Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júlí 2025 17:32 Charlie Woods getur ekki leynt vonbrigðum sínum eftir slæmt teighögg. Getty/Tim Heitman Charlie Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn á bandaríska áhugamannamóti unglinga, U.S. Junior Amateur. Tiger Woods var mættur á svæðið til að horfa á soninn en strákurinn brást bogalistin fyrir framan pabba sinn. Woods lék fyrstu tvo hringina á 155 höggum eða fjórtán höggum yfir pari. Hann var í 216. sæti af 264 keppendum. Það var einkum fyrsti hringurinn sem fór með hann því Charlie lék á 81 höggi eða ellefu höggum yfir pari. Hann bætti sig um sjö högg á öðrum degi en það var ekki nóg. Þetta er annað árið í röð sem hann kemst ekki í gegnum niðurskurðinn á þessu árlega móti. Það að hann hafi verið tíu höggum frá því að ná niðurskurðinum hljóta hins vegar að vera mikil vonbrigði. Charlie Woods hafði unnið Team TaylorMade Invitational mótið á Flórída í maí. Hann spilaði þá lokahringinn á 66 höggum og vann með þremur höggum. Það lofaði góðu fyrir framhaldið en það virðist ætla að vera bið á því að Charlie komi sér í hóp bestu kylfinga á sínum aldri. Faðir hans var undrabarn en Charlie hefur enn góðan tíma til að bæta sinn leik enda enn bara sextán ára gamall. Veigar einu höggi frá því Íslendingurinn Veigar Heiðarsson tók líka þátt í mótinu en hann náði ekki niðurskurðinum. Hann spilaði þó mun betur en Charlie eða á 145 höggum samtals eða fjórum höggum yfir pari. Það munaði grátlega litlu að Veigar kæmist áfram því hann var aðeins einu höggi frá því. View this post on Instagram A post shared by Golf on CBS (@golfoncbs) Golf Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Tiger Woods var mættur á svæðið til að horfa á soninn en strákurinn brást bogalistin fyrir framan pabba sinn. Woods lék fyrstu tvo hringina á 155 höggum eða fjórtán höggum yfir pari. Hann var í 216. sæti af 264 keppendum. Það var einkum fyrsti hringurinn sem fór með hann því Charlie lék á 81 höggi eða ellefu höggum yfir pari. Hann bætti sig um sjö högg á öðrum degi en það var ekki nóg. Þetta er annað árið í röð sem hann kemst ekki í gegnum niðurskurðinn á þessu árlega móti. Það að hann hafi verið tíu höggum frá því að ná niðurskurðinum hljóta hins vegar að vera mikil vonbrigði. Charlie Woods hafði unnið Team TaylorMade Invitational mótið á Flórída í maí. Hann spilaði þá lokahringinn á 66 höggum og vann með þremur höggum. Það lofaði góðu fyrir framhaldið en það virðist ætla að vera bið á því að Charlie komi sér í hóp bestu kylfinga á sínum aldri. Faðir hans var undrabarn en Charlie hefur enn góðan tíma til að bæta sinn leik enda enn bara sextán ára gamall. Veigar einu höggi frá því Íslendingurinn Veigar Heiðarsson tók líka þátt í mótinu en hann náði ekki niðurskurðinum. Hann spilaði þó mun betur en Charlie eða á 145 höggum samtals eða fjórum höggum yfir pari. Það munaði grátlega litlu að Veigar kæmist áfram því hann var aðeins einu höggi frá því. View this post on Instagram A post shared by Golf on CBS (@golfoncbs)
Golf Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira