Fótbolti

Segist viss um að Isak fari ekki fet

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Eddie Howe er viss um að Alexander Isak verði áfram í herbúðum Newcastle.
Eddie Howe er viss um að Alexander Isak verði áfram í herbúðum Newcastle. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images

Eddie Howe, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle, segist viss um að sænski framherjinn Alexander Isak verði áfram hjá félaginu.

Framtíð framherjans hefur verið í óvissu í sumar, en mörg stórlið hafa áhuga á því að fá hann í sínar raðir.

Isak var ekki í leikmannahópi Newcastle er liðið mátti þola 4-0 tap gegn Celtic í æfingaleik í dag, en þrátt fyrir það segist Howe vera viss um að hann verði áfram í herbúðum liðsins á næsta tímabili.

„Ég held að það sé erfitt fyrir mig að vera með þessa hluti alveg hundrað prósent á hreinu, en Alex er ánægður hjá Newcastle,“ sagði Howe í viðtali eftir tapið í dag.

„Hann elskar leikmennina sem hann spilar með, starfsfólkið og liðið og ég hef aldrei lent í neinum vandræðum með hann. Ég er viss um að hann verði hérna þegar næsta tímabil byrjar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×