Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. júlí 2025 14:07 Þjófnaðurinn náðist á myndband. Fraktlausnir Nokkur hundruð lítrum af díselolíu var stolið úr flutningabíl fyrirtækisins Fraktlausnir í gærnótt. Framkvæmdastjóri segir fyrirtækið hafa orðið fyrir tjóni upp á nokkrar milljónir vegna þjófahóps sem hafi í gríð og erg stolið olíu af fyrirtækinu. Arnar Þór Ólafsson framkvæmdastjóri Fraktlausna segist langþreyttur á athæfi hinna bíræfnu þjófa. Hann grunar sama hópinn um að vera að verki í þau skipti sem díselolíu hefur verið stolið úr bílum fyrirtækisins. DV greindi fyrst frá málinu. Það sem af er ári hafi díselolíu upp á rúma milljón króna verið stolið. Þá hafi fyrirtækið eytt tveimur milljónum króna í öryggisgæslu. „Við erum búin að setja upp myndavélar og verið með næturvörslu. Við höfum meira að segja verið sofandi niðri í vinnu og ætlað að ná þeim,“ segir Arnar Þór í samtali við fréttastofu. Það hafi ekki tekist enn. Fyrirtækið hafi fjárfest í myndavélabúnaði og gervigreindarbúnaði sem sendir út tilkynningar um leið og hann skynjar mannaferðir í kring um bílana. Um skeið hafi sú tækni fælt þjófana í burtu. „Og svo þegar við erum aðeins farnir að slaka á og lækka í tilkynningunum þá gerist þetta,“ segir Arnar Þór. Þrauka til flutninga Þjófnaðirnir síðustu mánuði hafa að sögn Arnars verið tilkynntir til lögreglu en hún takmarkað getað gert. Arnar Þór telur sig vita hvar eigandi Skoda-bílsins, sem sést á myndskeiðinu hér að neðan, á heima. „Það er vitað hvaða gaurar þetta eru en það þarf bara að ná þeim in the act,“ segir Arnar Þór. Bráðlega verður fyrirtækið flutt úr Reykjavík í Hafnarfjörð og Arnar Þór segir að þá verði bílarnir læstir inni í porti með lokuðu öryggishliði á nóttunni. Þangað til þurfi fyrirtækið að þrauka það ástand sem komið er upp. „Þetta er ótrúlega svekkjandi og óþolandi að fá ekki að hafa neitt í friði.“ Lögreglumál Bílar Reykjavík Olíuþjófnaður Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Arnar Þór Ólafsson framkvæmdastjóri Fraktlausna segist langþreyttur á athæfi hinna bíræfnu þjófa. Hann grunar sama hópinn um að vera að verki í þau skipti sem díselolíu hefur verið stolið úr bílum fyrirtækisins. DV greindi fyrst frá málinu. Það sem af er ári hafi díselolíu upp á rúma milljón króna verið stolið. Þá hafi fyrirtækið eytt tveimur milljónum króna í öryggisgæslu. „Við erum búin að setja upp myndavélar og verið með næturvörslu. Við höfum meira að segja verið sofandi niðri í vinnu og ætlað að ná þeim,“ segir Arnar Þór í samtali við fréttastofu. Það hafi ekki tekist enn. Fyrirtækið hafi fjárfest í myndavélabúnaði og gervigreindarbúnaði sem sendir út tilkynningar um leið og hann skynjar mannaferðir í kring um bílana. Um skeið hafi sú tækni fælt þjófana í burtu. „Og svo þegar við erum aðeins farnir að slaka á og lækka í tilkynningunum þá gerist þetta,“ segir Arnar Þór. Þrauka til flutninga Þjófnaðirnir síðustu mánuði hafa að sögn Arnars verið tilkynntir til lögreglu en hún takmarkað getað gert. Arnar Þór telur sig vita hvar eigandi Skoda-bílsins, sem sést á myndskeiðinu hér að neðan, á heima. „Það er vitað hvaða gaurar þetta eru en það þarf bara að ná þeim in the act,“ segir Arnar Þór. Bráðlega verður fyrirtækið flutt úr Reykjavík í Hafnarfjörð og Arnar Þór segir að þá verði bílarnir læstir inni í porti með lokuðu öryggishliði á nóttunni. Þangað til þurfi fyrirtækið að þrauka það ástand sem komið er upp. „Þetta er ótrúlega svekkjandi og óþolandi að fá ekki að hafa neitt í friði.“
Lögreglumál Bílar Reykjavík Olíuþjófnaður Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira