Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júlí 2025 07:49 Það var gaman í Laugardalnum í gærkvöldi, allavega í einu húsi. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að sinna í nótt. Fjöldi ökumanna var stöðvaður vegna hrað- eða ölvunaraksturs og einn var vistaður í fangaklefa vegna líkamsárásar. Gleðin var líka víða við völd og fór lögregla í nokkur hávaðaútköll. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 17 í gær til 5 í morgun. Alls voru 88 mál bókuð í kerfum lögreglum og gistu sex fangageymslu í nótt. Klósettsvefn, matarboð og ber að ofan Á umráðasvæði lögreglustöðvar 1 sem nær yfir Miðborgina, Austurbæ, Vesturbæ og Seltjarnarnes var ökumaður stöðvaður fyrir að keyra á 58 kílómetra hraða í 30-götu og reyndist bíllinn jafnframt þurfa skoðunar. Í miðborginni barst tilkynning um nokkra menn í ólíkum erindagjörðum. Einn svaf ölvunarsvefni á salerni hótels, var vakinn af lögreglu og gekk sína leið. Annar var með vandræði fyrir utan krá og var ekið heim til sín. Sá þriðji var grunaður um líkamsárás og var því handtekinn og vistaður í fangageymslu. Í Hlíðunum var tilkynnt um mann sem gekk ber að ofan eftir akbraut en honum var ekið til síns heima. Þá barst lögreglu tilkynning um háreysti milli fólks í fjölbýli í Laugardalnum. Tilkynningin reyndist ekki á rökum reist heldur var um að ræða „fjölmennt matarboð stórfjölskyldu þar sem gleðin var við völd,“ segir í dagbókinni. Eignaspjöll, ölvunarakstur og umferðarslys Á lögreglustöð 2 sem nær yfir Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes tengdust málin flest ölvunarakstri en einnig barst tilkynning um grunsamlegar mannaferðir á byggingarsvæði. Hins vegar fannst enginn á svæðinu þegar leitað var. Lögregluþjónum á lögreglustöð 3, sem nær yfir Kópavog og Breiðholt, var tilkynnt um eignaspjöll á strætóskýli og slys þar sem maður féll af rafhlaupahjóli. Í Mosfellsbænum barst tilkynning um umferðarslys þar sem bíl var ekið utan í vegrið. Ökumaður var grunaður um ölvun við akstur og var hann vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins. Annars staðar í Moó var tilkynnt um partýhávaða og sagðist húsráðandi ætla að lækka í gleðskapnum. Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Mosfellsbær Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 17 í gær til 5 í morgun. Alls voru 88 mál bókuð í kerfum lögreglum og gistu sex fangageymslu í nótt. Klósettsvefn, matarboð og ber að ofan Á umráðasvæði lögreglustöðvar 1 sem nær yfir Miðborgina, Austurbæ, Vesturbæ og Seltjarnarnes var ökumaður stöðvaður fyrir að keyra á 58 kílómetra hraða í 30-götu og reyndist bíllinn jafnframt þurfa skoðunar. Í miðborginni barst tilkynning um nokkra menn í ólíkum erindagjörðum. Einn svaf ölvunarsvefni á salerni hótels, var vakinn af lögreglu og gekk sína leið. Annar var með vandræði fyrir utan krá og var ekið heim til sín. Sá þriðji var grunaður um líkamsárás og var því handtekinn og vistaður í fangageymslu. Í Hlíðunum var tilkynnt um mann sem gekk ber að ofan eftir akbraut en honum var ekið til síns heima. Þá barst lögreglu tilkynning um háreysti milli fólks í fjölbýli í Laugardalnum. Tilkynningin reyndist ekki á rökum reist heldur var um að ræða „fjölmennt matarboð stórfjölskyldu þar sem gleðin var við völd,“ segir í dagbókinni. Eignaspjöll, ölvunarakstur og umferðarslys Á lögreglustöð 2 sem nær yfir Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes tengdust málin flest ölvunarakstri en einnig barst tilkynning um grunsamlegar mannaferðir á byggingarsvæði. Hins vegar fannst enginn á svæðinu þegar leitað var. Lögregluþjónum á lögreglustöð 3, sem nær yfir Kópavog og Breiðholt, var tilkynnt um eignaspjöll á strætóskýli og slys þar sem maður féll af rafhlaupahjóli. Í Mosfellsbænum barst tilkynning um umferðarslys þar sem bíl var ekið utan í vegrið. Ökumaður var grunaður um ölvun við akstur og var hann vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins. Annars staðar í Moó var tilkynnt um partýhávaða og sagðist húsráðandi ætla að lækka í gleðskapnum.
Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Mosfellsbær Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira