Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2025 18:00 Lionel Messi vildi ekki taka þátt í Stjörnuleik MLS deildarinnar, taldi sig þurfa á hvíld að halda. Getty/ Ira L. Black Liðsfélögunum Lionel Messi og Jordi Alba verður refsað fyrir það að skrópa í Stjörnuleik bandarísku MLS deildarinnar. Javier Mascherano, þjálfari Inter Miami, hafði sagt blaðamönnum að leikmennirnir mættu spila næsta leik en MLS-deildin tilkynnti í kvöld að þeir séu báðir að fara í eins leiks bann. Stuðningsmenn kusu Messi og Alba í Stjörnuleikinn en það kom síðan í ljós á leikdegi að hvorugur yrði með. Bandarískir fjölmiðlar hafa fjallað talsvert um þetta mál og sumir líta svo á að Messi hafi sýnt leiknum litla virðingu. Báðir vildu frekar hvíla sig eftir mikið álag á síðustu vikum. Inter Miami þurfti að spila marga leiki á stuttum tíma vegna þátttöku félagsins í heimsmeistarakeppni félagsliða. Messi er með sex tvennur í síðustu sjö leikjum en hann er að spila níutíu mínútur í hverjum leik og þurfti nauðsynlega á hvíld að halda. Yfirmenn MLS deildarinnar tóku eftir allt saman þá afsökun ekki góða og gilda. Samkvæmt reglum deildarinnar þá á leikmaður að fá einn leik í bann fyrir að neita að mæta í leikinn. MLS deildin fylgir þeim reglum og leikmennirnir fá báðir meiri hvíld. Mascherano fagnaði viðburði eins og Stjörnuleiknum en argentínski þjálfarinn telur að deildin þurfi að finna honum betri og hentugri tíma í framtíðinni. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Bandaríski fótboltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira
Javier Mascherano, þjálfari Inter Miami, hafði sagt blaðamönnum að leikmennirnir mættu spila næsta leik en MLS-deildin tilkynnti í kvöld að þeir séu báðir að fara í eins leiks bann. Stuðningsmenn kusu Messi og Alba í Stjörnuleikinn en það kom síðan í ljós á leikdegi að hvorugur yrði með. Bandarískir fjölmiðlar hafa fjallað talsvert um þetta mál og sumir líta svo á að Messi hafi sýnt leiknum litla virðingu. Báðir vildu frekar hvíla sig eftir mikið álag á síðustu vikum. Inter Miami þurfti að spila marga leiki á stuttum tíma vegna þátttöku félagsins í heimsmeistarakeppni félagsliða. Messi er með sex tvennur í síðustu sjö leikjum en hann er að spila níutíu mínútur í hverjum leik og þurfti nauðsynlega á hvíld að halda. Yfirmenn MLS deildarinnar tóku eftir allt saman þá afsökun ekki góða og gilda. Samkvæmt reglum deildarinnar þá á leikmaður að fá einn leik í bann fyrir að neita að mæta í leikinn. MLS deildin fylgir þeim reglum og leikmennirnir fá báðir meiri hvíld. Mascherano fagnaði viðburði eins og Stjörnuleiknum en argentínski þjálfarinn telur að deildin þurfi að finna honum betri og hentugri tíma í framtíðinni. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Bandaríski fótboltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira