Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Bjarki Sigurðsson skrifar 24. júlí 2025 12:01 Forysta Sjálfstæðisflokksins sem var kjörin á landsfundi flokksins um mánaðamótin febrúar mars á þessu ári. Frá vinstri: Vilhjálmur Árnason, ritari, Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður, og Jens Garðar Helgason, varaformaður. Vísir/Anton Brink Samfylkingin mælist langstærsti flokkurinn í nýrri könnun Maskínu, með 31 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn er næststærstur með átján prósent, en það vekur athygli að fylgi flokksins dalaði verulega við þinglok og hefur sjaldan mælst jafn lítið í könnunum Maskínu. Varaformaðurinn telur hækkuð veiðigjöld skila auknu fylgi til flokksins. Samfylkingin mælist með 31,2 prósent á landsvísu, Sjálfstæðisflokkurinn átján prósent, Viðreisn rúm sextán og Miðflokkur tæp tíu. Framsókn mælist með 6,8 prósent fylgi, Flokkur fólksins 6,6, Píratar fimm prósent, VG 3,4 prósent og Sósíalistar með 2,9 prósent. Sósíalistar og Miðflokkur tapa mestu Samfylking bætir við sig þremur prósentustigum, mest allra flokka, milli mánaða. Miðflokkur tapar mestu fylgi, einnig þremur prósentustigum, og Sósíalistar tapa einu og hálfu prósentustigi. Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn bæta lítillega við sig en aðrir standa um það bil í stað. Niðurstöðurnar eru í raun samsettar úr tveimur könnunum. Sú fyrri var framkvæmd vikuna áður en 71. grein þingskapalaga var beitt til að stöðva umræðu um veiðigjöldin, og sú seinni dagana eftir þinglok. Athygli vekur að fylgi Sjálfstæðisflokks og Miðflokks dalaði verulega eftir þinglok. Sjálfstæðisflokkur fór úr tuttugu prósentum í 15,7 prósent, og fylgi Miðflokks úr 11,2 í 8,4. Viðreisn bætti við sig en fylgi annarra flokka breyttist ekki verulega. Langt í land Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir erfitt að lesa of mikið í eina könnun. „Ég held að við verðum að sjá hvernig fylgið þróast á næstunni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur síðustu vikur staðið á sínum prinsippum, barist gegn skattahækkunum ríkisstjórnarinnar og fleiri málum. Okkur tókst að stoppa fleiri mál sem lágu fyrir. Ég held að við eigum eftir að sjá þegar líður á haustið hvernig kannanirnar þróast,“ segir Jens Garðar. Áhugaverðar tölur má finna hér, til dæmis er Sjálfstæðisflokkur eingöngu með 8,8 prósent á Norðurlandi, fylgi Framsóknar er svipað á höfuðborgarsvæðinu og Austurlandi, og fylgi þriggja stærstu flokkanna meðal yngsta aldurshópsins mjög svipað. Fylgið komi til baka Fylgi flokksins mælist lang minnst á Norðurlandi, einungis 8,8 prósent. Jens Garðar telur að þegar áhrif hækkunar á veiðigjöldum komi fram muni fylgið aukast. Lögin taka gildi 1. nóvember næstkomandi. „Við höfum verið að taka slag fyrir til dæmis byggðirnar fyrir norðan. Það eru miklar skattahækkanir að bresta á svæðin hér fyrir austan, norðan og víðar um land. Ég held að það eigi eftir að skila sér í könnunum þegar fram líða stundir,“ segir Jens Garðar. Könnun þessi var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e.panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur voru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar, þannig að úrtakið endurspeglar þjóðina prýðilega. Viðvigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun. Niðurstöður eru úr tveimur könnunum. Sú fyrri var framkvæmd dagana 4. til 10. júlí og sú seinni dagana 18. til 23. júlí. Alls tóku afstöðu 1.855 samanlagt í báðum könnunum. Skoðanakannanir Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Píratar Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Alþingi Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Sjá meira
Samfylkingin mælist með 31,2 prósent á landsvísu, Sjálfstæðisflokkurinn átján prósent, Viðreisn rúm sextán og Miðflokkur tæp tíu. Framsókn mælist með 6,8 prósent fylgi, Flokkur fólksins 6,6, Píratar fimm prósent, VG 3,4 prósent og Sósíalistar með 2,9 prósent. Sósíalistar og Miðflokkur tapa mestu Samfylking bætir við sig þremur prósentustigum, mest allra flokka, milli mánaða. Miðflokkur tapar mestu fylgi, einnig þremur prósentustigum, og Sósíalistar tapa einu og hálfu prósentustigi. Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn bæta lítillega við sig en aðrir standa um það bil í stað. Niðurstöðurnar eru í raun samsettar úr tveimur könnunum. Sú fyrri var framkvæmd vikuna áður en 71. grein þingskapalaga var beitt til að stöðva umræðu um veiðigjöldin, og sú seinni dagana eftir þinglok. Athygli vekur að fylgi Sjálfstæðisflokks og Miðflokks dalaði verulega eftir þinglok. Sjálfstæðisflokkur fór úr tuttugu prósentum í 15,7 prósent, og fylgi Miðflokks úr 11,2 í 8,4. Viðreisn bætti við sig en fylgi annarra flokka breyttist ekki verulega. Langt í land Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir erfitt að lesa of mikið í eina könnun. „Ég held að við verðum að sjá hvernig fylgið þróast á næstunni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur síðustu vikur staðið á sínum prinsippum, barist gegn skattahækkunum ríkisstjórnarinnar og fleiri málum. Okkur tókst að stoppa fleiri mál sem lágu fyrir. Ég held að við eigum eftir að sjá þegar líður á haustið hvernig kannanirnar þróast,“ segir Jens Garðar. Áhugaverðar tölur má finna hér, til dæmis er Sjálfstæðisflokkur eingöngu með 8,8 prósent á Norðurlandi, fylgi Framsóknar er svipað á höfuðborgarsvæðinu og Austurlandi, og fylgi þriggja stærstu flokkanna meðal yngsta aldurshópsins mjög svipað. Fylgið komi til baka Fylgi flokksins mælist lang minnst á Norðurlandi, einungis 8,8 prósent. Jens Garðar telur að þegar áhrif hækkunar á veiðigjöldum komi fram muni fylgið aukast. Lögin taka gildi 1. nóvember næstkomandi. „Við höfum verið að taka slag fyrir til dæmis byggðirnar fyrir norðan. Það eru miklar skattahækkanir að bresta á svæðin hér fyrir austan, norðan og víðar um land. Ég held að það eigi eftir að skila sér í könnunum þegar fram líða stundir,“ segir Jens Garðar. Könnun þessi var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e.panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur voru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar, þannig að úrtakið endurspeglar þjóðina prýðilega. Viðvigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun. Niðurstöður eru úr tveimur könnunum. Sú fyrri var framkvæmd dagana 4. til 10. júlí og sú seinni dagana 18. til 23. júlí. Alls tóku afstöðu 1.855 samanlagt í báðum könnunum.
Könnun þessi var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e.panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur voru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar, þannig að úrtakið endurspeglar þjóðina prýðilega. Viðvigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun. Niðurstöður eru úr tveimur könnunum. Sú fyrri var framkvæmd dagana 4. til 10. júlí og sú seinni dagana 18. til 23. júlí. Alls tóku afstöðu 1.855 samanlagt í báðum könnunum.
Skoðanakannanir Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Píratar Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Alþingi Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Sjá meira