Gosmóðan fýkur á brott Árni Sæberg skrifar 23. júlí 2025 10:29 Gosmóðan getur farið illa í marga. Vísir/Ívar Fannar Gosmóðan sem hefur gert íbúum suðvesturhornsins lífið leitt síðustu daga fýkur að öllum líkindum á brott í norðaustur með vaxandi suðvestanátt í fyrramálið. Hennar verður þó enn vart á Suðurnesjum. Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar í morgun segir að virkni í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni sé enn stöðug. Þar segir jafnframt að seinnipartinn í gær og fram á kvöld hafi gasmengun mælst á suðvestur- og suðurhluta landsins. Í dag muni mengunin berast til austurs og norðausturs. Þannig gæti hennar orðið vart á Suðurlandi í dag og á höfuðborgarsvæðinu í kvöld. Vindur og rigning Undanfarna daga hefur blámóða, eða svokölluð gosmóða, legið víða yfir landinu, helst á suður- og vesturhluta landsins. Blámóða er gömul gasmengun sem búin er að hvarfast og því mælist hún ekki beint á mælum Umhverfis- og orkustofnunar, sem nema hana sem „fínt svifryk“. Það horfir breytinga á morgun með vaxandi suðaustanátt, sem verður á bilinu átta til fimmtán metrar á sekúndu, hvassast vestan- og sunnantil, að sögn Marcels de Vries, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Með henni fjúki gosmóðan frá höfuðborgarsvæðinu í norðvesturátt. Þá fylgi lægðinni úrkoma, sem dragi enn frekar úr gosmóðunni. Hennar verði aðeins vart á Suðurnesjum. Erfitt að segja til um framhaldið Aftur á móti dragi fljótt úr vindi þrátt fyrir að stöðugt gott veður sé ekki í kortunum næstu daga. Úrkoma verði víðast hvar næstu daga en ekki stöðug. „Það er erfitt að segja [varðandi gosmóðu] af því að af og til verður hæg breytileg átt og þá þarf ekki mikinn tíma til að gosmóðan safnist aftur. Við þurfum að skoða þetta á hverjum degi.“ Eldgos og jarðhræringar Loftgæði Eldgos á Reykjanesskaga Veður Tengdar fréttir Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Loftgæði á höfuðborgarsvæðinu mælast töluvert betri í dag en í gær. Enn er þó svifryksmengun yfir Reykjanesskaga og á Ísafirði mælast loftgæði óholl. Á miðvikudag gæti síðan aftur farið að byggjast upp mengun á gosstöðvunum vegna hægs vinds. 22. júlí 2025 08:36 Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur, segir erfitt að segja til um hvenær gosmóðan sem nú liggur víða yfir landinu fari á brott. Mögulega verði það seint í nótt, en hún gæti einnig setið sem fastast þangað til á fimmtudag. 21. júlí 2025 21:02 „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Mælt er með því að takmarka mikla áreynslu utandyra vegna talsverðrar gasmengunar sem hefur gert vart við sig á höfuðborgarsvæðinu það sem af er dagi. Lungnalæknir segir að hraust fólk yfir tvítugu þurfi ekki að hafa áhyggjur af menguninni. 21. júlí 2025 12:08 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar í morgun segir að virkni í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni sé enn stöðug. Þar segir jafnframt að seinnipartinn í gær og fram á kvöld hafi gasmengun mælst á suðvestur- og suðurhluta landsins. Í dag muni mengunin berast til austurs og norðausturs. Þannig gæti hennar orðið vart á Suðurlandi í dag og á höfuðborgarsvæðinu í kvöld. Vindur og rigning Undanfarna daga hefur blámóða, eða svokölluð gosmóða, legið víða yfir landinu, helst á suður- og vesturhluta landsins. Blámóða er gömul gasmengun sem búin er að hvarfast og því mælist hún ekki beint á mælum Umhverfis- og orkustofnunar, sem nema hana sem „fínt svifryk“. Það horfir breytinga á morgun með vaxandi suðaustanátt, sem verður á bilinu átta til fimmtán metrar á sekúndu, hvassast vestan- og sunnantil, að sögn Marcels de Vries, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Með henni fjúki gosmóðan frá höfuðborgarsvæðinu í norðvesturátt. Þá fylgi lægðinni úrkoma, sem dragi enn frekar úr gosmóðunni. Hennar verði aðeins vart á Suðurnesjum. Erfitt að segja til um framhaldið Aftur á móti dragi fljótt úr vindi þrátt fyrir að stöðugt gott veður sé ekki í kortunum næstu daga. Úrkoma verði víðast hvar næstu daga en ekki stöðug. „Það er erfitt að segja [varðandi gosmóðu] af því að af og til verður hæg breytileg átt og þá þarf ekki mikinn tíma til að gosmóðan safnist aftur. Við þurfum að skoða þetta á hverjum degi.“
Eldgos og jarðhræringar Loftgæði Eldgos á Reykjanesskaga Veður Tengdar fréttir Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Loftgæði á höfuðborgarsvæðinu mælast töluvert betri í dag en í gær. Enn er þó svifryksmengun yfir Reykjanesskaga og á Ísafirði mælast loftgæði óholl. Á miðvikudag gæti síðan aftur farið að byggjast upp mengun á gosstöðvunum vegna hægs vinds. 22. júlí 2025 08:36 Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur, segir erfitt að segja til um hvenær gosmóðan sem nú liggur víða yfir landinu fari á brott. Mögulega verði það seint í nótt, en hún gæti einnig setið sem fastast þangað til á fimmtudag. 21. júlí 2025 21:02 „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Mælt er með því að takmarka mikla áreynslu utandyra vegna talsverðrar gasmengunar sem hefur gert vart við sig á höfuðborgarsvæðinu það sem af er dagi. Lungnalæknir segir að hraust fólk yfir tvítugu þurfi ekki að hafa áhyggjur af menguninni. 21. júlí 2025 12:08 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Loftgæði á höfuðborgarsvæðinu mælast töluvert betri í dag en í gær. Enn er þó svifryksmengun yfir Reykjanesskaga og á Ísafirði mælast loftgæði óholl. Á miðvikudag gæti síðan aftur farið að byggjast upp mengun á gosstöðvunum vegna hægs vinds. 22. júlí 2025 08:36
Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur, segir erfitt að segja til um hvenær gosmóðan sem nú liggur víða yfir landinu fari á brott. Mögulega verði það seint í nótt, en hún gæti einnig setið sem fastast þangað til á fimmtudag. 21. júlí 2025 21:02
„Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Mælt er með því að takmarka mikla áreynslu utandyra vegna talsverðrar gasmengunar sem hefur gert vart við sig á höfuðborgarsvæðinu það sem af er dagi. Lungnalæknir segir að hraust fólk yfir tvítugu þurfi ekki að hafa áhyggjur af menguninni. 21. júlí 2025 12:08