugarins, er látin, 87 ára að aldri. Francis átti óvænta endurkomu á vinsældarlistum fyrr á árinu þegar lagið „Pretty Little Baby“ sló í gegn á TikTok. Ron Roberts, forseti útgáfufyrirtækisins Concetta Records sem Francis stofnaði, greindi frá því í Facebook-færslu í dag að söngkonan hefði fallið frá í gærkvöldi. Francis hafði fyrr í mánuðinum verið lögð inn á spítala vegna mikilla verkja sem plöguðu hana. Hins vegar liggur ekki fyrir hvert banamein hennar var. Francis var einn vinsælasti söngvari seinni hluta sjötta áratugarins og fyrri hluta þess sjöunda í Bandaríkjunum með lögum á borð við „Who's Sorry Now?,“ „My Heart Has A Mind Of Its Own,“ og „Don't Break The Heart That Loves You.“ Hún var fyrsta konan til að komast á topp Billboard Hot 100-listann með laginu „Everybody's Somebody's Fool“ árið 1960 og seldi meira en 200 milljón plötur á ferli sínum. Sló í gegn á ögurstundu Concetta Franconero fæddist í Newark í New Jersey árið 1937 og hóf fjögurra ára gömul að taka þátt í hæfileikakeppnum og fegurðarsamkeppnum þar sem hún söng og spilaði á harmonikku. Seinna tók hún að syngja í sjónvarpi og tók þá upp sviðsnafnið Connie Francis. Connie Francis átti skrautlega ævi með miklum hæðum og djúpum lægðum.Getty Francis skrifaði undir samning hjá MGM Records árið 1955 en gekk brösuglega að ná til hlustenda. Eftir átján lög sem nutu lítilla vinsælda stóð til að losa hana af samningi. Hún tók þá upp útgáfu af „Who's Sorry Now?“ árið 1957 sem rataði í tónlistarþáttinn Dick Clark's American Bandstand og sló þá í gegn. Vinsælasta plata hennar, Connie Francis Sings Italian Favorites, kom út 1959 og ári síðar rataði lagið „Everybody's Somebody's Fool“ efst á Billboard-vinsældarlistann. Francis varð þar með fyrsti kvenkyns einsöngvarinn til að eiga topplag í Bandaríkjunum. „Ég sat á toppi heimsins og vissi ekki enn hvað vandamál voru,“ sagði Francis um upphaf ferils síns í viðtali við People árið 1992. Ofan á vinsældir tónlistarinnar þá lék Francis í ýmsum kvikmyndum á sjöunda áratugnum en þegar leið á áratuginn tók að halla undan fæti. Nauðgun, mafíumorð og nauðungarvistanir Síðasta plata hennar, Connie Francis Sings the Songs of Les Reed, kom út 1969 og næsti áratugur reyndist erfiður fyrir söngkonuna. Árið 1974 var henni nauðgað í mótelherbergi í Long Island, árið 1977 fór hún í nefaðgerð sem endaði með því að hún missti röddina og árið 1981 var George, bróðir hennar, drepinn af mafíunni. Hún ætlaði að reyna að endurreisa feril sinn sama ár en glímdi við mikil andleg veikindi. Faðir Francis lagði hana ítrekað inn á geðsjúkrahús og 1984 lifði hún af misheppnaða sjálfsvígstilraun. Sama ár kom út fyrsta ævisaga hennar, Who's Sorry Now?. „Til að gera langa sögu stutta þá var ég nauðungarvistuð á geðdeild sautján sinnum á níu árum í fimm ólíkum ríkjum,“ sagði Francis við Village Voice árið 2011. „Ég var ranglega greind með geðhvörf, ADD, ADHD og nokkra aðra bókstafi sem vísindasamfélagið hafði ekki heyrt af áður. Nokkrum árum seinna kom í ljós að ég var með áfallastreituröskun eftir hræðilega röð atburða í lífi mínu,“ sagði hún einnig. Fjórgift og fráskilin en Bobby Darin var stóra ástin Á seinni árum vann Francis bæði að herferðum til stuðnings fórnarlömbum nauðgana og til að vekja athygli fólks á áföllum og meðferðum við þeim. Hún gaf síðan út aðra ævisögu sína, Among My Souvenirs, árið 2017. Connie Francis átti stormasama ævi.Getty Snemma á ferli sínum átti Francis í sambandi með söngvaranum Bobby Darin, sem hún leit á sem ástina í lífi sínu, en faðir hennar kom í veg fyrir sambandið. Darin lést síðan árið 1973, aðeins 37 ára gamall. Francis giftist fjórum mönnum, Dick Kanellis, Izzy Marion, Joseph Garzilli og Bob Parkinson, og skildi við þá alla. Hún ættleiddi soninn Joseph Garzilli yngri með þeim þriðja en eignaðist ekki fleiri börn. Í ár gerðist það svo að „Pretty Little Baby“ sem var b-hlið stuttskífunnar „I'm Gonna Be Warm This Winter“ varð eitt vinsælasta lag heims þökk sé TikTok. Francis hafði sjálf gleymt laginu þar til hún heyrði það aftur en fannst spennandi að fólk skyldi enduruppgvöta tónlist hennar á þennan máta. Tónlist Andlát Bandaríkin Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira
Ron Roberts, forseti útgáfufyrirtækisins Concetta Records sem Francis stofnaði, greindi frá því í Facebook-færslu í dag að söngkonan hefði fallið frá í gærkvöldi. Francis hafði fyrr í mánuðinum verið lögð inn á spítala vegna mikilla verkja sem plöguðu hana. Hins vegar liggur ekki fyrir hvert banamein hennar var. Francis var einn vinsælasti söngvari seinni hluta sjötta áratugarins og fyrri hluta þess sjöunda í Bandaríkjunum með lögum á borð við „Who's Sorry Now?,“ „My Heart Has A Mind Of Its Own,“ og „Don't Break The Heart That Loves You.“ Hún var fyrsta konan til að komast á topp Billboard Hot 100-listann með laginu „Everybody's Somebody's Fool“ árið 1960 og seldi meira en 200 milljón plötur á ferli sínum. Sló í gegn á ögurstundu Concetta Franconero fæddist í Newark í New Jersey árið 1937 og hóf fjögurra ára gömul að taka þátt í hæfileikakeppnum og fegurðarsamkeppnum þar sem hún söng og spilaði á harmonikku. Seinna tók hún að syngja í sjónvarpi og tók þá upp sviðsnafnið Connie Francis. Connie Francis átti skrautlega ævi með miklum hæðum og djúpum lægðum.Getty Francis skrifaði undir samning hjá MGM Records árið 1955 en gekk brösuglega að ná til hlustenda. Eftir átján lög sem nutu lítilla vinsælda stóð til að losa hana af samningi. Hún tók þá upp útgáfu af „Who's Sorry Now?“ árið 1957 sem rataði í tónlistarþáttinn Dick Clark's American Bandstand og sló þá í gegn. Vinsælasta plata hennar, Connie Francis Sings Italian Favorites, kom út 1959 og ári síðar rataði lagið „Everybody's Somebody's Fool“ efst á Billboard-vinsældarlistann. Francis varð þar með fyrsti kvenkyns einsöngvarinn til að eiga topplag í Bandaríkjunum. „Ég sat á toppi heimsins og vissi ekki enn hvað vandamál voru,“ sagði Francis um upphaf ferils síns í viðtali við People árið 1992. Ofan á vinsældir tónlistarinnar þá lék Francis í ýmsum kvikmyndum á sjöunda áratugnum en þegar leið á áratuginn tók að halla undan fæti. Nauðgun, mafíumorð og nauðungarvistanir Síðasta plata hennar, Connie Francis Sings the Songs of Les Reed, kom út 1969 og næsti áratugur reyndist erfiður fyrir söngkonuna. Árið 1974 var henni nauðgað í mótelherbergi í Long Island, árið 1977 fór hún í nefaðgerð sem endaði með því að hún missti röddina og árið 1981 var George, bróðir hennar, drepinn af mafíunni. Hún ætlaði að reyna að endurreisa feril sinn sama ár en glímdi við mikil andleg veikindi. Faðir Francis lagði hana ítrekað inn á geðsjúkrahús og 1984 lifði hún af misheppnaða sjálfsvígstilraun. Sama ár kom út fyrsta ævisaga hennar, Who's Sorry Now?. „Til að gera langa sögu stutta þá var ég nauðungarvistuð á geðdeild sautján sinnum á níu árum í fimm ólíkum ríkjum,“ sagði Francis við Village Voice árið 2011. „Ég var ranglega greind með geðhvörf, ADD, ADHD og nokkra aðra bókstafi sem vísindasamfélagið hafði ekki heyrt af áður. Nokkrum árum seinna kom í ljós að ég var með áfallastreituröskun eftir hræðilega röð atburða í lífi mínu,“ sagði hún einnig. Fjórgift og fráskilin en Bobby Darin var stóra ástin Á seinni árum vann Francis bæði að herferðum til stuðnings fórnarlömbum nauðgana og til að vekja athygli fólks á áföllum og meðferðum við þeim. Hún gaf síðan út aðra ævisögu sína, Among My Souvenirs, árið 2017. Connie Francis átti stormasama ævi.Getty Snemma á ferli sínum átti Francis í sambandi með söngvaranum Bobby Darin, sem hún leit á sem ástina í lífi sínu, en faðir hennar kom í veg fyrir sambandið. Darin lést síðan árið 1973, aðeins 37 ára gamall. Francis giftist fjórum mönnum, Dick Kanellis, Izzy Marion, Joseph Garzilli og Bob Parkinson, og skildi við þá alla. Hún ættleiddi soninn Joseph Garzilli yngri með þeim þriðja en eignaðist ekki fleiri börn. Í ár gerðist það svo að „Pretty Little Baby“ sem var b-hlið stuttskífunnar „I'm Gonna Be Warm This Winter“ varð eitt vinsælasta lag heims þökk sé TikTok. Francis hafði sjálf gleymt laginu þar til hún heyrði það aftur en fannst spennandi að fólk skyldi enduruppgvöta tónlist hennar á þennan máta.
Tónlist Andlát Bandaríkin Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira