Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Agnar Már Másson skrifar 17. júlí 2025 16:20 Von der Leyen tekur í hönd Fannars Jónassonar, bæjarstjóra Grindavíkur. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins Atvinnurekendur í Grindavík eru margir verulega ósáttir með takmarkað aðgengi að bænum. Einn slíkur segir það vanvirðingu við heimamenn að hleypa „ferðamanninum“ Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í skoðunarferð um svæðið meðan rekstraraðilar fá margir ekki að starfa vegna eldgossins sem stendur yfir nálægt bænum. Lögreglustjóri á Suðurnesjum ákvað í gær að takmarka aðgengi að Grindavík alfarið við heimamenn sem eru alls ósáttir og telja sig til að mynda ekki sitja við sama borð og rekstraraðilar Bláa lónsins sem þó er staðsett töluvert nær eldsumbrotunum. Flautað var á von der Leyen sem kom í heimsókn til Grindavíkur í lögreglufylgd í dag meðan heimamenn mótmæltu að Bláa lónið væri opið en aðgengi að annarra rekstraraðila að Grindavík væri afar takmarkað. „Á meðan Grindavík stendur lokuð fyrir ferðamönnum og fyrirtækjunum blæðir út kemur Kristrún Frostadóttir með yfirmann Evrópusambandssins sem er „notabene“ ferðamaður til Grindavíkur nánast eingöngu til að gefa okkur fingurinn,“ skrifar Ómar Davíð Ólafsson, atvinnurekandi í Grindavík, á Facebook. Ómar, sem er eigandi Vélsmiðju Grindavíkur, kallar þetta að „míga innum bréfalúguna og dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“. Sigurbjörn Daði Dagbjartsson, íbúi í Grindavík og blaðamaður á Víkurfréttum, var hluti af mótmælaöldu á þriðja tímanum á veginum inn til Grindavíkur. „Vonandi fara yfirvöld að vakna. Þetta gengur ekki lengur,“ sagði Sigurbjörn, sem gagnrýndi það einnig að von der Leyen fengi að fara inn í bæinn. „Það er ekki hægt að skrifa svona handrit. Þetta er galið.“ Bæjarráð Grindavíkur hvetur Margréti Kristínu Pálsdóttur lögreglustjóra á Suðurnesjum til að endurskoða nú þegar ákvörðun gærdagsins um takmörkun á aðgengi að Grindavík, samkvæmt yfirlýsingu ráðsins. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Íbúar frá Grindavík lokuðu veginum sem liggur að Bláa lónin í mótmælaskyni. Þau eru óánægð með að Bláa lónið sé opið en Grindavíkurbær lokaður. Erlendir ferðamenn óttuðust að missa af flugferðum sínum. Flautað var á forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem kom í heimsókn til Grindavíkur í lögreglufylgd. 17. júlí 2025 12:55 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Lögreglustjóri á Suðurnesjum ákvað í gær að takmarka aðgengi að Grindavík alfarið við heimamenn sem eru alls ósáttir og telja sig til að mynda ekki sitja við sama borð og rekstraraðilar Bláa lónsins sem þó er staðsett töluvert nær eldsumbrotunum. Flautað var á von der Leyen sem kom í heimsókn til Grindavíkur í lögreglufylgd í dag meðan heimamenn mótmæltu að Bláa lónið væri opið en aðgengi að annarra rekstraraðila að Grindavík væri afar takmarkað. „Á meðan Grindavík stendur lokuð fyrir ferðamönnum og fyrirtækjunum blæðir út kemur Kristrún Frostadóttir með yfirmann Evrópusambandssins sem er „notabene“ ferðamaður til Grindavíkur nánast eingöngu til að gefa okkur fingurinn,“ skrifar Ómar Davíð Ólafsson, atvinnurekandi í Grindavík, á Facebook. Ómar, sem er eigandi Vélsmiðju Grindavíkur, kallar þetta að „míga innum bréfalúguna og dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“. Sigurbjörn Daði Dagbjartsson, íbúi í Grindavík og blaðamaður á Víkurfréttum, var hluti af mótmælaöldu á þriðja tímanum á veginum inn til Grindavíkur. „Vonandi fara yfirvöld að vakna. Þetta gengur ekki lengur,“ sagði Sigurbjörn, sem gagnrýndi það einnig að von der Leyen fengi að fara inn í bæinn. „Það er ekki hægt að skrifa svona handrit. Þetta er galið.“ Bæjarráð Grindavíkur hvetur Margréti Kristínu Pálsdóttur lögreglustjóra á Suðurnesjum til að endurskoða nú þegar ákvörðun gærdagsins um takmörkun á aðgengi að Grindavík, samkvæmt yfirlýsingu ráðsins.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Íbúar frá Grindavík lokuðu veginum sem liggur að Bláa lónin í mótmælaskyni. Þau eru óánægð með að Bláa lónið sé opið en Grindavíkurbær lokaður. Erlendir ferðamenn óttuðust að missa af flugferðum sínum. Flautað var á forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem kom í heimsókn til Grindavíkur í lögreglufylgd. 17. júlí 2025 12:55 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Íbúar frá Grindavík lokuðu veginum sem liggur að Bláa lónin í mótmælaskyni. Þau eru óánægð með að Bláa lónið sé opið en Grindavíkurbær lokaður. Erlendir ferðamenn óttuðust að missa af flugferðum sínum. Flautað var á forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem kom í heimsókn til Grindavíkur í lögreglufylgd. 17. júlí 2025 12:55