Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. júlí 2025 09:34 Viktoría Blöndal ogStarkaður Pétursson eru umsjónarmenn Hitamælisins. Meðal gesta sem hafa komið eru María Heba, Unnur Birna, Bragi Páll og Birna Rún. Hlaðvarpið Hitamælirinn mælir hitann í þjóðarsálinni og býður gestum að kasta steinum úr glerhúsi. Fólk fær að tuða í tíu mínútur yfir öllum fjandanum, hvort sem það er „Euphoria“ með Loreen, börn í sundlaugum eða geirvörtum karlmanna. Viktoría Blöndal, höfundur og leikstjóri, og Starkaður Pétursson leikari stofnuðu nýverið hlaðvarpið Hitamælinn sem gengur út á að fá fólk til að létta af sér í tíu mínútur um allt það sem angrar það. Hitamælirinn gengur út á að fólk létti af sér með það sem ergir það mest. „Þetta er eitt stórt og feitt rant af því inni í okkur öllum þá er fólk, hvort sem það segir það eða ekki, alltaf að tuða eitthvað. Við erum manneskjur og við erum að tuða allan daginn og þarna fékk fólk pláss til að tuða,“ segir Viktoría Blöndal. Þættirnir eru teknir upp í glerhúsi foreldra Starkaðs og fær hver gestur afmarkaðan tíma til að tuða. „Þetta eru tíu mínútur sem fólk fékk til að ranta og fólk nýtti þær frekar vel. Það var ekki til í neitt hversdagsspjall heldur kom sér beint að efninu,“ segir Viktoría. Drukkið mikið í mollunni Þau félagar líta á hlaðvarpið sem eins konar plötu þar sem það kemur gestur í hverju lagi. Þættirnir eru sautján talsins en voru teknir upp í einni beit yfir heilan dag. Það er eins gott að vera með kveikt á hljóðnemanum. „Við tvö vorum með einn þátt og svo voru þetta sextán viðmælendur sem komu til okkar milli tvö og sex yfir einn dag. Það voru flestir með tíu mínútur nema lokalagið á plötunni, síðasti þátturinn, var óvart sautján mínútur. Það var svolítill stígandi í drykkjunni,“ segir hún. Í ofanálag var óvenju heitur sumardagur í Hafnarfirði daginn sem platan var tekin upp mollan svo þykk „að það var hægt að bíta í hana.“ „Það var drukkið mikið,“ segir Viktoría. Fjölbreytt flóra gesta kom í glerhúsið. „Það var eins og við færum með einhverja inngildingarstefnu, við vorum með alls konar lið á öllum aldri,“ segir hún. @hitamaelirinn “50% af traffík sem við upplifum hérna er útaf þessu liði” 🚘 - Hitinn mældur á Kolbeini Sveinssyni. Hitamælirinn 🌡️ á Spotify og Apple Podcast ♬ original sound - Hitamælirinn 🌡️ Tilgangslausar geirvörtur karla og annað sem pirrar Tuðið var sömuleiðis af ýmsum gerðum, sumir töluðu mikið um eitthvað eitt sem þeir hötuðu meðan aðrir tíndu til fjölda mála. „Sumir komust í stærri gír en aðrir.“ „Þetta var allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar,“ segir Viktoría um skala þess sem fólk hataði. Algóriþminn kom líka við sögu, sjálfseyðingarhvöt mannkynsins og Sálin hans Jóns mín. @hitamaelirinn Kúkur í lauginni 💩🏊♂️ - Hitinn mældur á Unni Birnu Backman 🌡️ ♬ original sound - Hitamælirinn 🌡️ Einn gesturinn tuðaði eiginlega yfir sig. „Það var einn þáttur sem var svo leiðinlegur að við nenntum smá ekki að setja hann inn en við gerðum það samt. Svo voru allir frekar hressir og góðir á því þó þeir væru að tuða,“ segir Viktoría. „Eitt málið var af hverju karlmenn hefðu geirvörtur, þær væru ekki til neins.“ Von á framhaldi „En þetta er náttúrulega alls ekki fyrir viðkvæma þetta er svo mikið gjamm. Þetta er eitt gjamm-fest,“ segir Viktoría um Hitamælinn. Næsta hlaðvarpssería verður tekin upp í ágúst „Fólk má hafa samband ef því liggur eitthvað á hjarta. Þetta er smá eins og Þjóðarsálin fyrir milljón árum þar sem þú gast hringt inn, en núna geturðu skráð þig til leiks,“ segir hún. Það er því nóg tuð framundan að sögn Viktoríu. „Fólk er alltaf að leita sér að einhverju að hlusta og það er nóg til af fokking leiðinlegu fólki sem heldur að það hafi eitthvað áhugavert að segja. En þetta er bara skemmtilegt, ef við þurfum það ekki í heiminn í dag þá veit ég ekki hvað,“ segir Viktoría að lokum. Hlaðvörp Hafnarfjörður Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Viktoría Blöndal, höfundur og leikstjóri, og Starkaður Pétursson leikari stofnuðu nýverið hlaðvarpið Hitamælinn sem gengur út á að fá fólk til að létta af sér í tíu mínútur um allt það sem angrar það. Hitamælirinn gengur út á að fólk létti af sér með það sem ergir það mest. „Þetta er eitt stórt og feitt rant af því inni í okkur öllum þá er fólk, hvort sem það segir það eða ekki, alltaf að tuða eitthvað. Við erum manneskjur og við erum að tuða allan daginn og þarna fékk fólk pláss til að tuða,“ segir Viktoría Blöndal. Þættirnir eru teknir upp í glerhúsi foreldra Starkaðs og fær hver gestur afmarkaðan tíma til að tuða. „Þetta eru tíu mínútur sem fólk fékk til að ranta og fólk nýtti þær frekar vel. Það var ekki til í neitt hversdagsspjall heldur kom sér beint að efninu,“ segir Viktoría. Drukkið mikið í mollunni Þau félagar líta á hlaðvarpið sem eins konar plötu þar sem það kemur gestur í hverju lagi. Þættirnir eru sautján talsins en voru teknir upp í einni beit yfir heilan dag. Það er eins gott að vera með kveikt á hljóðnemanum. „Við tvö vorum með einn þátt og svo voru þetta sextán viðmælendur sem komu til okkar milli tvö og sex yfir einn dag. Það voru flestir með tíu mínútur nema lokalagið á plötunni, síðasti þátturinn, var óvart sautján mínútur. Það var svolítill stígandi í drykkjunni,“ segir hún. Í ofanálag var óvenju heitur sumardagur í Hafnarfirði daginn sem platan var tekin upp mollan svo þykk „að það var hægt að bíta í hana.“ „Það var drukkið mikið,“ segir Viktoría. Fjölbreytt flóra gesta kom í glerhúsið. „Það var eins og við færum með einhverja inngildingarstefnu, við vorum með alls konar lið á öllum aldri,“ segir hún. @hitamaelirinn “50% af traffík sem við upplifum hérna er útaf þessu liði” 🚘 - Hitinn mældur á Kolbeini Sveinssyni. Hitamælirinn 🌡️ á Spotify og Apple Podcast ♬ original sound - Hitamælirinn 🌡️ Tilgangslausar geirvörtur karla og annað sem pirrar Tuðið var sömuleiðis af ýmsum gerðum, sumir töluðu mikið um eitthvað eitt sem þeir hötuðu meðan aðrir tíndu til fjölda mála. „Sumir komust í stærri gír en aðrir.“ „Þetta var allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar,“ segir Viktoría um skala þess sem fólk hataði. Algóriþminn kom líka við sögu, sjálfseyðingarhvöt mannkynsins og Sálin hans Jóns mín. @hitamaelirinn Kúkur í lauginni 💩🏊♂️ - Hitinn mældur á Unni Birnu Backman 🌡️ ♬ original sound - Hitamælirinn 🌡️ Einn gesturinn tuðaði eiginlega yfir sig. „Það var einn þáttur sem var svo leiðinlegur að við nenntum smá ekki að setja hann inn en við gerðum það samt. Svo voru allir frekar hressir og góðir á því þó þeir væru að tuða,“ segir Viktoría. „Eitt málið var af hverju karlmenn hefðu geirvörtur, þær væru ekki til neins.“ Von á framhaldi „En þetta er náttúrulega alls ekki fyrir viðkvæma þetta er svo mikið gjamm. Þetta er eitt gjamm-fest,“ segir Viktoría um Hitamælinn. Næsta hlaðvarpssería verður tekin upp í ágúst „Fólk má hafa samband ef því liggur eitthvað á hjarta. Þetta er smá eins og Þjóðarsálin fyrir milljón árum þar sem þú gast hringt inn, en núna geturðu skráð þig til leiks,“ segir hún. Það er því nóg tuð framundan að sögn Viktoríu. „Fólk er alltaf að leita sér að einhverju að hlusta og það er nóg til af fokking leiðinlegu fólki sem heldur að það hafi eitthvað áhugavert að segja. En þetta er bara skemmtilegt, ef við þurfum það ekki í heiminn í dag þá veit ég ekki hvað,“ segir Viktoría að lokum.
Hlaðvörp Hafnarfjörður Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira