Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar 18. júlí 2025 19:00 Þjórsá er eitt verðmætasta vatnshlot landsins, með líffræðilegri fjölbreytni, menningarsögulegu gildi og náttúrulegu jafnvægi sem hefur mótað landslag og vistkerfi í árhundruð. En með fyrirhuguðum framkvæmdum Hvammsvirkjunar stendur hún frammi fyrir djúpstæðu inngripi sem getur raskað þessu jafnvægi varanlega. Áformað er að reisa stíflu rétt ofan við Viðey, þar sem næstum allt vatn árinnar verður leitt í jarðgöng langt frá upprunalegum farvegi. Í stað þess að halda eðlilegu rennsli, um 350 m³ á sekúndu, verða eftir einungis 20 m³/s, sem er langt undir því sem þarf til að viðhalda virku vistkerfi og fiskgengd í farveginum niður að Ölmóðsey. Slík inngrip stangast á við lög um stjórn vatnamála nr. 36/2011, sem Ísland innleiddi í gegnum aðild sína að EES og sem byggja á vatnatilskipun Evrópusambandsins (2000/60/EB). Þau kveða á um vernd vatnshlota og að tryggt sé að náttúrulegt ástand þeirra haldist gott, nema með skýrum undantekningum og í samráði við almenning. Andrés Skúlason Þegar Héraðsdómur Reykjavíkur felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í janúar 2025 var það viðurkenning á því að Umhverfisstofnun hafði veitt heimild til verulegrar breytingar á vatnshloti án nægilegrar lagaheimildar. Með því að beina vatni í rör og skilja eftir nánast þurran farveg væri verið að raska vistkerfi Þjórsár með varanlegum hætti og það jafnvel án samráðs við almenning eins og tilskipunin kveður á um. Á vetrum gæti farvegurinn botnfrosið og íshröngl safnast upp. Fiskgengd stöðvast, lífríki hrörnar og náttúrulegt ástand Þjórsár verður einungis skuggi af því sem áður var. Þetta er ekki bara tæknilegt orkumál — heldur siðferðilegt og evrópskt álitamál. Þjóð sem sækist eftir traustum umhverfisverndarsamningi og virðingu fyrir náttúru á ekki að beita undanþágum til að sniðganga löggjöf sem hún sjálf samþykkti. Þjórsá á ekki að verða tilraunaverkefni í hagkvæmni, hún á skilið vernd, virðingu og framtíðarsýn. Höfundur er vélvirkjameistari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Sjá meira
Þjórsá er eitt verðmætasta vatnshlot landsins, með líffræðilegri fjölbreytni, menningarsögulegu gildi og náttúrulegu jafnvægi sem hefur mótað landslag og vistkerfi í árhundruð. En með fyrirhuguðum framkvæmdum Hvammsvirkjunar stendur hún frammi fyrir djúpstæðu inngripi sem getur raskað þessu jafnvægi varanlega. Áformað er að reisa stíflu rétt ofan við Viðey, þar sem næstum allt vatn árinnar verður leitt í jarðgöng langt frá upprunalegum farvegi. Í stað þess að halda eðlilegu rennsli, um 350 m³ á sekúndu, verða eftir einungis 20 m³/s, sem er langt undir því sem þarf til að viðhalda virku vistkerfi og fiskgengd í farveginum niður að Ölmóðsey. Slík inngrip stangast á við lög um stjórn vatnamála nr. 36/2011, sem Ísland innleiddi í gegnum aðild sína að EES og sem byggja á vatnatilskipun Evrópusambandsins (2000/60/EB). Þau kveða á um vernd vatnshlota og að tryggt sé að náttúrulegt ástand þeirra haldist gott, nema með skýrum undantekningum og í samráði við almenning. Andrés Skúlason Þegar Héraðsdómur Reykjavíkur felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í janúar 2025 var það viðurkenning á því að Umhverfisstofnun hafði veitt heimild til verulegrar breytingar á vatnshloti án nægilegrar lagaheimildar. Með því að beina vatni í rör og skilja eftir nánast þurran farveg væri verið að raska vistkerfi Þjórsár með varanlegum hætti og það jafnvel án samráðs við almenning eins og tilskipunin kveður á um. Á vetrum gæti farvegurinn botnfrosið og íshröngl safnast upp. Fiskgengd stöðvast, lífríki hrörnar og náttúrulegt ástand Þjórsár verður einungis skuggi af því sem áður var. Þetta er ekki bara tæknilegt orkumál — heldur siðferðilegt og evrópskt álitamál. Þjóð sem sækist eftir traustum umhverfisverndarsamningi og virðingu fyrir náttúru á ekki að beita undanþágum til að sniðganga löggjöf sem hún sjálf samþykkti. Þjórsá á ekki að verða tilraunaverkefni í hagkvæmni, hún á skilið vernd, virðingu og framtíðarsýn. Höfundur er vélvirkjameistari.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun