Móðan gæti orðið langvinn Agnar Már Másson skrifar 20. júlí 2025 08:04 Svona er útsýni blaðamanns af Suðurlandsbraut í dag. Horft yfir Laugardalsvöll og Þróttarheimilið. Gosmóðan frá Reykjanesskaga sem lagt hefur á Suðurland og Vesturland gæti varað í einhverja daga til viðbótar þar sem vindáttin er hæg. Hraun frá eldgosinu rennur austur og enn eru tveir gígar virkir. Talsverð gosmóða hefur legið þétt yfir suðvesturhorninu síðustu daga, einkum í morgun en hún kemur ofan í hlýtt og rakt loft. Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni hefur verið stöðugt í nótt og er virkni áfram bundin við tvo gíga fyrir miðbik gossprungunnar, að því er fram kemur í tilkynningu Veðurstofunnar. Áfram rennur hraun til austurs í Fagradal en lélegt skyggni er á gosstöðvunum og ekki fæst séð hvort hraunjaðarinn hafi færst til í nótt. Mengunin heldur áfram Gasdreifingarspá Veðurstofunnar gerir ráð fyrir brennisteinsgasmengun (SO2) frá gosinu á Suðurlandi og Vesturlandi í dag. Mikil gosmóða lá yfir Akureyri í gær. Axel Gunnarsson Búast megi áfram við blámóðu, eða gosmóðu, allvíða á landinu þó síst suðaustan- og austanlands. Blámóða er gömul gasmengun sem búin er að hvarfast og því mælist hún ekki beint á mælum Umhverfis- og orkustofnunar, sem nema hana sem „fínt svifryk“. Sjá einnig: Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Gosmóðan gæti orðið þrálát, skrifar Veðurstofan, því útlit er fyrir hæga breytilega átt þangað til síðdegis á mánudag. Þar á eftir er spáð norðanátt 3-8 metrum á sekúndu sem gæti verið nægur vindur til að hreyfa við móðunni. Sérfræðingar Veðurstofunnar benda fólki á að fylgjast með á vef Umhverfis- og Orkustofnunar, loftgaedi.is, þar sem gosmóða kemur fram á mælum sem fínt svifryk (PM1) ásamt örlítilli hækkun í brennisteinsdíoxíði (SO2). Á vefnum er einnig hægt að finna upplýsingar um viðbrögð við gosmóðu, en meðal annars ættu viðkvæmir einstaklingar, börn og aldraðir að forðast langa dvöl utandyra. Tuttugu gráður næstu daga en kólnar fyrir norðan næstu helgi Á morgun, mánudag, er spáð hægviðri og víða skýjað, en úrkomulítið. Hiti 12 til 20 stig. Gengur í norðan 3-8 m/s síðdegis. Fer að rigna á austanverðu landinu, en skýjað með köflum og stöku skúrir í öðrum landshlutum. Á þriðjudag er búist við norðan 3-8 og rigningu eða súld, en yfirleitt þurrt suðvestan- og vestanlands. Hiti 11 til 20 stig, hlýjast suðvestantil. Á miðvikudag má gera ráð fyrir fremur hægri norðvestlægri átt. Víða þurrt að kalla, en dálítil væta á Norður- og Austurlandi fram yfir hádegi. Hiti breytist lítið. Á fimmtudag er suðaustanátt spáð, 5-13 metrum á sekúndu, auk rigningar með köflum, en bjart að mestu á Norður- og Austurlandi. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast norðaustantil. Á föstudag er búist við breytilegri átt með vætu í flestum landshlutum. Hiti 11 til 18 stig. Á laugardag er spáð norðanátt með rigningu á norðurhelmingi landsins. Þar á einnig að kólna en stöku skúrir syðra. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Veður Loftgæði Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Sjá meira
Talsverð gosmóða hefur legið þétt yfir suðvesturhorninu síðustu daga, einkum í morgun en hún kemur ofan í hlýtt og rakt loft. Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni hefur verið stöðugt í nótt og er virkni áfram bundin við tvo gíga fyrir miðbik gossprungunnar, að því er fram kemur í tilkynningu Veðurstofunnar. Áfram rennur hraun til austurs í Fagradal en lélegt skyggni er á gosstöðvunum og ekki fæst séð hvort hraunjaðarinn hafi færst til í nótt. Mengunin heldur áfram Gasdreifingarspá Veðurstofunnar gerir ráð fyrir brennisteinsgasmengun (SO2) frá gosinu á Suðurlandi og Vesturlandi í dag. Mikil gosmóða lá yfir Akureyri í gær. Axel Gunnarsson Búast megi áfram við blámóðu, eða gosmóðu, allvíða á landinu þó síst suðaustan- og austanlands. Blámóða er gömul gasmengun sem búin er að hvarfast og því mælist hún ekki beint á mælum Umhverfis- og orkustofnunar, sem nema hana sem „fínt svifryk“. Sjá einnig: Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Gosmóðan gæti orðið þrálát, skrifar Veðurstofan, því útlit er fyrir hæga breytilega átt þangað til síðdegis á mánudag. Þar á eftir er spáð norðanátt 3-8 metrum á sekúndu sem gæti verið nægur vindur til að hreyfa við móðunni. Sérfræðingar Veðurstofunnar benda fólki á að fylgjast með á vef Umhverfis- og Orkustofnunar, loftgaedi.is, þar sem gosmóða kemur fram á mælum sem fínt svifryk (PM1) ásamt örlítilli hækkun í brennisteinsdíoxíði (SO2). Á vefnum er einnig hægt að finna upplýsingar um viðbrögð við gosmóðu, en meðal annars ættu viðkvæmir einstaklingar, börn og aldraðir að forðast langa dvöl utandyra. Tuttugu gráður næstu daga en kólnar fyrir norðan næstu helgi Á morgun, mánudag, er spáð hægviðri og víða skýjað, en úrkomulítið. Hiti 12 til 20 stig. Gengur í norðan 3-8 m/s síðdegis. Fer að rigna á austanverðu landinu, en skýjað með köflum og stöku skúrir í öðrum landshlutum. Á þriðjudag er búist við norðan 3-8 og rigningu eða súld, en yfirleitt þurrt suðvestan- og vestanlands. Hiti 11 til 20 stig, hlýjast suðvestantil. Á miðvikudag má gera ráð fyrir fremur hægri norðvestlægri átt. Víða þurrt að kalla, en dálítil væta á Norður- og Austurlandi fram yfir hádegi. Hiti breytist lítið. Á fimmtudag er suðaustanátt spáð, 5-13 metrum á sekúndu, auk rigningar með köflum, en bjart að mestu á Norður- og Austurlandi. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast norðaustantil. Á föstudag er búist við breytilegri átt með vætu í flestum landshlutum. Hiti 11 til 18 stig. Á laugardag er spáð norðanátt með rigningu á norðurhelmingi landsins. Þar á einnig að kólna en stöku skúrir syðra.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Veður Loftgæði Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Sjá meira