Innlent

Ógnuðu hús­ráðanda með hnífum og kylfum

Agnar Már Másson skrifar
Lögregla handtók fimm.
Lögregla handtók fimm. Vísir/Vilhelm

Lögreglu var í gær tilkynnt um fjölda fólks að ógna húsráðanda í heimahúsi í Reykjavík með kylfum og hnífum. Fimm voru handteknir vegna málins.

Að því er fram kemru í dagbók lögreglu reyndi fólkið að komast á brott áður en lögreglu bar að garði en lögregla hafði upp á þemi. 

Fimm voru handteknir í máli og þeir allir vistaðir fyrir rannsókn málsins grunaðir um hótanir og vopnaburð, segir í tilkynningu lögreglu.

Þá hafi verið tilkynnt um aðila með hníf í miðbæ Reykjavíkur. Greinagóð lýsing hafi fylgt tilkynningu og hafi lögregla haft upp í hári á aðilanum. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð.

Einnig var tilkynnt um leigubílstjóra í vandræðum með farþega sem neitaði að greiða fyrir fargjald. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×