Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar 25. júlí 2025 08:01 Náttúran minnti vel á sig með gosmóðunni síðustu daga. Um leið og gos gerði vart við sig á Reykjanesskaga 16. júlí sl var Grindavík eins og gefur að skilja rýmd en allt of langan tíma tók að opna aftur fyrir heimamenn og svo almenning þegar ljóst var hvert umfang gossins var. Aðstæður í Grindavík ná ekki í gegn hjá landsmönnum Í kosningabaráttunni síðasta haust varð ég töluvert var við óánægju Grindvíkinga með það hvernig fjölmiðlar mátu og sögðu frá aðstæðum. Ekki var allt á þeirri heljarþröm sem haldið hafði verið fram, aðeins lítið hlutfall eigna í bænum er staðsett á eiginlegu hættusvæði og urðu fyrir skemmdum. Atvinnulífið var vængstíft mun lengur en þurfti og það þrátt fyrir að stór hópur fólks væri tilbúinn að koma til vinnu. Sannarlega var mörgum brugðið og vildu flytja frá svæðinu en þeir sem vildu halda áfram fengu ekkert um það að segja þrátt fyrir að skárri aðstæður fyrir atvinnulíf og búsetu í sveitarfélaginu væru fyrir hendi. Útgjöld áfram mikil hjá Þórkötlu Þegar ég tók sæti varamanns á Alþingi í maí sl. spurði ég efnahags- og fjármalaráðherra út í hver áætlaður kostnaður ríkisins vegna Þórkötlu yrði á yfirstandandi ári og hvernig áætlað væri að sá kostnaður myndi þróast á komandi ári. Fram kom í svari ráðherra að kostnaðurinn gæti orðið allt að 2,8 milljarðar á komandi ári vegna kaupa á húsnæði og rétt tæpur milljarður fer í rekstrarkostnað sem að hluta verði tekinn af láni. Það er því ljóst að kostaður ríkisins er gríðarlegur vegna þeirrar pattstöðu sem enn er uppi. Ráðherra hyggst ekki grípa inn í Í framhaldi spurði ég hvort ráðherra hyggðist grípa til einhverra ráðstafana svo að brottfluttir Grindvíkingar geti snúið aftur heim og draga þar með úr fjárútlátum hins opinbera vegna húsnæðiskaupa ríkisins í Grindavík. Í svari ráðherra kom fram að það væri í höndum Þórkötlu að annast umsýslu húsnæðismála í Grindavík. Í framhaldi fór ráðherra yfir þá skilmála sem fylgja því að gerast hollvinur félagsins og að markmiðið væri að hefja útleigu húsnæðis um leið og aðstæður leyfa. Hvaða aðstæður leyfa? Þegar það er algjörlega í hendi stjórnvalda hvernig málum sem þessum er háttað og einn helsti handhafi framkvæmdavaldsins í þessu máli segir að fasteignafélag á vegum ríkisins fari með ákvarðanatökuna verður maður hlessa. Viðbrögðin við spurningu minni minna óneitanlega á síðustu misseri heimsfaraldursins þar sem ljóst að var að ekki var við frekari lokanir unað, lífið yrði að fá að halda áfram. Handhafar valdsins, hvort sem það voru þeir kjörnu eða þeir sem aðstoðuðu þá fremsta megni vegna sérþekkingar sinnar vildu ekki sleppa tökunum einhverra hluta vegna. Ekki hættulaust að búa í Grindavík frekar en víða annars staðar á landinu Þessi pistill er ritaður í Vestmannaeyjum þar sem einn af okkar færari jarðfræðingum, Ari Trausti Guðmundsson lét hafa eftir sér að væri einn hættulegasti staður landsins til að búa á. Ef ég man rétt var Hveragerði einnig nefnt í samhengi. Punkturinn er sá að við verðum að fara að horfa til framtíðar. Við munum alltaf eiga í höggi við náttúruna í einhverju mæli á meðan við búum hér á þessu landi. Aðlögunarhæfni okkar í aldanna rás hefur sýnt það. Forræðishyggja sem þessi hefur afar takmarkaða getu til að leysa vandamál. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Gísli Stefánsson Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Náttúran minnti vel á sig með gosmóðunni síðustu daga. Um leið og gos gerði vart við sig á Reykjanesskaga 16. júlí sl var Grindavík eins og gefur að skilja rýmd en allt of langan tíma tók að opna aftur fyrir heimamenn og svo almenning þegar ljóst var hvert umfang gossins var. Aðstæður í Grindavík ná ekki í gegn hjá landsmönnum Í kosningabaráttunni síðasta haust varð ég töluvert var við óánægju Grindvíkinga með það hvernig fjölmiðlar mátu og sögðu frá aðstæðum. Ekki var allt á þeirri heljarþröm sem haldið hafði verið fram, aðeins lítið hlutfall eigna í bænum er staðsett á eiginlegu hættusvæði og urðu fyrir skemmdum. Atvinnulífið var vængstíft mun lengur en þurfti og það þrátt fyrir að stór hópur fólks væri tilbúinn að koma til vinnu. Sannarlega var mörgum brugðið og vildu flytja frá svæðinu en þeir sem vildu halda áfram fengu ekkert um það að segja þrátt fyrir að skárri aðstæður fyrir atvinnulíf og búsetu í sveitarfélaginu væru fyrir hendi. Útgjöld áfram mikil hjá Þórkötlu Þegar ég tók sæti varamanns á Alþingi í maí sl. spurði ég efnahags- og fjármalaráðherra út í hver áætlaður kostnaður ríkisins vegna Þórkötlu yrði á yfirstandandi ári og hvernig áætlað væri að sá kostnaður myndi þróast á komandi ári. Fram kom í svari ráðherra að kostnaðurinn gæti orðið allt að 2,8 milljarðar á komandi ári vegna kaupa á húsnæði og rétt tæpur milljarður fer í rekstrarkostnað sem að hluta verði tekinn af láni. Það er því ljóst að kostaður ríkisins er gríðarlegur vegna þeirrar pattstöðu sem enn er uppi. Ráðherra hyggst ekki grípa inn í Í framhaldi spurði ég hvort ráðherra hyggðist grípa til einhverra ráðstafana svo að brottfluttir Grindvíkingar geti snúið aftur heim og draga þar með úr fjárútlátum hins opinbera vegna húsnæðiskaupa ríkisins í Grindavík. Í svari ráðherra kom fram að það væri í höndum Þórkötlu að annast umsýslu húsnæðismála í Grindavík. Í framhaldi fór ráðherra yfir þá skilmála sem fylgja því að gerast hollvinur félagsins og að markmiðið væri að hefja útleigu húsnæðis um leið og aðstæður leyfa. Hvaða aðstæður leyfa? Þegar það er algjörlega í hendi stjórnvalda hvernig málum sem þessum er háttað og einn helsti handhafi framkvæmdavaldsins í þessu máli segir að fasteignafélag á vegum ríkisins fari með ákvarðanatökuna verður maður hlessa. Viðbrögðin við spurningu minni minna óneitanlega á síðustu misseri heimsfaraldursins þar sem ljóst að var að ekki var við frekari lokanir unað, lífið yrði að fá að halda áfram. Handhafar valdsins, hvort sem það voru þeir kjörnu eða þeir sem aðstoðuðu þá fremsta megni vegna sérþekkingar sinnar vildu ekki sleppa tökunum einhverra hluta vegna. Ekki hættulaust að búa í Grindavík frekar en víða annars staðar á landinu Þessi pistill er ritaður í Vestmannaeyjum þar sem einn af okkar færari jarðfræðingum, Ari Trausti Guðmundsson lét hafa eftir sér að væri einn hættulegasti staður landsins til að búa á. Ef ég man rétt var Hveragerði einnig nefnt í samhengi. Punkturinn er sá að við verðum að fara að horfa til framtíðar. Við munum alltaf eiga í höggi við náttúruna í einhverju mæli á meðan við búum hér á þessu landi. Aðlögunarhæfni okkar í aldanna rás hefur sýnt það. Forræðishyggja sem þessi hefur afar takmarkaða getu til að leysa vandamál. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun