Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Agnar Már Másson skrifar 19. júlí 2025 10:32 Tvennt hélt til fjalla við Ytrárfjall norður af Ólafsfirði á föstudagseftirmiðdegi en lentu í sjálfheldu. Fjallabjörgun þurfti til, línur og tryggingar. Björgunarmenn hjálpuðu í nótt tveimur göngumönnum sem höfðu komið sér í sjálfheldu í Ytrárfjalli norðan við Ólafsfjörð. Björgunarmenn sigu með fólkið niður fjallið og komust allir óhultir af. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi hafi björgunarsveitum borist aðstoðarbeiðni frá tveimur sem höfðu komist í sjálfheldu í Ytrárfjalli vestan Rauðskarða, sem eru rétt norður af Ólafsfirði. Fólkið hafi verið á göngu frá því fyrr um daginn, verið sæmilega búið og óslasað, en ekki treyst sér ekki áfram né sömu leið til baka. Björgunarsveitir frá Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík og Akureyri voru boðaðar út til aðstoðar. Veður var sæmilegt, þokkalegur hiti og lítill vindur, en ljóst að þoka gæti lagst yfir svæðið. Fyrstu björgunarmenn komust að fólkinu upp úr miðnætti og var það orðið frekar stirt og aðeins farin að finna fyrir kulda. Landsbjörg segir aðstæður á svæðinu hafa verið erfiðar, talsvert brattlendi, klettar og laust grjót. Því hafi þurft að tryggja aðstæður eins og kostur var með öryggi allra í huga. Einnig hafi heitir drykkir fluttir að vettvangi. Á meðan björgunarfólk fetaði sig upp brattann að fólkinu var hugað að því að koma ökutækjum inn dalinn til að auðvelda niðurför að aðgerð lokinni og var hægt að keyra buggy-bíl og mikið breytta björgunarsveitarbíla upp torfarin slóða í dalnum. Siglínur voru notaðar við björgunaraðgerðina. Þegar hópur björgunarmanna voru komnir upp brattann að fólkinu var hafist handa við að tryggja aðstæður og undirbúa niðurför. Siglínur voru festar í bergið og fólkinu komið í sigbelti og undirbúið til niðurfarar. Síga þurfti niður fjallið í þremur spönnum, eða þremur hlutum, þar sem sigið var niður hverja spönn fyrir sig áður en haldið var áfram. Verkið vannst hægt, fyrst og fremst vegna aðstæðna í fjallinu, en einnig lagðist þoka yfir svæðið um tíma og gerði björgunarfólki erfiðara fyrir. Hægt og rólega var fólkið aðstoðað niður hverja spönn fyrir sig. Rétt fyrir fjögur í nótt var búið að aðstoða fólkið niður mesta brattann, en hluti björgunarmanna var enn í fjallinu. Þegar allir voru komnir niður þessa þriðju spönn, var hópurinn kominn á svæði þar sem göngufært var niður í dalinn, þar sem bílar björgunarsveita biðu eftir að flytja fólk og björgunarmenn niður dalinn. Það var svo á sjötta tímanum í morgun að allir voru komnir niður dalinn. Síðustu björgunarmenn skiluðu sér í bækistöðvar rétt fyrir sjö í morgun. Björgunarsveitir Fjallabyggð Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi hafi björgunarsveitum borist aðstoðarbeiðni frá tveimur sem höfðu komist í sjálfheldu í Ytrárfjalli vestan Rauðskarða, sem eru rétt norður af Ólafsfirði. Fólkið hafi verið á göngu frá því fyrr um daginn, verið sæmilega búið og óslasað, en ekki treyst sér ekki áfram né sömu leið til baka. Björgunarsveitir frá Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík og Akureyri voru boðaðar út til aðstoðar. Veður var sæmilegt, þokkalegur hiti og lítill vindur, en ljóst að þoka gæti lagst yfir svæðið. Fyrstu björgunarmenn komust að fólkinu upp úr miðnætti og var það orðið frekar stirt og aðeins farin að finna fyrir kulda. Landsbjörg segir aðstæður á svæðinu hafa verið erfiðar, talsvert brattlendi, klettar og laust grjót. Því hafi þurft að tryggja aðstæður eins og kostur var með öryggi allra í huga. Einnig hafi heitir drykkir fluttir að vettvangi. Á meðan björgunarfólk fetaði sig upp brattann að fólkinu var hugað að því að koma ökutækjum inn dalinn til að auðvelda niðurför að aðgerð lokinni og var hægt að keyra buggy-bíl og mikið breytta björgunarsveitarbíla upp torfarin slóða í dalnum. Siglínur voru notaðar við björgunaraðgerðina. Þegar hópur björgunarmanna voru komnir upp brattann að fólkinu var hafist handa við að tryggja aðstæður og undirbúa niðurför. Siglínur voru festar í bergið og fólkinu komið í sigbelti og undirbúið til niðurfarar. Síga þurfti niður fjallið í þremur spönnum, eða þremur hlutum, þar sem sigið var niður hverja spönn fyrir sig áður en haldið var áfram. Verkið vannst hægt, fyrst og fremst vegna aðstæðna í fjallinu, en einnig lagðist þoka yfir svæðið um tíma og gerði björgunarfólki erfiðara fyrir. Hægt og rólega var fólkið aðstoðað niður hverja spönn fyrir sig. Rétt fyrir fjögur í nótt var búið að aðstoða fólkið niður mesta brattann, en hluti björgunarmanna var enn í fjallinu. Þegar allir voru komnir niður þessa þriðju spönn, var hópurinn kominn á svæði þar sem göngufært var niður í dalinn, þar sem bílar björgunarsveita biðu eftir að flytja fólk og björgunarmenn niður dalinn. Það var svo á sjötta tímanum í morgun að allir voru komnir niður dalinn. Síðustu björgunarmenn skiluðu sér í bækistöðvar rétt fyrir sjö í morgun.
Björgunarsveitir Fjallabyggð Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira