Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. júlí 2025 19:01 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segist skynja taugaveiklun í minnihlutanum. Hann verði einfaldlega að treysta þjóðinni. Vísir/Ívar Fannar Utanríkisráðherra segir furðulegt að fylgjast með stjórnarandstöðuflokkunum keppast við að ala á heimóttarskap og mótmæla alþjóðasamstarfi. Allar ákvarðanir um aðildarviðræður við Evrópusambandið verði undir þjóðinni komnar. Minnihlutinn þurfi einfaldlega að treysta þjóðinni. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra tóku í gær á móti og funduðu með Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Keflavík. Að fundinum loknum var tilkynnt um að hefja eigi viðræður um endurskoðun á viðskiptakjörum Íslands hjá ESB, sem hefur ekki verið gert frá gerð EES samningsins 1993. „Það þarf einfaldlega að fara yfir það hvaða leiðir við getum farið til þess að auka markaðsaðgang fyrir íslenskar afurðir, til að mynda sjávarafurðir,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Skynjar taugaveiklun í stjórnarandstöðunni Á sama fundi var tilkynnt um að semja eigi um samstarf Íslands og ESB í öryggis- og varnarmálum á næstu vikum og hefur málið verið til umræðu í utanríkismálanefnd. Von der Leyen sagði á blaðamannafundi í gær að aðildarumsókn Íslands að ESB væri enn gild. Viðræður um aðild hófust í júlí 2010 en hlé var gert á þeim árið 2013. „Ég heyri alveg taugaveiklunina og skynja alveg taugaveiklunina hjá þessum flokkum í stjórnarandstöðunni sem virðast ætla að fylgja eftir þessari sérhagsmunagæslu sem þeir stóðu í stríði yfir á þingi. Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur. Tveir flokkar sem ég hefði haldið að myndu fagna þessari endurskoðun á viðskiptakjörkum okkar. Við erum að tryggja hagsmuni íslensks almennings, íslenskra fyrirtækja. Flokkar sem hafa undirstrikað að þeir séu fyrir frelsi, opna markaði, opin viðskipti,“ segir Þorgerður. „Það kemur mér satt best að segja mjög á óvart að þessir flokkar vilji lítið gera þegar kemur að vörnum og öryggi og frekar eru komnir í samkeppni um heimóttarskap og hver er í mestri andstöðu við markvisst alþjóðasamstarf.“ Þjóðin fái að ráða Enn standi að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort hefja eigi aftur aðildarviðræður að ESBeigi síðar en árið 2027. „Þjóðin verður að koma að þessu en ákvörðunin felst í raun í því: Eigum við að halda áfram og klára aðildarviðræður við Evrópusambandið?“ segir Þorgerður. „Síðan ef þjóðin segir já þá fær hún að sjá samning og aftur að kjósa. Þetta er nú ekki hættulegra en það, bara treysta þjóðinni.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Tengdar fréttir Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra telur að meirihluti Íslendinga styðji áframhaldandi aðildaviðræður við Evrópusambandið. 17. júlí 2025 15:11 Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra tilkynntu á blaðamannafundi í dag að viðræður um tvíhliða varnar- og öryggissamning á milli Íslands og Evrópusambandsins hæfust á næstu dögum. 17. júlí 2025 18:47 Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu sé enn gild. Hún svaraði spurningum blaðamanna ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra á sérstökum blaðamannafundi í dag. 17. júlí 2025 17:40 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Forsætisráðherra og utanríkisráðherra tóku í gær á móti og funduðu með Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Keflavík. Að fundinum loknum var tilkynnt um að hefja eigi viðræður um endurskoðun á viðskiptakjörum Íslands hjá ESB, sem hefur ekki verið gert frá gerð EES samningsins 1993. „Það þarf einfaldlega að fara yfir það hvaða leiðir við getum farið til þess að auka markaðsaðgang fyrir íslenskar afurðir, til að mynda sjávarafurðir,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Skynjar taugaveiklun í stjórnarandstöðunni Á sama fundi var tilkynnt um að semja eigi um samstarf Íslands og ESB í öryggis- og varnarmálum á næstu vikum og hefur málið verið til umræðu í utanríkismálanefnd. Von der Leyen sagði á blaðamannafundi í gær að aðildarumsókn Íslands að ESB væri enn gild. Viðræður um aðild hófust í júlí 2010 en hlé var gert á þeim árið 2013. „Ég heyri alveg taugaveiklunina og skynja alveg taugaveiklunina hjá þessum flokkum í stjórnarandstöðunni sem virðast ætla að fylgja eftir þessari sérhagsmunagæslu sem þeir stóðu í stríði yfir á þingi. Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur. Tveir flokkar sem ég hefði haldið að myndu fagna þessari endurskoðun á viðskiptakjörkum okkar. Við erum að tryggja hagsmuni íslensks almennings, íslenskra fyrirtækja. Flokkar sem hafa undirstrikað að þeir séu fyrir frelsi, opna markaði, opin viðskipti,“ segir Þorgerður. „Það kemur mér satt best að segja mjög á óvart að þessir flokkar vilji lítið gera þegar kemur að vörnum og öryggi og frekar eru komnir í samkeppni um heimóttarskap og hver er í mestri andstöðu við markvisst alþjóðasamstarf.“ Þjóðin fái að ráða Enn standi að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort hefja eigi aftur aðildarviðræður að ESBeigi síðar en árið 2027. „Þjóðin verður að koma að þessu en ákvörðunin felst í raun í því: Eigum við að halda áfram og klára aðildarviðræður við Evrópusambandið?“ segir Þorgerður. „Síðan ef þjóðin segir já þá fær hún að sjá samning og aftur að kjósa. Þetta er nú ekki hættulegra en það, bara treysta þjóðinni.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Tengdar fréttir Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra telur að meirihluti Íslendinga styðji áframhaldandi aðildaviðræður við Evrópusambandið. 17. júlí 2025 15:11 Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra tilkynntu á blaðamannafundi í dag að viðræður um tvíhliða varnar- og öryggissamning á milli Íslands og Evrópusambandsins hæfust á næstu dögum. 17. júlí 2025 18:47 Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu sé enn gild. Hún svaraði spurningum blaðamanna ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra á sérstökum blaðamannafundi í dag. 17. júlí 2025 17:40 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra telur að meirihluti Íslendinga styðji áframhaldandi aðildaviðræður við Evrópusambandið. 17. júlí 2025 15:11
Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra tilkynntu á blaðamannafundi í dag að viðræður um tvíhliða varnar- og öryggissamning á milli Íslands og Evrópusambandsins hæfust á næstu dögum. 17. júlí 2025 18:47
Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu sé enn gild. Hún svaraði spurningum blaðamanna ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra á sérstökum blaðamannafundi í dag. 17. júlí 2025 17:40