Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Agnar Már Másson skrifar 20. júlí 2025 11:39 „Þetta var auðvitað rosalega mikil truflun, partí og mikil læti. Þess vegna ætlum við ekki að gera þetta aftur. En í raun og veru voru engin vandræði, engin slagsmál og ekki neitt,“ segir eigandi tjaldsvæðisins Hraunborgir við Hestvatn norðaustur af Selfossi. Hraunborgir Útilega nemenda úr Verzlunarskóla Íslands er sögð hafa farið úr böndunum og hyggst tjaldsvæðið ekki taka aftur á móti menntaskólahópum. Mikið fyllerí og partístand var á ungmennunum, öðrum tjaldgestum til mikilla ama. „Þetta var bara rosa mikil gleði,“ útskýrir Gunnar Björn Gunnarsson, eigandi tjaldsvæðisins að Hraunborgum, í samtali við blaðamann en tjaldsvæðið vakti athygli á málinu á Facebook. Hann segir að engin vandræði hafi komið upp. Menntskælingarnir voru um 400 talsins — „eins og á útihátíð,“ segir Gunnar — og sjaldgæft sem hópar af þeirri stærðargráðu heimsæki tjaldsvæðið. Svæði menntskælinganna var afmarkað við suðurenda tjaldsvæðisins og höfðu þau ekki leyfi til að fara inn í þjónustumiðstöð eða á barnasvæðið við hinn enda tjaldsvæðisins. Gunnar segir að verzlingarnir hafi allir verið merktir armböndum. Aðrir gestir hafi verið látnir vita í gærkvöldi að í næsta reit væru menntskælingar. Þá hafi einnig verið 10 manna gæsluteymi ásamt lögreglu á svæðinu í gærkvöldi. „Þetta var auðvitað rosalega mikil truflun, partí og mikil læti. Þess vegna ætlum við ekki að gera þetta aftur. En í raun og veru voru engin vandræði, engin slagsmál og ekki neitt,“ bætir Gunnar. Þegar blaðamaður ræddi við Gunnar horfði hann upp á eftirmála gærkvöldisins; Verzlingarnir voru að taka saman tjöldin sín, ábyrgðarmenn útilegunnar gengu um svæðið að tína upp rusl og lögreglumenn buðu gestum að blása í áfengismæli er þeir óku af tjaldsvæðinu út í þokuna og blámóðuna á veginum. Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri Lögreglunnar á Suðurlandi, vildi lítið segja um málið annað en að þetta væru minni háttar afskipti af hálfu lögreglunnar. „Á tjaldsvæðunum í uppsveitum er fullt af fólki. Það gengur á ýmsu, sem gerist alltaf — allur gangur á því — og þetta eru svona minniháttar afskipti af ýmsum hlutum,“ segir aðalvarðstjórinn. „Það gengur stundum á ýmsu á þessum tjaldsvæðum og sumir verða ósáttir og ýmislegt annað.“ Áfengi Árborg Tjaldsvæði Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira
„Þetta var bara rosa mikil gleði,“ útskýrir Gunnar Björn Gunnarsson, eigandi tjaldsvæðisins að Hraunborgum, í samtali við blaðamann en tjaldsvæðið vakti athygli á málinu á Facebook. Hann segir að engin vandræði hafi komið upp. Menntskælingarnir voru um 400 talsins — „eins og á útihátíð,“ segir Gunnar — og sjaldgæft sem hópar af þeirri stærðargráðu heimsæki tjaldsvæðið. Svæði menntskælinganna var afmarkað við suðurenda tjaldsvæðisins og höfðu þau ekki leyfi til að fara inn í þjónustumiðstöð eða á barnasvæðið við hinn enda tjaldsvæðisins. Gunnar segir að verzlingarnir hafi allir verið merktir armböndum. Aðrir gestir hafi verið látnir vita í gærkvöldi að í næsta reit væru menntskælingar. Þá hafi einnig verið 10 manna gæsluteymi ásamt lögreglu á svæðinu í gærkvöldi. „Þetta var auðvitað rosalega mikil truflun, partí og mikil læti. Þess vegna ætlum við ekki að gera þetta aftur. En í raun og veru voru engin vandræði, engin slagsmál og ekki neitt,“ bætir Gunnar. Þegar blaðamaður ræddi við Gunnar horfði hann upp á eftirmála gærkvöldisins; Verzlingarnir voru að taka saman tjöldin sín, ábyrgðarmenn útilegunnar gengu um svæðið að tína upp rusl og lögreglumenn buðu gestum að blása í áfengismæli er þeir óku af tjaldsvæðinu út í þokuna og blámóðuna á veginum. Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri Lögreglunnar á Suðurlandi, vildi lítið segja um málið annað en að þetta væru minni háttar afskipti af hálfu lögreglunnar. „Á tjaldsvæðunum í uppsveitum er fullt af fólki. Það gengur á ýmsu, sem gerist alltaf — allur gangur á því — og þetta eru svona minniháttar afskipti af ýmsum hlutum,“ segir aðalvarðstjórinn. „Það gengur stundum á ýmsu á þessum tjaldsvæðum og sumir verða ósáttir og ýmislegt annað.“
Áfengi Árborg Tjaldsvæði Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira