„Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Smári Jökull Jónsson skrifar 23. júlí 2025 21:10 Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri Vestmannaeyja. Vísir/Ívar Fannar Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir sjávarútveginn hafa misst samtalið við íslensku þjóðina. Sveitarfélögin hafi viljað taka málið áfram í skrefum svo hægt væri að undirbúa þau betur vegna þeirra áhrifa sem hækkun veiðigjalda hefur. Veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra var samþykkt þann 14. júlí á Alþingi eftir metumræðu. Óhætt er að segja að málið hafi klofið þjóðina og umræðan um hækkun gjaldsins oft á tíðum verið hörð. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja telur alla þá sem tóku þátt í umræðunni hafa gert það af góðum hug en gaman hefði verið ef fleiri hefðu tekið þátt. „Ég held að sjávarútvegurinn hafi svolítið misst samtalið við þjóðina fyrir nokkuð mörgum árum. Bara til þess að það sé skilningur á því hverju sjávarútvegur skilar okkur öllum. Við tölum um þetta sem einhver stór fyrirtæki sem eru bara í tómarúmi en það er auðvitað ekki,“ sagði Íris í kvöldfréttum Sýnar. Vantar tugi milljarða í gjaldeyristekjur Hún deilir áhyggjum þeirra sem óttast að fjárfesting sjávarútvegsfyrirtækja gæti minnkað. Hún telur ekki skorta skilning almennings en hægt sé að taka betri umræðu um sjávarútveg og hverju hann skilar. „Af hverju hann er svona mikilvægur fyrir ekki bara sjávarútvegssveitarfélögin heldur þjóðhagslega mikilvægur. Loðnuvertíð er gott dæmi um það, það vantar tugi milljarða í gjaldeyristekjur vegna þess að hér ekki loðna og það hefur ekki verið alvöru loðnuvertíð í tvö ár.“ Vildu taka málið áfram í skrefum Íris er formaður stjórnar sjávarútvegssveitarfélaga. Hún segir sveitarfélögin hafa viljað taka upp samtal og taka málið áfram í skrefum, sjávarútvegurinn skipti Eyjarnar gríðarlega miklu máli en ekkert kerfi sé þannig að ekki megi endurskoða það. Hún segir að í útsvarsgrunni Vestmannaeyja komi rúmlega 30% teknanna frá sjávarútvegi. „Ríkisstjórnin vill hækka veiðigjöldin og það liggur fyrir. Við vorum ekki að mótmæla því þannig séð en við vildum að það yrði gert með þeim þætti að það yrði fyrirsjáanleiki og við gætum undirbúið okkur af því þetta hefur klárlega áhrif á útvarsgrunn sveitarfélaganna,“ sagði Íris að lokum. Leiðrétting: Í fyrstu útgáfu fréttarinnar var haft eftir Írisi að hún vildi taka málið í skrefum með ríkisstjórninni. Rétt er að hún vildi að málið yrði unnið áfram í skrefum. Vestmannaeyjar Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Sjá meira
Veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra var samþykkt þann 14. júlí á Alþingi eftir metumræðu. Óhætt er að segja að málið hafi klofið þjóðina og umræðan um hækkun gjaldsins oft á tíðum verið hörð. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja telur alla þá sem tóku þátt í umræðunni hafa gert það af góðum hug en gaman hefði verið ef fleiri hefðu tekið þátt. „Ég held að sjávarútvegurinn hafi svolítið misst samtalið við þjóðina fyrir nokkuð mörgum árum. Bara til þess að það sé skilningur á því hverju sjávarútvegur skilar okkur öllum. Við tölum um þetta sem einhver stór fyrirtæki sem eru bara í tómarúmi en það er auðvitað ekki,“ sagði Íris í kvöldfréttum Sýnar. Vantar tugi milljarða í gjaldeyristekjur Hún deilir áhyggjum þeirra sem óttast að fjárfesting sjávarútvegsfyrirtækja gæti minnkað. Hún telur ekki skorta skilning almennings en hægt sé að taka betri umræðu um sjávarútveg og hverju hann skilar. „Af hverju hann er svona mikilvægur fyrir ekki bara sjávarútvegssveitarfélögin heldur þjóðhagslega mikilvægur. Loðnuvertíð er gott dæmi um það, það vantar tugi milljarða í gjaldeyristekjur vegna þess að hér ekki loðna og það hefur ekki verið alvöru loðnuvertíð í tvö ár.“ Vildu taka málið áfram í skrefum Íris er formaður stjórnar sjávarútvegssveitarfélaga. Hún segir sveitarfélögin hafa viljað taka upp samtal og taka málið áfram í skrefum, sjávarútvegurinn skipti Eyjarnar gríðarlega miklu máli en ekkert kerfi sé þannig að ekki megi endurskoða það. Hún segir að í útsvarsgrunni Vestmannaeyja komi rúmlega 30% teknanna frá sjávarútvegi. „Ríkisstjórnin vill hækka veiðigjöldin og það liggur fyrir. Við vorum ekki að mótmæla því þannig séð en við vildum að það yrði gert með þeim þætti að það yrði fyrirsjáanleiki og við gætum undirbúið okkur af því þetta hefur klárlega áhrif á útvarsgrunn sveitarfélaganna,“ sagði Íris að lokum. Leiðrétting: Í fyrstu útgáfu fréttarinnar var haft eftir Írisi að hún vildi taka málið í skrefum með ríkisstjórninni. Rétt er að hún vildi að málið yrði unnið áfram í skrefum.
Vestmannaeyjar Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Sjá meira