„Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 21. júlí 2025 12:08 Mikil gosmóða hefur legið yfir höfuðborgarsvæðinu. vísir/ívar Mælt er með því að takmarka mikla áreynslu utandyra vegna talsverðrar gasmengunar sem hefur gert vart við sig á höfuðborgarsvæðinu það sem af er dagi. Lungnalæknir segir að hraust fólk yfir tvítugu þurfi ekki að hafa áhyggjur af menguninni. Há gildi brennisteinsdíoxíðs hafa mælst á höfuðborgarsvæðinu í morgun eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar. Hæst yfir tvö þúsund míkrógrömm á rúmmeter sem eru hæstu gildi sem hafa mælst frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesskaga. Loftgæði hafa skánað með deginum en mælast óholl á fimm mælum Umhverfisstofnunar núna rétt fyrir hádegi á Laugarnesi í Hafnarfirði við Hvaleyrarholt, Njarðvík, Vogum og Hvalfirði við Gröf. Þar veldur svifryk mestum áhrifum en magn brennisteinsdíoxíð mælist nú sæmilegt eða gott. Loftgæði mælast víðast hvar góð eða óholl fyrir viðkvæma. Kveikt á aðflugsljósunum um hábjartan dag Mengunin hefur sett svip sinn á daginn en til að mynda voru öll störf hópa í garðyrkju hjá Vinnuskóla Reykjavíkur felld niður í dag vegna mengunar og þá var kveikt á aðflugsljósunum á Reykjavíkurflugvelli um hábjartan dag vegna gosmóðu. Gunnar Guðmundsson, lungnalæknir og prófessor við læknadeild HÍ, segir að hraust fólk eldra en tuttugu ára þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af menguninni þó að ástæða sé til að taka stöðuna alvarlega. „Þetta eru ansi há gildi af brennisteinsdíoxíð. Sem betur fer er það lækkandi núna og ef veðrið breytist þá gæti þetta breyst fljótt. Við mælum líka með því að fólk sé ekki í mjög mikilli áreynslu þar sem það verður hröð öndun og djúp. Því þá fær maður meira af þessu ofan í sig.“ Gunnar Guðmundsson, lungnalæknir og prófessor við HÍ.vísir Tveir hópar þurfi að hafa varann á Hann tekur fram að tveir hópar þurfi sérstaklega að hafa varann á. Vísar hann til fólks undir tvítugu, þar sem lungu þeirra eru enn að þroskast, og fólks með undirliggjandi lungnasjúkdóma líkt og astma og langvinna lungnateppu. „Þetta getur aukið á einkenni þeirra og næmi fyrir sýkingum og öðru. Ég hvet þá sem eru með undirliggjandi lungnasjúkdóma að vera duglegir að nota lyfin sín og ná sér í lyf ef þeir eiga þau ekki heima.“ Er þá best að halda sig innandyra fyrir þá sem eru viðkvæmir? „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra. En það er betra að vera ekki í mikilli áreynslu eða mjög lengi úti við meðan að þetta ástanda varir.“ Eldgos á Reykjanesskaga Loftgæði Heilbrigðismál Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Fleiri fréttir Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa Sjá meira
Há gildi brennisteinsdíoxíðs hafa mælst á höfuðborgarsvæðinu í morgun eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar. Hæst yfir tvö þúsund míkrógrömm á rúmmeter sem eru hæstu gildi sem hafa mælst frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesskaga. Loftgæði hafa skánað með deginum en mælast óholl á fimm mælum Umhverfisstofnunar núna rétt fyrir hádegi á Laugarnesi í Hafnarfirði við Hvaleyrarholt, Njarðvík, Vogum og Hvalfirði við Gröf. Þar veldur svifryk mestum áhrifum en magn brennisteinsdíoxíð mælist nú sæmilegt eða gott. Loftgæði mælast víðast hvar góð eða óholl fyrir viðkvæma. Kveikt á aðflugsljósunum um hábjartan dag Mengunin hefur sett svip sinn á daginn en til að mynda voru öll störf hópa í garðyrkju hjá Vinnuskóla Reykjavíkur felld niður í dag vegna mengunar og þá var kveikt á aðflugsljósunum á Reykjavíkurflugvelli um hábjartan dag vegna gosmóðu. Gunnar Guðmundsson, lungnalæknir og prófessor við læknadeild HÍ, segir að hraust fólk eldra en tuttugu ára þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af menguninni þó að ástæða sé til að taka stöðuna alvarlega. „Þetta eru ansi há gildi af brennisteinsdíoxíð. Sem betur fer er það lækkandi núna og ef veðrið breytist þá gæti þetta breyst fljótt. Við mælum líka með því að fólk sé ekki í mjög mikilli áreynslu þar sem það verður hröð öndun og djúp. Því þá fær maður meira af þessu ofan í sig.“ Gunnar Guðmundsson, lungnalæknir og prófessor við HÍ.vísir Tveir hópar þurfi að hafa varann á Hann tekur fram að tveir hópar þurfi sérstaklega að hafa varann á. Vísar hann til fólks undir tvítugu, þar sem lungu þeirra eru enn að þroskast, og fólks með undirliggjandi lungnasjúkdóma líkt og astma og langvinna lungnateppu. „Þetta getur aukið á einkenni þeirra og næmi fyrir sýkingum og öðru. Ég hvet þá sem eru með undirliggjandi lungnasjúkdóma að vera duglegir að nota lyfin sín og ná sér í lyf ef þeir eiga þau ekki heima.“ Er þá best að halda sig innandyra fyrir þá sem eru viðkvæmir? „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra. En það er betra að vera ekki í mikilli áreynslu eða mjög lengi úti við meðan að þetta ástanda varir.“
Eldgos á Reykjanesskaga Loftgæði Heilbrigðismál Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Fleiri fréttir Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa Sjá meira