Íslenski boltinn

Jón Páll að­stoðar Einar

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Það liggur vel á nýja þjálfaratvíeyki Víkings.
Það liggur vel á nýja þjálfaratvíeyki Víkings. víkingur

Jón Páll Pálmason verður aðstoðarþjálfari kvennaliðs Víkings í Bestu deildinni og mun starfa samhliða Einari Guðnasyni sem tók við aðalþjálfarastöðunni á dögunum.

Jón er uppalinn FH-ingur og hóf þjálfaraferilinn hjá yngri flokkum félagsins. Hann hefur einnig þjálfað kvennalið Fylkis og karlalið Víkings Ólafsvíkur og Hattar.

Síðan lá leiðin til Noregs þar sem hann þjálfaði hann liðið Klepp IL í efstu deild kvenna og eftir þriggja ára dvöl þar færði hann sig til karlaliðs Stord. Jón hefur einnig starfað í akademíu hjá Total Football Club í Texas.

„Knattspyrnudeild Víkings bindur miklar vonir við Jón Pál og nýja þjálfarateymið og hlakkar til baráttunnar sem framundan er“ segir í tilkynningu Víkings.

Þjálfararnir Einar Guðnason og Jón Páll Pálmason með Sverri Geirdal, formanni knattspyrnudeildar Víkings. víkingur

Jón verður aðstoðarþjálfari Einars Guðnasonar, sem tók við aðalþjálfarastarfinu á dögunum. Þeir leysa John Andrews og Björn Sigurbjörnsson af hólmi.

Víkingur er í næstneðsta, níunda sæti Bestu deildar kvenna, með sjö stig eftir tíu umferðir.

Liðsstyrkur barst nýlega sig nýverið með endurkomu Shainu Ashouri, sem fékk félagaskiptin formlega staðfest þegar glugginn opnaði í dag.

Víkingur er í leit að fleiri leikmönnum og við það að ganga frá samningi við bandarískan varnarmann samkvæmt heimildum Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×