Innlent

Gosmóðan heldur á­fram

Agnar Már Másson skrifar
Mynd úr myndavél veðurstofunnar austan megin gosstöðvanna.
Mynd úr myndavél veðurstofunnar austan megin gosstöðvanna. Aðsend

Að minnsta kosti tveir gígar eru virkir í eldgosinu á Reykjanesskaga. Búist er við gosmóðu í dag.

Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni hefur verið nokkuð stöðugt í nótt og frá því í gærmorgun. Gosórói er stöðugur og enn gýs úr 2-3 gígum fyrir miðbik þeirrar gossprungu sem myndaðist 16. júlí, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Gosmóða hefur myndast við kjöraðstæður, hægan vind, raka og sólskin undanfarna daga og hennar hefur orðið vart víða um land, einkum á vestur og norðurhluta landsins, og á höfuðborgarsvæðinu. 

Í tilkynningunni segir að áfram verði hægur vindur um helgina og því megi gera ráð fyrir áframhaldandi gosmóðu. 

Hún kemur fram sem fínt svifryk á loftgæðamælum sem hægt er að fylgjast með á mælum Umhverfis- og Orkustofnunar á loftgaedi.is, en þar er einnig að finna viðmið fyrir gildi vegna gosmóðu og viðbrögð við þeim.

Á mælum á Akureyri og Ísafirði mælast loftgæði slæm vegna fíns svifryks. 


Tengdar fréttir

Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga

Gasmengunar frá eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina hefur orðið viðvart víða um land. Kjöraðstæður eru fyrir gosmóðu og því varar Veðurstofan við útiveru í lengri tíma og áreynslu utandyra þar sem gasmengun mælist. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×