„Ég held að þetta sé ekki bóla“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 30. júlí 2025 20:04 Jónas Páll Björnsson, framkvæmdastjóri Tennishallarinnar í Kópavogi, og Jón Sigurðsson, einn tveggja eigenda Sporthússins. vísir/bjarni Framkvæmdir standa yfir að samtals tíu padelvöllum í tveimur íþróttahúsum sem eru hlið við hlið og í beinni samkeppni við hvort annað. Þrátt fyrir það taka fyrirsvarsmenn íþróttahúsanna samkeppninni fagnandi enda eftirspurnin gífurleg. Svo virðist sem að hálfgert Padel æði hafi gripið um sig meðal landans en hér í Tennishöllinni í Kópavogi standa yfir framkvæmdir til að bæta við sex padel völlum til að mæta gríðarlegri eftirspurn en það er ekki eina. Því að steinsnar frá í Sporthúsinu standa einnig yfir framkvæmdir þar sem verið er að skipta út fótboltavöllum fyrir fjóra padelvelli. Góð hreyfing sem sé fyrir alla Eina padelaðstaðan hér á landi hefur lengi vel verið tveir vellir í Tennishöllinni sem voru opnaðir árið 2020 en verða tólf talsins fyrir lok árs. Vinsældir sportsins hafa aukist í veldisvexti frá 2020. En hvað útskýrir þessa miklu aukningu í vinsældum? „Fyrst og fremst að þetta er svo skemmtilegt og maður er kannski fljótur að ná tökum á þessu. Þetta er góð hreyfing og mjög félagslegt. Fólk er að kynnast,“ segir Jónas Páll Björnsson, framkvæmdastjóri Tennishallarinnar í Kópavogi. Svona mun Tennishöllin í Kópavogi líta út þegar framkvæmdum verður lokið. aðsend „Ég held bara að þetta snúist um það að padel er frábær íþrótt fyrir allt og alla. Fólk getur spilað þetta fram eftir öllum aldri,“ segir Jón Sigurðsson, einn tveggja eigenda Sporthússins. Taka samkeppni fagnandi Báðir taka þeir samkeppninni fagnandi og hafa gaman af því að padelvellir spretti upp í húsum sem eru hlið við hlið. „Mér finnst það bara æðislegt. Tennishöllin er búin að gera frábæra hluti með Padel og tennis. Ótrúlega gaman og vonandi getum við keyrt þetta saman og haldið keppnir og mót og gert þetta að íslensku sporti,“ segir Þröstur. Svona verður umhorfs í Sporthúsinu þegar að framkvæmdum þar verður lokið. aðsend „Sporthúsið er náttúrulega gamla Tennishöllin svo vissulega er það sigur fyrir okkur að það sé komin spaðaíþrótt í Sporthúsið, gömlu Tennishöllina. Svo við getum bara verið ánægðir með það,“ segir Jónas. Telja að eftirspurn muni mæta framboði Hvorki Jónas né Þröstur hafa áhyggjur af því að vellirnir reynist of margir á litlu svæði fyrir eftirspurnina. Til að mynda telji biðlistinn hjá Tennishöllinni yfir 200 manns. „Ég held að þetta sé ekki bóla. Þetta er svo skemmtilegt. Ég er mjög bjartsýnn á þetta og ég held að þetta sé bara rétt að byrja og eigi eftir að verða enn þá vinsælla eftir því sem fólk kemst að og fær að prófa þetta,“ segir Jónas. Aðstaðan í Tennishöllinni mun líta svona út fyrir lok árs miðað við núverandi plön.aðsend „Við höfum ekkert auglýst og sendum bara frá okkur eina fréttatilkynningu og við erum komin í um það bil 50 prósent bókun fyrir næsta árið svo það er greinilega mikil eftirspurn,“ segir Þröstur. Padel Kópavogur Heilsa Tennis Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Svo virðist sem að hálfgert Padel æði hafi gripið um sig meðal landans en hér í Tennishöllinni í Kópavogi standa yfir framkvæmdir til að bæta við sex padel völlum til að mæta gríðarlegri eftirspurn en það er ekki eina. Því að steinsnar frá í Sporthúsinu standa einnig yfir framkvæmdir þar sem verið er að skipta út fótboltavöllum fyrir fjóra padelvelli. Góð hreyfing sem sé fyrir alla Eina padelaðstaðan hér á landi hefur lengi vel verið tveir vellir í Tennishöllinni sem voru opnaðir árið 2020 en verða tólf talsins fyrir lok árs. Vinsældir sportsins hafa aukist í veldisvexti frá 2020. En hvað útskýrir þessa miklu aukningu í vinsældum? „Fyrst og fremst að þetta er svo skemmtilegt og maður er kannski fljótur að ná tökum á þessu. Þetta er góð hreyfing og mjög félagslegt. Fólk er að kynnast,“ segir Jónas Páll Björnsson, framkvæmdastjóri Tennishallarinnar í Kópavogi. Svona mun Tennishöllin í Kópavogi líta út þegar framkvæmdum verður lokið. aðsend „Ég held bara að þetta snúist um það að padel er frábær íþrótt fyrir allt og alla. Fólk getur spilað þetta fram eftir öllum aldri,“ segir Jón Sigurðsson, einn tveggja eigenda Sporthússins. Taka samkeppni fagnandi Báðir taka þeir samkeppninni fagnandi og hafa gaman af því að padelvellir spretti upp í húsum sem eru hlið við hlið. „Mér finnst það bara æðislegt. Tennishöllin er búin að gera frábæra hluti með Padel og tennis. Ótrúlega gaman og vonandi getum við keyrt þetta saman og haldið keppnir og mót og gert þetta að íslensku sporti,“ segir Þröstur. Svona verður umhorfs í Sporthúsinu þegar að framkvæmdum þar verður lokið. aðsend „Sporthúsið er náttúrulega gamla Tennishöllin svo vissulega er það sigur fyrir okkur að það sé komin spaðaíþrótt í Sporthúsið, gömlu Tennishöllina. Svo við getum bara verið ánægðir með það,“ segir Jónas. Telja að eftirspurn muni mæta framboði Hvorki Jónas né Þröstur hafa áhyggjur af því að vellirnir reynist of margir á litlu svæði fyrir eftirspurnina. Til að mynda telji biðlistinn hjá Tennishöllinni yfir 200 manns. „Ég held að þetta sé ekki bóla. Þetta er svo skemmtilegt. Ég er mjög bjartsýnn á þetta og ég held að þetta sé bara rétt að byrja og eigi eftir að verða enn þá vinsælla eftir því sem fólk kemst að og fær að prófa þetta,“ segir Jónas. Aðstaðan í Tennishöllinni mun líta svona út fyrir lok árs miðað við núverandi plön.aðsend „Við höfum ekkert auglýst og sendum bara frá okkur eina fréttatilkynningu og við erum komin í um það bil 50 prósent bókun fyrir næsta árið svo það er greinilega mikil eftirspurn,“ segir Þröstur.
Padel Kópavogur Heilsa Tennis Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira