Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Árni Sæberg skrifar 22. júlí 2025 15:33 Atvikið sem Auður lýsir varð við Ingólfstorg. Vísir/Vilhelm Auður Jónsdóttir rithöfundur segist forviða eftir atvik sem hún lenti í við Ingólfstorg í síðustu viku. Þar hafi lítill hópur fólks reynt að koma í veg fyrir það að hún settist upp í leigubíl sem afrískur maður ók. Hún hafi látið varnaðarorð fólksins sem vind um eyru þjóta og átt ánægjulega ferð með manninum. Í gær var fjallað um hóp manna sem gekk um miðbæ Reykjavíkur síðastliðið föstudagskvöld, að þeirra sögn meðal annars til þess að hafa eftirlit með leigubílamarkaði. Auður deildi reynslu sinni af svipuðum fyrirætlunum annars hóps fólks í síðustu viku, í færslu á Facebook í gærkvöldi. Bílstjórinn gæti gert henni mein af því hann væri svartur og hún kona Í samtali við Vísi segir Auður að hún hafi verið í miðborginni að kvöldi til á virkum degi í síðustu viku og ákveðið að taka leigubíl heim. Einn leigubíll hafi verið Ingólfstorg og hún ákveðið að taka hann. Við bílinn hafi verið lítill hópur fólks, þrjú til fimm, á bilinu tvítugt til þrítugt. Þegar hún hafi nálgast bílinn hafi hópurinn varað hana við að setjast í bílinn, vegna þess að bílstjórinn gæti gert henni mein. „Þetta var mjög ruglingslegt. Ég hélt fyrst að þau hefðu lent upp á kant við einhvern bílstjóra, þetta leit þannig út. Svo geri ég mig líklega til að fara inn í bílinn og þá segja þau að það sé hættulegt fyrir mig, sem konu, að fara upp í þennan bíl. Þetta var eitthvað pínu skrýtið þannig að það voru ósjálfráð viðbrögð hjá mér að opna bílinn. Þá er hann læstur og þau halda áfram að reyna að vara mig við. Svo kíki ég inn og mæti augnaráði bílstjórans, þá tekur hann úr lás og ég sest inn í bílinn. Þá segist hann hafa haldið að ég væri með þessu fólki, þess vegna hefði hann læst bílnum. Ég fór að spyrja hann út í þetta og þá hafði hann orðið fyrir einhverjum aðsúgi frá þessu fólki.“ Atvikum hafi fjölgað undanfarið Hún hafi þá rætt við manninn og hann sagst vera frá Afríku og hafa upplifað mörg atvik sem þetta upp á síðkastið. Þannig að hann væri orðinn hræddur um barnið sitt hér á landi, hann væri orðinn smeykur. „Ég spyr hann eitthvað nánar út í það og mér skilst að hann eigi íslenska konu og hafi búið hér í mörg, mörg ár. Hann sagði að þetta hefði ekki verið svona áður. Þetta væri eitthvað sem greinilega væri að færast í vöxt. Hann talaði sig út um það hvað honum þetta óþægilegt.“ Tengdu yfir fléttum sem hún fékk á Malaga Auður segir að svo skemmtilega hafi viljað til að hún hafi nokkrum dögum áður verið á Malaga á Spáni og fengið fléttur í hárið frá konu frá fæðingarlandi mannsins. Hún kunni ekki við að segja hvaðan hann er, enda viti hún ekki hvort hann vilji það. „Ég sýni honum þessar fléttur sem ég var með í hárinu þannig að við tengjum aðeins og förum að tala um fæðingarlandið hans, sem hann heimsækir reglulega. Þá fer hann að segja mér alls konar skemmtilegt um það land og fróðlegt. Við kvöddumst svo innilega.“ Hún hafi ekki hoggið eftir því hvernig leigubíllinn var merktur en ferðin hafi endað með besta móti og hún greitt eðlilegt verð. Atvikið setið í henni Þá segir að Auður að atvikið hafi setið í henni síðustu daga, það hafi verið stærra en hún gerði sér grein fyrir á meðan það gekk yfir. Það hafi í raun verið óhugnanlegt og hún vildi nú að hún hefði rætt betur við manninn. Hún hafi tekið eftir því að orðræðan í garð útlendinga hafi farið harðnandi og fólk sé farið að segja hluti opinberlega sem það búraðist með áður fyrr. Til dæmis nefnir hún athugasemdakerfi hinna ýmsu fjölmiðla, til að mynda undir frétt DV, sem skrifuð var upp úr færslu hennar á Facebook. Þegar þessi frétt er rituð má þar lesa áttatíu athugasemdir, misalmennilegar í garð útlendinga. Að lokum vill Auður benda fólki á að það geti gerst sekt um ofbeldi, hvort sem það er með háttsemi á borð við þá sem hópurinn á Ingólfstorgi sýndi af sér eða athugasemdum á netinu. Leigubílar Reykjavík Innflytjendamál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fleiri fréttir Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Sjá meira
Í gær var fjallað um hóp manna sem gekk um miðbæ Reykjavíkur síðastliðið föstudagskvöld, að þeirra sögn meðal annars til þess að hafa eftirlit með leigubílamarkaði. Auður deildi reynslu sinni af svipuðum fyrirætlunum annars hóps fólks í síðustu viku, í færslu á Facebook í gærkvöldi. Bílstjórinn gæti gert henni mein af því hann væri svartur og hún kona Í samtali við Vísi segir Auður að hún hafi verið í miðborginni að kvöldi til á virkum degi í síðustu viku og ákveðið að taka leigubíl heim. Einn leigubíll hafi verið Ingólfstorg og hún ákveðið að taka hann. Við bílinn hafi verið lítill hópur fólks, þrjú til fimm, á bilinu tvítugt til þrítugt. Þegar hún hafi nálgast bílinn hafi hópurinn varað hana við að setjast í bílinn, vegna þess að bílstjórinn gæti gert henni mein. „Þetta var mjög ruglingslegt. Ég hélt fyrst að þau hefðu lent upp á kant við einhvern bílstjóra, þetta leit þannig út. Svo geri ég mig líklega til að fara inn í bílinn og þá segja þau að það sé hættulegt fyrir mig, sem konu, að fara upp í þennan bíl. Þetta var eitthvað pínu skrýtið þannig að það voru ósjálfráð viðbrögð hjá mér að opna bílinn. Þá er hann læstur og þau halda áfram að reyna að vara mig við. Svo kíki ég inn og mæti augnaráði bílstjórans, þá tekur hann úr lás og ég sest inn í bílinn. Þá segist hann hafa haldið að ég væri með þessu fólki, þess vegna hefði hann læst bílnum. Ég fór að spyrja hann út í þetta og þá hafði hann orðið fyrir einhverjum aðsúgi frá þessu fólki.“ Atvikum hafi fjölgað undanfarið Hún hafi þá rætt við manninn og hann sagst vera frá Afríku og hafa upplifað mörg atvik sem þetta upp á síðkastið. Þannig að hann væri orðinn hræddur um barnið sitt hér á landi, hann væri orðinn smeykur. „Ég spyr hann eitthvað nánar út í það og mér skilst að hann eigi íslenska konu og hafi búið hér í mörg, mörg ár. Hann sagði að þetta hefði ekki verið svona áður. Þetta væri eitthvað sem greinilega væri að færast í vöxt. Hann talaði sig út um það hvað honum þetta óþægilegt.“ Tengdu yfir fléttum sem hún fékk á Malaga Auður segir að svo skemmtilega hafi viljað til að hún hafi nokkrum dögum áður verið á Malaga á Spáni og fengið fléttur í hárið frá konu frá fæðingarlandi mannsins. Hún kunni ekki við að segja hvaðan hann er, enda viti hún ekki hvort hann vilji það. „Ég sýni honum þessar fléttur sem ég var með í hárinu þannig að við tengjum aðeins og förum að tala um fæðingarlandið hans, sem hann heimsækir reglulega. Þá fer hann að segja mér alls konar skemmtilegt um það land og fróðlegt. Við kvöddumst svo innilega.“ Hún hafi ekki hoggið eftir því hvernig leigubíllinn var merktur en ferðin hafi endað með besta móti og hún greitt eðlilegt verð. Atvikið setið í henni Þá segir að Auður að atvikið hafi setið í henni síðustu daga, það hafi verið stærra en hún gerði sér grein fyrir á meðan það gekk yfir. Það hafi í raun verið óhugnanlegt og hún vildi nú að hún hefði rætt betur við manninn. Hún hafi tekið eftir því að orðræðan í garð útlendinga hafi farið harðnandi og fólk sé farið að segja hluti opinberlega sem það búraðist með áður fyrr. Til dæmis nefnir hún athugasemdakerfi hinna ýmsu fjölmiðla, til að mynda undir frétt DV, sem skrifuð var upp úr færslu hennar á Facebook. Þegar þessi frétt er rituð má þar lesa áttatíu athugasemdir, misalmennilegar í garð útlendinga. Að lokum vill Auður benda fólki á að það geti gerst sekt um ofbeldi, hvort sem það er með háttsemi á borð við þá sem hópurinn á Ingólfstorgi sýndi af sér eða athugasemdum á netinu.
Leigubílar Reykjavík Innflytjendamál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fleiri fréttir Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Sjá meira