Innlent

Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suður­landi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Mengunar gæti orðið vart á Suðurlandi í dag.
Mengunar gæti orðið vart á Suðurlandi í dag. Vísir/Ívar

Kraftur í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni hefur haldist óbreyttur en virknin er nú bundin við einn gíg, þar sem virkni í nyrðri gígnum datt niður um tíuleytið í gærkvöldi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands um stöðu mála, þar sem segir einnig að hraun renni áfram til austurs í Fagradal.

Verulegrar gasmengunar af völdum brennisteinsdíoxíðs varð vart á höfuðborgarsvæðinu í gær og einnig mengunar vegna gosmóðu. Þá mældust á tímabili mjög há gildi brennisteinsdíoxíðs á gosstöðvunum.

Veðurstofa spáir norðvestlægri átt í dag sem mun bera gasmengunina til suðausturs og hennar gæti orðið vart á Suðurlandi.

Fylgjast má með stöðu mála á loftgæði.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×