Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Bjarki Sigurðsson skrifar 24. júlí 2025 12:01 Forysta Sjálfstæðisflokksins sem var kjörin á landsfundi flokksins um mánaðamótin febrúar mars á þessu ári. Frá vinstri: Vilhjálmur Árnason, ritari, Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður, og Jens Garðar Helgason, varaformaður. Vísir/Anton Brink Samfylkingin mælist langstærsti flokkurinn í nýrri könnun Maskínu, með 31 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn er næststærstur með átján prósent, en það vekur athygli að fylgi flokksins dalaði verulega við þinglok og hefur sjaldan mælst jafn lítið í könnunum Maskínu. Varaformaðurinn telur hækkuð veiðigjöld skila auknu fylgi til flokksins. Samfylkingin mælist með 31,2 prósent á landsvísu, Sjálfstæðisflokkurinn átján prósent, Viðreisn rúm sextán og Miðflokkur tæp tíu. Framsókn mælist með 6,8 prósent fylgi, Flokkur fólksins 6,6, Píratar fimm prósent, VG 3,4 prósent og Sósíalistar með 2,9 prósent. Sósíalistar og Miðflokkur tapa mestu Samfylking bætir við sig þremur prósentustigum, mest allra flokka, milli mánaða. Miðflokkur tapar mestu fylgi, einnig þremur prósentustigum, og Sósíalistar tapa einu og hálfu prósentustigi. Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn bæta lítillega við sig en aðrir standa um það bil í stað. Niðurstöðurnar eru í raun samsettar úr tveimur könnunum. Sú fyrri var framkvæmd vikuna áður en 71. grein þingskapalaga var beitt til að stöðva umræðu um veiðigjöldin, og sú seinni dagana eftir þinglok. Athygli vekur að fylgi Sjálfstæðisflokks og Miðflokks dalaði verulega eftir þinglok. Sjálfstæðisflokkur fór úr tuttugu prósentum í 15,7 prósent, og fylgi Miðflokks úr 11,2 í 8,4. Viðreisn bætti við sig en fylgi annarra flokka breyttist ekki verulega. Langt í land Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir erfitt að lesa of mikið í eina könnun. „Ég held að við verðum að sjá hvernig fylgið þróast á næstunni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur síðustu vikur staðið á sínum prinsippum, barist gegn skattahækkunum ríkisstjórnarinnar og fleiri málum. Okkur tókst að stoppa fleiri mál sem lágu fyrir. Ég held að við eigum eftir að sjá þegar líður á haustið hvernig kannanirnar þróast,“ segir Jens Garðar. Áhugaverðar tölur má finna hér, til dæmis er Sjálfstæðisflokkur eingöngu með 8,8 prósent á Norðurlandi, fylgi Framsóknar er svipað á höfuðborgarsvæðinu og Austurlandi, og fylgi þriggja stærstu flokkanna meðal yngsta aldurshópsins mjög svipað. Fylgið komi til baka Fylgi flokksins mælist lang minnst á Norðurlandi, einungis 8,8 prósent. Jens Garðar telur að þegar áhrif hækkunar á veiðigjöldum komi fram muni fylgið aukast. Lögin taka gildi 1. nóvember næstkomandi. „Við höfum verið að taka slag fyrir til dæmis byggðirnar fyrir norðan. Það eru miklar skattahækkanir að bresta á svæðin hér fyrir austan, norðan og víðar um land. Ég held að það eigi eftir að skila sér í könnunum þegar fram líða stundir,“ segir Jens Garðar. Könnun þessi var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e.panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur voru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar, þannig að úrtakið endurspeglar þjóðina prýðilega. Viðvigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun. Niðurstöður eru úr tveimur könnunum. Sú fyrri var framkvæmd dagana 4. til 10. júlí og sú seinni dagana 18. til 23. júlí. Alls tóku afstöðu 1.855 samanlagt í báðum könnunum. Skoðanakannanir Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Píratar Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Alþingi Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Fleiri fréttir Stjórnvöld eigi að sjá sóma sinn í að greiða allan kostnað Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira
Samfylkingin mælist með 31,2 prósent á landsvísu, Sjálfstæðisflokkurinn átján prósent, Viðreisn rúm sextán og Miðflokkur tæp tíu. Framsókn mælist með 6,8 prósent fylgi, Flokkur fólksins 6,6, Píratar fimm prósent, VG 3,4 prósent og Sósíalistar með 2,9 prósent. Sósíalistar og Miðflokkur tapa mestu Samfylking bætir við sig þremur prósentustigum, mest allra flokka, milli mánaða. Miðflokkur tapar mestu fylgi, einnig þremur prósentustigum, og Sósíalistar tapa einu og hálfu prósentustigi. Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn bæta lítillega við sig en aðrir standa um það bil í stað. Niðurstöðurnar eru í raun samsettar úr tveimur könnunum. Sú fyrri var framkvæmd vikuna áður en 71. grein þingskapalaga var beitt til að stöðva umræðu um veiðigjöldin, og sú seinni dagana eftir þinglok. Athygli vekur að fylgi Sjálfstæðisflokks og Miðflokks dalaði verulega eftir þinglok. Sjálfstæðisflokkur fór úr tuttugu prósentum í 15,7 prósent, og fylgi Miðflokks úr 11,2 í 8,4. Viðreisn bætti við sig en fylgi annarra flokka breyttist ekki verulega. Langt í land Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir erfitt að lesa of mikið í eina könnun. „Ég held að við verðum að sjá hvernig fylgið þróast á næstunni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur síðustu vikur staðið á sínum prinsippum, barist gegn skattahækkunum ríkisstjórnarinnar og fleiri málum. Okkur tókst að stoppa fleiri mál sem lágu fyrir. Ég held að við eigum eftir að sjá þegar líður á haustið hvernig kannanirnar þróast,“ segir Jens Garðar. Áhugaverðar tölur má finna hér, til dæmis er Sjálfstæðisflokkur eingöngu með 8,8 prósent á Norðurlandi, fylgi Framsóknar er svipað á höfuðborgarsvæðinu og Austurlandi, og fylgi þriggja stærstu flokkanna meðal yngsta aldurshópsins mjög svipað. Fylgið komi til baka Fylgi flokksins mælist lang minnst á Norðurlandi, einungis 8,8 prósent. Jens Garðar telur að þegar áhrif hækkunar á veiðigjöldum komi fram muni fylgið aukast. Lögin taka gildi 1. nóvember næstkomandi. „Við höfum verið að taka slag fyrir til dæmis byggðirnar fyrir norðan. Það eru miklar skattahækkanir að bresta á svæðin hér fyrir austan, norðan og víðar um land. Ég held að það eigi eftir að skila sér í könnunum þegar fram líða stundir,“ segir Jens Garðar. Könnun þessi var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e.panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur voru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar, þannig að úrtakið endurspeglar þjóðina prýðilega. Viðvigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun. Niðurstöður eru úr tveimur könnunum. Sú fyrri var framkvæmd dagana 4. til 10. júlí og sú seinni dagana 18. til 23. júlí. Alls tóku afstöðu 1.855 samanlagt í báðum könnunum.
Könnun þessi var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e.panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur voru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar, þannig að úrtakið endurspeglar þjóðina prýðilega. Viðvigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun. Niðurstöður eru úr tveimur könnunum. Sú fyrri var framkvæmd dagana 4. til 10. júlí og sú seinni dagana 18. til 23. júlí. Alls tóku afstöðu 1.855 samanlagt í báðum könnunum.
Skoðanakannanir Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Píratar Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Alþingi Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Fleiri fréttir Stjórnvöld eigi að sjá sóma sinn í að greiða allan kostnað Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira