Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. júlí 2025 10:20 Þétt gosmóða liggur yfir höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Lýður Í morgun hafa mælistöðvar á höfuðborgarsvæðinu mælt há gildi brennisteinsdíoxíðs, og hafa hæstu tíu mínúta gildi farið upp í og yfir 2000 míkrógröm á rúmmeter. Eru þetta hæstu gildi brennisteinsdíoxíðs sem mælst hafa frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesskaga. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar. Þar segir að vísbendingar séu um að gildi brennisteinsdíoxíðs fari lækkandi, en mikilvægt sé að fylgjast með stöðu mála. Auk brennisteinsdíoxíðsmengunar liggi enn gosmóða yfir borginni. „Gosmóða inniheldur mengun sem hefur náð að umbreytast m.a. í SO4 (súlfat) og brennisteinssýru og greinist hún því ekki með hefðbundnum mælingum á brennisteinsdíoxíði (SO2) en mælingar á fínna svifryki gefa vísbendingar um að þessi mengun sé til staðar,“ segir í tilkynningunni. Gildi fínasta svifryks séu há á öllum mælistöðvum sem mæla slíkt ryk í borginni. Mæla með því að takmarka útiveru Heilbrigðiseftirlitið mælir með því að fólk takmarki útiveru og sérstaklega áreynslu utandyra, í ljósi þeirrar gosmóðu og gasmengunar sem liggur yfir borginni. „Við þennan styrk brennisteinsdíoxíðs geta viðkvæmir einstaklingar farið að hósta og finna fyrir ertingu í augum, koki og nefi. Heilbrigðir einstaklingar geta fundið einkenni frá öndunarfærum og ertingu í augum, nefi og koki. Gosmóða getur orsakað slen, höfuðverk, ertingu í augum og hálsi auk flensueinkenna,“ segir í tilkynningu. Þá skuli þeir sem viðkvæmir eru fyrir í öndunarfærum og börn sérstaklega að forðast útivist og takmarka áreynslu. Þá er mælt með því að starfsfólk í útivinnu takmarki vinnu sem felur í sér áreynslu, og auk þess er ráðlagt gegn því að ung börn sofi úti í vagni við þessar aðstæður. Heilbrigðiseftirlitið tiltekur eftirfarandi almennar ráðleggingar varðandi gasmengun: Lungna og hjartasjúklingar hafi sín lyf tiltæk Andið sem mest með nefi og forðast líkamlega áreynslu utandyra í mikill mengun því það dregur úr þeim styrk sem kemst niður í lungu. Dvöl innanhúss með lokaða glugga og slökkt á loftræstingu veitir verulega vörn fyrir menguninni. Athugið að rykgrímur veita enga vörn gegn gasmengun Ráðstafanir til varnar SO2 og annarri gosmengun mengun innandyra: Lokaðu gluggum og minnkaðu umgengni um útidyr. Hækkaðu hitastigið í húsinu. Loftaðu út um leið og loftgæði batna utandyra. Auk ofangreindra upplýsinga má finna ráðleggingar vegna heilsufarslegra áhrifa af völdum loftmengunar á vef landlæknis. Mælingar á loftgæðum eru aðgengilegar á vef Umhverfisstofnunar, nánari leiðbeiningar um viðbrögð við styrk SO2 má fá með því að smella á tengil í vinstra horni síðunnar. Spár um gasmengun má sjá á vef Veðurstofunnar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Loftgæði Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fleiri fréttir Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar. Þar segir að vísbendingar séu um að gildi brennisteinsdíoxíðs fari lækkandi, en mikilvægt sé að fylgjast með stöðu mála. Auk brennisteinsdíoxíðsmengunar liggi enn gosmóða yfir borginni. „Gosmóða inniheldur mengun sem hefur náð að umbreytast m.a. í SO4 (súlfat) og brennisteinssýru og greinist hún því ekki með hefðbundnum mælingum á brennisteinsdíoxíði (SO2) en mælingar á fínna svifryki gefa vísbendingar um að þessi mengun sé til staðar,“ segir í tilkynningunni. Gildi fínasta svifryks séu há á öllum mælistöðvum sem mæla slíkt ryk í borginni. Mæla með því að takmarka útiveru Heilbrigðiseftirlitið mælir með því að fólk takmarki útiveru og sérstaklega áreynslu utandyra, í ljósi þeirrar gosmóðu og gasmengunar sem liggur yfir borginni. „Við þennan styrk brennisteinsdíoxíðs geta viðkvæmir einstaklingar farið að hósta og finna fyrir ertingu í augum, koki og nefi. Heilbrigðir einstaklingar geta fundið einkenni frá öndunarfærum og ertingu í augum, nefi og koki. Gosmóða getur orsakað slen, höfuðverk, ertingu í augum og hálsi auk flensueinkenna,“ segir í tilkynningu. Þá skuli þeir sem viðkvæmir eru fyrir í öndunarfærum og börn sérstaklega að forðast útivist og takmarka áreynslu. Þá er mælt með því að starfsfólk í útivinnu takmarki vinnu sem felur í sér áreynslu, og auk þess er ráðlagt gegn því að ung börn sofi úti í vagni við þessar aðstæður. Heilbrigðiseftirlitið tiltekur eftirfarandi almennar ráðleggingar varðandi gasmengun: Lungna og hjartasjúklingar hafi sín lyf tiltæk Andið sem mest með nefi og forðast líkamlega áreynslu utandyra í mikill mengun því það dregur úr þeim styrk sem kemst niður í lungu. Dvöl innanhúss með lokaða glugga og slökkt á loftræstingu veitir verulega vörn fyrir menguninni. Athugið að rykgrímur veita enga vörn gegn gasmengun Ráðstafanir til varnar SO2 og annarri gosmengun mengun innandyra: Lokaðu gluggum og minnkaðu umgengni um útidyr. Hækkaðu hitastigið í húsinu. Loftaðu út um leið og loftgæði batna utandyra. Auk ofangreindra upplýsinga má finna ráðleggingar vegna heilsufarslegra áhrifa af völdum loftmengunar á vef landlæknis. Mælingar á loftgæðum eru aðgengilegar á vef Umhverfisstofnunar, nánari leiðbeiningar um viðbrögð við styrk SO2 má fá með því að smella á tengil í vinstra horni síðunnar. Spár um gasmengun má sjá á vef Veðurstofunnar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Loftgæði Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fleiri fréttir Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sjá meira