„Þetta er ekki eiturgas“ Smári Jökull Jónsson skrifar 20. júlí 2025 21:31 Þorsteinn Jóhannsson er sérfræðingur hjá umhverfis- og orkustofnun Vísir/Lýður Valberg Dæmi er um að fólk loki sig af með loftræstitæki vegna gosmóðunnar sem legið hefur yfir höfuðborgarsvæðinu í dag. Sérfræðingur hjá umhverfis- og orkustofnun vill að farið sé varlega hvað varðar íþróttaæfingar barna. Líkt og íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa tekið eftir hefur skyggni í borginni í dag verið lélegt en ástæðan er gosmóða sem myndast vegna eldgossins við Sundhnúka. Sérfræðingur hjá umhverfis- og orkustofnun segir fólk ekki þurfa að vera smeykt. „Við erum alltaf að segja við fólk því við verðum var við áhyggjur, þetta er ekki eiturgas. Það er enginn að verða fyrir áhrifum alvarlegum á nokkrum andardráttum en þetta er sannarlega nokkur mengun á íslenskan mælikvarða,“ sagði Þorsteinn Jóhannsson í kvöldfréttum Sýnar. Fólk lokar sig af með loftræstitæki Jóhann segir ekki um að ræða sama efni og kemur upp við gígana við Sundhnúka. Gosmóðan séu agnir en ekki gastegund og jafnvel heldur meira ertandi. Fólk geti því fundið meira fyrir þeim. „Hraust fólk á öllum aldri þarf ekki hafa mikil áhrif á það. Þú getur farið út og jafnvel í létt garðverk en ég myndi ekki fara út að hlaupa og ekki fara upp á Esju. Það er hvort sem er ekkert útsýni uppi á Esju núna. Takmarka alla óþarfa áreynslu utandyra.“ Hraust fólk gæti fundið fyrir óþægindum í hálsi og viðkvæmir hópar með undirliggjandi sjúkdóma og astma enn frekar. Þá sé ekki mælt með að börn séu látin sofa úti í vögnum á meðan ástandið varir. „Svo er reyndar mjög lítill hópur fólks sem er mjög viðkvæmur, fólk með alvarlega undirliggjandi lugnasjúkdóma, lungnaþembu og mjög slæman astma. Það getur fundið alveg rækilega fyrir þessu. Við heyrum alveg af fólki sem bara lokar sig af í einu herbergi með loftræstitæki.“ Líkur eru á að mengunin minnki strax á morgun þegar bætir í vind. Jóhann segir að íþróttafólk gæti fundið fyrir óþægindum eftir áreynslu en í kvöld fer meðal annars fram leikur Víkings og Vals í Bestu deild karla. Hann vill þó að fólk fari varlega hvað varðar íþróttaæfingar barna. „Kannski ekki endilega aflýsa æfingum, kannski vera í einhverjum öðruvísi æfingum. Meira tækniæfingum en ekki taka langa hlaupaæfingu.“ Loftgæði Eldgos á Reykjanesskaga Heilbrigðismál Umhverfismál Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Fleiri fréttir Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa Sjá meira
Líkt og íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa tekið eftir hefur skyggni í borginni í dag verið lélegt en ástæðan er gosmóða sem myndast vegna eldgossins við Sundhnúka. Sérfræðingur hjá umhverfis- og orkustofnun segir fólk ekki þurfa að vera smeykt. „Við erum alltaf að segja við fólk því við verðum var við áhyggjur, þetta er ekki eiturgas. Það er enginn að verða fyrir áhrifum alvarlegum á nokkrum andardráttum en þetta er sannarlega nokkur mengun á íslenskan mælikvarða,“ sagði Þorsteinn Jóhannsson í kvöldfréttum Sýnar. Fólk lokar sig af með loftræstitæki Jóhann segir ekki um að ræða sama efni og kemur upp við gígana við Sundhnúka. Gosmóðan séu agnir en ekki gastegund og jafnvel heldur meira ertandi. Fólk geti því fundið meira fyrir þeim. „Hraust fólk á öllum aldri þarf ekki hafa mikil áhrif á það. Þú getur farið út og jafnvel í létt garðverk en ég myndi ekki fara út að hlaupa og ekki fara upp á Esju. Það er hvort sem er ekkert útsýni uppi á Esju núna. Takmarka alla óþarfa áreynslu utandyra.“ Hraust fólk gæti fundið fyrir óþægindum í hálsi og viðkvæmir hópar með undirliggjandi sjúkdóma og astma enn frekar. Þá sé ekki mælt með að börn séu látin sofa úti í vögnum á meðan ástandið varir. „Svo er reyndar mjög lítill hópur fólks sem er mjög viðkvæmur, fólk með alvarlega undirliggjandi lugnasjúkdóma, lungnaþembu og mjög slæman astma. Það getur fundið alveg rækilega fyrir þessu. Við heyrum alveg af fólki sem bara lokar sig af í einu herbergi með loftræstitæki.“ Líkur eru á að mengunin minnki strax á morgun þegar bætir í vind. Jóhann segir að íþróttafólk gæti fundið fyrir óþægindum eftir áreynslu en í kvöld fer meðal annars fram leikur Víkings og Vals í Bestu deild karla. Hann vill þó að fólk fari varlega hvað varðar íþróttaæfingar barna. „Kannski ekki endilega aflýsa æfingum, kannski vera í einhverjum öðruvísi æfingum. Meira tækniæfingum en ekki taka langa hlaupaæfingu.“
Loftgæði Eldgos á Reykjanesskaga Heilbrigðismál Umhverfismál Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Fleiri fréttir Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa Sjá meira