Innlent

Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suður­landi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Gasmengunarspá Veðurstofu Íslands. Fylgjast má með stöðu mála á loftgæði.is.
Gasmengunarspá Veðurstofu Íslands. Fylgjast má með stöðu mála á loftgæði.is.

Gosvirkni er enn stöðug í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni og líkt og í gær er hún bundin við einn gíg. Hraun rennur áfram til austurs í Fagradal.

Frá þessu er greint í tilkynningu Veðurstofu Íslands.

Þar segir að seinnipartinn í gær og fram á kvöld hafi gosmóða mælst á suðvestur- og suðurhluta landsins. Í dag muni mengunin berast til austurs og norðausturs. Þannig gæti hennar orðið vart á Suðurlandi í dag og á höfuðborgarsvæðinu í kvöld.

Fylgjast má með stöðu mála á loftgæði.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×