Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Agnar Már Másson skrifar 28. júlí 2025 11:47 Bæjarráðið krefst fundar með ráðherrum. Samsett mynd Bæjarráð Akraness vill að ríkisstjórnin geri allt sem hún getur til að stöðva „óskiljanlega“ tolla sem Evrópusambandið hyggst leggja á ál frá Íslandi. Ráðið krefst fundar með ráðherrum og segir atvinnu og afkomu hundruða vera ógnað. „Slíkt yrði reiðarslag fyrir eitt mikilvægasta atvinnufyrirtæki Akraness, Elkem á Grundartanga,“ segir í yfirlýsingu sem krefst bæjarráðs Akraneskaupstaðar, sem krefst þess að ríkisstjórnin geri allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir að fyrirhugaðir tollar ESB á kísiljárn verði að veruleika. Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn frá meðal annars Íslandi og Noregi, sem taka gildi að óbreyttu eftir þrjár vikur en formlegt samtal á milli Íslands og ESB fer nú í hönd. Elkem á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit er eini framleiðandi kísiljárns hér á landi. Líf Lárusdóttir er formaður bæjarráðs Akraneskaupstaðar og oddviti Sjálfstæðisflokksins. „Þá er ekki ljóst af fréttum hvort hagsmunum Norðuráls á Grundartanga verði í framhaldinu ógnað með tollum á álframleiðslu. Verði það niðurstaðan blasir við fordæmalaust áfall fyrir atvinnulíf á Akranesi,“ bæjarráðið við. Bæjarráð vekur einnig athygli á því að á iðnaðarsvæðinu á Grundartanga sé í farvatninu mikil uppbygging og fjárfesting nýrra framleiðslufyrirtækja sem hafi beina hagsmuni af rekstri Elkem. Einnig sé unnið að nýsköpunarverkefnum sem miði að því að nýta betur efnis- og orkustrauma innan svæðisins í anda hringrásarhagkerfisins. „Öll þessi áform eru nú sett í uppnám,“ segir í yfirlýsingunni. Þingmenn Norðvesturkjördæmis munu funda með utanríkisráðherra á fimmtudag, vegna fyrirhugaðra tolla Evrópusambandsins á íslenskt kísiljárn. Bæjarráðið skrifar að tjón af rekstri fyrirtækja á Grundartanga yrði alvarlegt efnahagslegt áfall og hefði með beinum hætti áhrif á afkomu þjóðarbúsins. Þá sé ljóst að atvinnu og afkomu hundraða einstaklinga er ógnað með beinum hætti. „Áform ESB eru algjörlega óskiljanleg og í engu samhengi við stefnu sambandsins um að gæta að viðkvæmum aðfangakeðjum fyrir mikilvæg aðföng til iðnaðarframleiðslu,“ segir enn fremur. Ráðið krefst þess að ríkisstjórn Íslands mótmæli nú þegar harðlega „slíku broti“ á EES-samningnum. „Bæjarráð óskar þegar í stað eftir fundi með forsætis-, utanríkis- og atvinnumálaráðherrum um þá alvarlegu stöðu sem blasir við á allra næstu dögum.“ Evrópusambandið Skattar og tollar Utanríkismál Hvalfjarðarsveit Akranes Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Forstjóri eina kísiljárnframleiðanda landsins segir samkeppnishæfni félagsins verða þurrkaða út ef yfirvofandi verndartollar ESB verða að veruleika. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir það grafalvarlegt ef málið var ekki rætt á fundi með forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á dögunum. 26. júlí 2025 19:14 Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Utanríkisráðherra segir þingmann Sjálfstæðisflokksins hafa farið með rangt mál þegar hann sagði yfirvofandi tolla Evrópusambandsins á kísiljárn ekki hafa verið til umræðu á fundi utanríkismálanefndar á dögunum. Valkvæð hlustun stjórnarandstöðunnar sé orðin hvimleið. 27. júlí 2025 12:03 „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, segir að áform ESB um nýja tolla gagnvart Íslandi og Noregi muni hafa gríðarleg áhrif á þarlendan iðnað. Þá hafi ekki verið minnst einu orði á fyrirætlanir Evrópusambandins á fundi utanríkismálanefndar í síðustu viku. 25. júlí 2025 23:55 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
„Slíkt yrði reiðarslag fyrir eitt mikilvægasta atvinnufyrirtæki Akraness, Elkem á Grundartanga,“ segir í yfirlýsingu sem krefst bæjarráðs Akraneskaupstaðar, sem krefst þess að ríkisstjórnin geri allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir að fyrirhugaðir tollar ESB á kísiljárn verði að veruleika. Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn frá meðal annars Íslandi og Noregi, sem taka gildi að óbreyttu eftir þrjár vikur en formlegt samtal á milli Íslands og ESB fer nú í hönd. Elkem á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit er eini framleiðandi kísiljárns hér á landi. Líf Lárusdóttir er formaður bæjarráðs Akraneskaupstaðar og oddviti Sjálfstæðisflokksins. „Þá er ekki ljóst af fréttum hvort hagsmunum Norðuráls á Grundartanga verði í framhaldinu ógnað með tollum á álframleiðslu. Verði það niðurstaðan blasir við fordæmalaust áfall fyrir atvinnulíf á Akranesi,“ bæjarráðið við. Bæjarráð vekur einnig athygli á því að á iðnaðarsvæðinu á Grundartanga sé í farvatninu mikil uppbygging og fjárfesting nýrra framleiðslufyrirtækja sem hafi beina hagsmuni af rekstri Elkem. Einnig sé unnið að nýsköpunarverkefnum sem miði að því að nýta betur efnis- og orkustrauma innan svæðisins í anda hringrásarhagkerfisins. „Öll þessi áform eru nú sett í uppnám,“ segir í yfirlýsingunni. Þingmenn Norðvesturkjördæmis munu funda með utanríkisráðherra á fimmtudag, vegna fyrirhugaðra tolla Evrópusambandsins á íslenskt kísiljárn. Bæjarráðið skrifar að tjón af rekstri fyrirtækja á Grundartanga yrði alvarlegt efnahagslegt áfall og hefði með beinum hætti áhrif á afkomu þjóðarbúsins. Þá sé ljóst að atvinnu og afkomu hundraða einstaklinga er ógnað með beinum hætti. „Áform ESB eru algjörlega óskiljanleg og í engu samhengi við stefnu sambandsins um að gæta að viðkvæmum aðfangakeðjum fyrir mikilvæg aðföng til iðnaðarframleiðslu,“ segir enn fremur. Ráðið krefst þess að ríkisstjórn Íslands mótmæli nú þegar harðlega „slíku broti“ á EES-samningnum. „Bæjarráð óskar þegar í stað eftir fundi með forsætis-, utanríkis- og atvinnumálaráðherrum um þá alvarlegu stöðu sem blasir við á allra næstu dögum.“
Evrópusambandið Skattar og tollar Utanríkismál Hvalfjarðarsveit Akranes Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Forstjóri eina kísiljárnframleiðanda landsins segir samkeppnishæfni félagsins verða þurrkaða út ef yfirvofandi verndartollar ESB verða að veruleika. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir það grafalvarlegt ef málið var ekki rætt á fundi með forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á dögunum. 26. júlí 2025 19:14 Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Utanríkisráðherra segir þingmann Sjálfstæðisflokksins hafa farið með rangt mál þegar hann sagði yfirvofandi tolla Evrópusambandsins á kísiljárn ekki hafa verið til umræðu á fundi utanríkismálanefndar á dögunum. Valkvæð hlustun stjórnarandstöðunnar sé orðin hvimleið. 27. júlí 2025 12:03 „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, segir að áform ESB um nýja tolla gagnvart Íslandi og Noregi muni hafa gríðarleg áhrif á þarlendan iðnað. Þá hafi ekki verið minnst einu orði á fyrirætlanir Evrópusambandins á fundi utanríkismálanefndar í síðustu viku. 25. júlí 2025 23:55 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
„Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Forstjóri eina kísiljárnframleiðanda landsins segir samkeppnishæfni félagsins verða þurrkaða út ef yfirvofandi verndartollar ESB verða að veruleika. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir það grafalvarlegt ef málið var ekki rætt á fundi með forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á dögunum. 26. júlí 2025 19:14
Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Utanríkisráðherra segir þingmann Sjálfstæðisflokksins hafa farið með rangt mál þegar hann sagði yfirvofandi tolla Evrópusambandsins á kísiljárn ekki hafa verið til umræðu á fundi utanríkismálanefndar á dögunum. Valkvæð hlustun stjórnarandstöðunnar sé orðin hvimleið. 27. júlí 2025 12:03
„Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, segir að áform ESB um nýja tolla gagnvart Íslandi og Noregi muni hafa gríðarleg áhrif á þarlendan iðnað. Þá hafi ekki verið minnst einu orði á fyrirætlanir Evrópusambandins á fundi utanríkismálanefndar í síðustu viku. 25. júlí 2025 23:55