Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Bjarki Sigurðsson skrifar 24. júlí 2025 12:01 Forysta Sjálfstæðisflokksins sem var kjörin á landsfundi flokksins um mánaðamótin febrúar mars á þessu ári. Frá vinstri: Vilhjálmur Árnason, ritari, Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður, og Jens Garðar Helgason, varaformaður. Vísir/Anton Brink Samfylkingin mælist langstærsti flokkurinn í nýrri könnun Maskínu, með 31 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn er næststærstur með átján prósent, en það vekur athygli að fylgi flokksins dalaði verulega við þinglok og hefur sjaldan mælst jafn lítið í könnunum Maskínu. Varaformaðurinn telur hækkuð veiðigjöld skila auknu fylgi til flokksins. Samfylkingin mælist með 31,2 prósent á landsvísu, Sjálfstæðisflokkurinn átján prósent, Viðreisn rúm sextán og Miðflokkur tæp tíu. Framsókn mælist með 6,8 prósent fylgi, Flokkur fólksins 6,6, Píratar fimm prósent, VG 3,4 prósent og Sósíalistar með 2,9 prósent. Sósíalistar og Miðflokkur tapa mestu Samfylking bætir við sig þremur prósentustigum, mest allra flokka, milli mánaða. Miðflokkur tapar mestu fylgi, einnig þremur prósentustigum, og Sósíalistar tapa einu og hálfu prósentustigi. Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn bæta lítillega við sig en aðrir standa um það bil í stað. Niðurstöðurnar eru í raun samsettar úr tveimur könnunum. Sú fyrri var framkvæmd vikuna áður en 71. grein þingskapalaga var beitt til að stöðva umræðu um veiðigjöldin, og sú seinni dagana eftir þinglok. Athygli vekur að fylgi Sjálfstæðisflokks og Miðflokks dalaði verulega eftir þinglok. Sjálfstæðisflokkur fór úr tuttugu prósentum í 15,7 prósent, og fylgi Miðflokks úr 11,2 í 8,4. Viðreisn bætti við sig en fylgi annarra flokka breyttist ekki verulega. Langt í land Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir erfitt að lesa of mikið í eina könnun. „Ég held að við verðum að sjá hvernig fylgið þróast á næstunni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur síðustu vikur staðið á sínum prinsippum, barist gegn skattahækkunum ríkisstjórnarinnar og fleiri málum. Okkur tókst að stoppa fleiri mál sem lágu fyrir. Ég held að við eigum eftir að sjá þegar líður á haustið hvernig kannanirnar þróast,“ segir Jens Garðar. Áhugaverðar tölur má finna hér, til dæmis er Sjálfstæðisflokkur eingöngu með 8,8 prósent á Norðurlandi, fylgi Framsóknar er svipað á höfuðborgarsvæðinu og Austurlandi, og fylgi þriggja stærstu flokkanna meðal yngsta aldurshópsins mjög svipað. Fylgið komi til baka Fylgi flokksins mælist lang minnst á Norðurlandi, einungis 8,8 prósent. Jens Garðar telur að þegar áhrif hækkunar á veiðigjöldum komi fram muni fylgið aukast. Lögin taka gildi 1. nóvember næstkomandi. „Við höfum verið að taka slag fyrir til dæmis byggðirnar fyrir norðan. Það eru miklar skattahækkanir að bresta á svæðin hér fyrir austan, norðan og víðar um land. Ég held að það eigi eftir að skila sér í könnunum þegar fram líða stundir,“ segir Jens Garðar. Könnun þessi var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e.panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur voru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar, þannig að úrtakið endurspeglar þjóðina prýðilega. Viðvigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun. Niðurstöður eru úr tveimur könnunum. Sú fyrri var framkvæmd dagana 4. til 10. júlí og sú seinni dagana 18. til 23. júlí. Alls tóku afstöðu 1.855 samanlagt í báðum könnunum. Skoðanakannanir Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Píratar Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Alþingi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira
Samfylkingin mælist með 31,2 prósent á landsvísu, Sjálfstæðisflokkurinn átján prósent, Viðreisn rúm sextán og Miðflokkur tæp tíu. Framsókn mælist með 6,8 prósent fylgi, Flokkur fólksins 6,6, Píratar fimm prósent, VG 3,4 prósent og Sósíalistar með 2,9 prósent. Sósíalistar og Miðflokkur tapa mestu Samfylking bætir við sig þremur prósentustigum, mest allra flokka, milli mánaða. Miðflokkur tapar mestu fylgi, einnig þremur prósentustigum, og Sósíalistar tapa einu og hálfu prósentustigi. Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn bæta lítillega við sig en aðrir standa um það bil í stað. Niðurstöðurnar eru í raun samsettar úr tveimur könnunum. Sú fyrri var framkvæmd vikuna áður en 71. grein þingskapalaga var beitt til að stöðva umræðu um veiðigjöldin, og sú seinni dagana eftir þinglok. Athygli vekur að fylgi Sjálfstæðisflokks og Miðflokks dalaði verulega eftir þinglok. Sjálfstæðisflokkur fór úr tuttugu prósentum í 15,7 prósent, og fylgi Miðflokks úr 11,2 í 8,4. Viðreisn bætti við sig en fylgi annarra flokka breyttist ekki verulega. Langt í land Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir erfitt að lesa of mikið í eina könnun. „Ég held að við verðum að sjá hvernig fylgið þróast á næstunni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur síðustu vikur staðið á sínum prinsippum, barist gegn skattahækkunum ríkisstjórnarinnar og fleiri málum. Okkur tókst að stoppa fleiri mál sem lágu fyrir. Ég held að við eigum eftir að sjá þegar líður á haustið hvernig kannanirnar þróast,“ segir Jens Garðar. Áhugaverðar tölur má finna hér, til dæmis er Sjálfstæðisflokkur eingöngu með 8,8 prósent á Norðurlandi, fylgi Framsóknar er svipað á höfuðborgarsvæðinu og Austurlandi, og fylgi þriggja stærstu flokkanna meðal yngsta aldurshópsins mjög svipað. Fylgið komi til baka Fylgi flokksins mælist lang minnst á Norðurlandi, einungis 8,8 prósent. Jens Garðar telur að þegar áhrif hækkunar á veiðigjöldum komi fram muni fylgið aukast. Lögin taka gildi 1. nóvember næstkomandi. „Við höfum verið að taka slag fyrir til dæmis byggðirnar fyrir norðan. Það eru miklar skattahækkanir að bresta á svæðin hér fyrir austan, norðan og víðar um land. Ég held að það eigi eftir að skila sér í könnunum þegar fram líða stundir,“ segir Jens Garðar. Könnun þessi var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e.panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur voru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar, þannig að úrtakið endurspeglar þjóðina prýðilega. Viðvigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun. Niðurstöður eru úr tveimur könnunum. Sú fyrri var framkvæmd dagana 4. til 10. júlí og sú seinni dagana 18. til 23. júlí. Alls tóku afstöðu 1.855 samanlagt í báðum könnunum.
Könnun þessi var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e.panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur voru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar, þannig að úrtakið endurspeglar þjóðina prýðilega. Viðvigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun. Niðurstöður eru úr tveimur könnunum. Sú fyrri var framkvæmd dagana 4. til 10. júlí og sú seinni dagana 18. til 23. júlí. Alls tóku afstöðu 1.855 samanlagt í báðum könnunum.
Skoðanakannanir Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Píratar Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Alþingi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira