Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Agnar Már Másson skrifar 19. júlí 2025 08:32 Gosmóðan gerði slökkviliðsmönnum erfitt fyrir að aka á vettvang. Slökkvilið í Vesturbyggð Eldur kom upp í skemmu í Breiðavík í nótt en gosmóða gerði slökkviliðsmönnum erfiðara fyrir að mæta á vettvang. Engan sakaði en rífa þurfti skemmuna niður og kom bóndinn í næsta bæ slökkviliðsmönnum til aðstoðar. Slökkvilið í Vesturbyggð var kallað út um klukkan eitt í nótt vegna bruna í skemmu í Breiðavík. Í skemmunni er varaaflsstöð að sögn Davíðs Rúnars Gunnarssonar, slökkviliðsstjóra í Vesturbyggð. Í skemmunni sé ljósavél sem er þó nokkuð frá öðrum húsum í Breiðavík. Bóndinn á næsta bæ kom til aðstoðar. Hann mætti á traktornum til að rífa niður skemmuna.Slökkvilið í Vesturbyggð Hann segir að aðkoman hafi verið erfið þegar slökkviliðsmenn frá þremur stöðvum — Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal — mættu á vettvang. Því skapaðist ekki hætta fyrir gesti á Hótel Breiðavík sem voru látnir vita af brunanum. Slökkviliðsbílar hafi þurft að keyra lélega vegi í um 50 kílómetra í þykkri gosmóðu, sem gerði slökkviliðsmönnum erfiðar fyrir. Mengun hefur borist frá eldgosinu sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni aðfaranótt miðvikudags. „Við vorum bara mun lengur á leiðinni heldur en við hefðum verið,“ segir Davíð. „Þó svo við séum á stórum bílum, þá komumst við bara alls ekki hratt niður. Þetta er bara hrikalegt.“ Slökkvilið í Vesturbyggð sinnit útkallinu.Slökkvilið í Vesturbyggð Skúrinn var sæmilega mikið bruninn þegar slökkviliðs mætti á vettvang. „Og þá var húsið í raun og veru að hrynja. Þannig að ég gat nú ekki farið inn. Það var náttúrulega bara slökkt utan dyra en síðan sko var það mikið hrunið,“ segir hann. „Það var ekki fyrr en að við fengum bara gröfu til þess að í raun taka húsið niður að við gátum farið að slökkva í öllum glæðum,“ bætir Davíð við. Bóndinn á bænum hafi komið til hjálpar, þar sem hann átti stóran traktor með skóflu sem hægt var að nota við að niðurrif hússins. Slökkviliðsstarfinu hafi lokið á áttunda tímanum. Eldsupptökin eru óljós. Slökkvilið Vesturbyggð Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Slökkvilið í Vesturbyggð var kallað út um klukkan eitt í nótt vegna bruna í skemmu í Breiðavík. Í skemmunni er varaaflsstöð að sögn Davíðs Rúnars Gunnarssonar, slökkviliðsstjóra í Vesturbyggð. Í skemmunni sé ljósavél sem er þó nokkuð frá öðrum húsum í Breiðavík. Bóndinn á næsta bæ kom til aðstoðar. Hann mætti á traktornum til að rífa niður skemmuna.Slökkvilið í Vesturbyggð Hann segir að aðkoman hafi verið erfið þegar slökkviliðsmenn frá þremur stöðvum — Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal — mættu á vettvang. Því skapaðist ekki hætta fyrir gesti á Hótel Breiðavík sem voru látnir vita af brunanum. Slökkviliðsbílar hafi þurft að keyra lélega vegi í um 50 kílómetra í þykkri gosmóðu, sem gerði slökkviliðsmönnum erfiðar fyrir. Mengun hefur borist frá eldgosinu sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni aðfaranótt miðvikudags. „Við vorum bara mun lengur á leiðinni heldur en við hefðum verið,“ segir Davíð. „Þó svo við séum á stórum bílum, þá komumst við bara alls ekki hratt niður. Þetta er bara hrikalegt.“ Slökkvilið í Vesturbyggð sinnit útkallinu.Slökkvilið í Vesturbyggð Skúrinn var sæmilega mikið bruninn þegar slökkviliðs mætti á vettvang. „Og þá var húsið í raun og veru að hrynja. Þannig að ég gat nú ekki farið inn. Það var náttúrulega bara slökkt utan dyra en síðan sko var það mikið hrunið,“ segir hann. „Það var ekki fyrr en að við fengum bara gröfu til þess að í raun taka húsið niður að við gátum farið að slökkva í öllum glæðum,“ bætir Davíð við. Bóndinn á bænum hafi komið til hjálpar, þar sem hann átti stóran traktor með skóflu sem hægt var að nota við að niðurrif hússins. Slökkviliðsstarfinu hafi lokið á áttunda tímanum. Eldsupptökin eru óljós.
Slökkvilið Vesturbyggð Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira