Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Jón Þór Stefánsson skrifar 18. júlí 2025 15:09 Hrefna Hrund Eronsdóttir vill svör á því hvernig stendur því að henni og sytskinunum hennar hafi ekki verið tilkynnt um andlát föður hennar. Hrefna Hrund Eronsdóttir frétti af andláti föður síns þegar hún las um það í dánartilkynningum Morgunblaðsins í gær. Þá hafði faðir hennar þegar verið jarðsunginn. Hvorki hún né fimm systkini Hrefnu fengu því tækifæri til að kveðja hann. „Þetta er auðvitað bara áfall fyrir okkur öll systkinin. Þetta er bara alveg svakalegt áfall að hafa ekki verið látin vita og fengið að kveðja hann. Alveg sama hvað gengur á, þá er hann alltaf pabbi okkar,“ segir Hrefna í samtali við fréttastofu. „Við áttum erfiða æsku hjá foreldrum okkar, en við eigum líka alveg fullt af fallegum minningum af föður okkar.“ Fyrir nokkrum árum fékk faðir hennar, Karl Eron Sigurðsson, hjartaáfall. Að sögn Hrefnu hafði hann verið erfiður við þau börnin eftir það. „Eftir það hafði hann verið bitur, reiður og með ranghugmyndir. Hann einhvern veginn réðst svolítið á okkur,“ segir Hrefna, Reyndu að eiga í sambandi Í dánartilkynningunni kom fram að útförin hefði farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Einungis eitt nafn var skrifað við tilkynninguna, nafn ekkju hans. Hrefna segir að ekkjan, sem var ekki barnsmóðir hans, hafi haldið honum frá börnunum hans. Þau hafi til að mynda ekki verið látin vita af hjartaáfallinu þegar það átti sér stað, heldur frétt af því af Facebook-síðu vinar föður síns. Hrefna segir að hún hafi enn átt í ágætissambandi við föður sinn. Hún hafi hringt í hann fyrir um mánuði síðar og átt gott samtal við hann. Þá hafi konan hans ekki verið heima. Örfáum dögum seinna hafi Hrefna hringt aftur með það í huga að koma í heimsókn og þá hafi hann sagst ekkert viljað með þau hafa. DV fjallaði um málið fyrr í dag. Hún minnist á að í athugasemdakerfinu hafi einhverjir talað um að hún og fjölskyldan hafi líklega ekki viljað eða reynt að vera í sambandi við föðurinn. Hún segir að það sé alrangt. „Það hefur aldrei verið þannig.“ Sérstaklega erfitt að segja bróðurnum Eitt systkinanna er fatlaður maður sem var mjög náinn föður sínum að sögn Hrefnu. „Þetta er náttúrulega erfitt fyrir okkur öll, en það er sérstaklega erfitt að þurfa að segja honum að það sé búið að jarðsetja föður hans og að hann fái ekki að kveðja hann.“ Vilja svör Hrefna segir þau nú vilja fá upplýsingar um heilsufar föðurins. Þau vilji til að mynda vita hvort hann hafi verið orðinn heilabilaður. Þá furðar hún sig á því að þau hafi ekki fengið tilkynningu inn á Island.is. „Þar er engin tilkynning um að hann sé látinn. Við erum lögerfingjar. Ég get ekki trúað því að það sé löglegt.“ Þau stefna því líka að því að funda með sýslumanni um málið. Þau vilja vita hvernig stendur á því að þau hafi ekki verið látin vita af andlátinu. Fjölskyldumál Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
„Þetta er auðvitað bara áfall fyrir okkur öll systkinin. Þetta er bara alveg svakalegt áfall að hafa ekki verið látin vita og fengið að kveðja hann. Alveg sama hvað gengur á, þá er hann alltaf pabbi okkar,“ segir Hrefna í samtali við fréttastofu. „Við áttum erfiða æsku hjá foreldrum okkar, en við eigum líka alveg fullt af fallegum minningum af föður okkar.“ Fyrir nokkrum árum fékk faðir hennar, Karl Eron Sigurðsson, hjartaáfall. Að sögn Hrefnu hafði hann verið erfiður við þau börnin eftir það. „Eftir það hafði hann verið bitur, reiður og með ranghugmyndir. Hann einhvern veginn réðst svolítið á okkur,“ segir Hrefna, Reyndu að eiga í sambandi Í dánartilkynningunni kom fram að útförin hefði farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Einungis eitt nafn var skrifað við tilkynninguna, nafn ekkju hans. Hrefna segir að ekkjan, sem var ekki barnsmóðir hans, hafi haldið honum frá börnunum hans. Þau hafi til að mynda ekki verið látin vita af hjartaáfallinu þegar það átti sér stað, heldur frétt af því af Facebook-síðu vinar föður síns. Hrefna segir að hún hafi enn átt í ágætissambandi við föður sinn. Hún hafi hringt í hann fyrir um mánuði síðar og átt gott samtal við hann. Þá hafi konan hans ekki verið heima. Örfáum dögum seinna hafi Hrefna hringt aftur með það í huga að koma í heimsókn og þá hafi hann sagst ekkert viljað með þau hafa. DV fjallaði um málið fyrr í dag. Hún minnist á að í athugasemdakerfinu hafi einhverjir talað um að hún og fjölskyldan hafi líklega ekki viljað eða reynt að vera í sambandi við föðurinn. Hún segir að það sé alrangt. „Það hefur aldrei verið þannig.“ Sérstaklega erfitt að segja bróðurnum Eitt systkinanna er fatlaður maður sem var mjög náinn föður sínum að sögn Hrefnu. „Þetta er náttúrulega erfitt fyrir okkur öll, en það er sérstaklega erfitt að þurfa að segja honum að það sé búið að jarðsetja föður hans og að hann fái ekki að kveðja hann.“ Vilja svör Hrefna segir þau nú vilja fá upplýsingar um heilsufar föðurins. Þau vilji til að mynda vita hvort hann hafi verið orðinn heilabilaður. Þá furðar hún sig á því að þau hafi ekki fengið tilkynningu inn á Island.is. „Þar er engin tilkynning um að hann sé látinn. Við erum lögerfingjar. Ég get ekki trúað því að það sé löglegt.“ Þau stefna því líka að því að funda með sýslumanni um málið. Þau vilja vita hvernig stendur á því að þau hafi ekki verið látin vita af andlátinu.
Fjölskyldumál Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira