Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Agnar Már Másson skrifar 28. júlí 2025 13:35 Úr Hvalfirði. Mynd úr safni. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir þungum áhyggjum af áformum Evrópusambandsins um að leggja toll á kísiljárn frá Íslandi en eini kísiljárnframleiðandi Íslands er í sveitarfélaginu. Sveitarstjórnin skorar á íslensk stjórnvöld að leggja allt kapp í að afstýra fyrirhuguðum áformum og ná samkomulagi við ESB. Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn frá meðal annars Íslandi og Noregi, sem taka gildi að óbreyttu eftir þrjár vikur en formlegt samtal á milli Íslands og ESB fer nú í hönd. Bæjarráð Akraness sagði í dag að það vildi að ríkisstjórnin gerði allt sem hún getur til að stöðva tollana. Ráðið krafðist fundar með ráðherrum og segir atvinnu og afkomu hundruða vera ógnað. Elkem á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit er eini starfandi framleiðandi kísiljárns hér á landi. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar nú einnig lýsir yfir þungum áhyggjum vegna fyrirhugaðra verndartolla Evrópusambandsins á kísiljárn og tengdar vörur frá Íslandi. „Verði þessi áform að veruleika munu þau ekki einungis hafa alvarleg áhrif á atvinnu og afkomu fjölmargra fjölskyldna í Hvalfjarðarsveit heldur einnig nærliggjandi svæða sem og þjóðarbúsins alls,“ skrifar sveitastjórnin. Ef af verður yrði það mjög alvarlegt högg fyrir iðnaðarsvæðið á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit, skrifar sveitastjórnin í yfirlýsingu. Er þar bent á að nú sé unnið að gerð græns hringrásariðngarðs með framsæknum nýsköpunarverkefnum í betri nýtingu orku- og efnisstrauma innan svæðisins. Að auki yrði sett í uppnám öll sú mikilvæga uppbygging og fjárfesting nýrra fyrirtækja sem unnið hefur verið að í langan tíma á svæðinu. Hjá Elkem á Grundartanga starfa tæplega 200 manns, auk fjölda óbeinna starfa sem reksturinn skapar að því er segir í tilkynningunni. Evrópusambandið Skattar og tollar Utanríkismál Hvalfjarðarsveit Akranes Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Bæjarráð Akraness vill að ríkisstjórnin geri allt sem hún getur til að stöðva „óskiljanlega“ tolla sem Evrópusambandið hyggst leggja á ál frá Íslandi. Ráðið krefst fundar með ráðherrum og segir atvinnu og afkomu hundruða vera ógnað. 28. júlí 2025 11:47 Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Þingmenn Norðvesturkjördæmis munu funda með utanríkisráðherra á fimmtudag, vegna fyrirhugaðra tolla Evrópusambandsins á íslenskt kísiljárn. Fyrsti þingmaður kjördæmisins segir fjölda starfa undir, og að þingmenn séu sammála um að koma verði í veg fyrir álagningu tollanna. 28. júlí 2025 11:03 „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Forstjóri eina kísiljárnframleiðanda landsins segir samkeppnishæfni félagsins verða þurrkaða út ef yfirvofandi verndartollar ESB verða að veruleika. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir það grafalvarlegt ef málið var ekki rætt á fundi með forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á dögunum. 26. júlí 2025 19:14 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Sjá meira
Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn frá meðal annars Íslandi og Noregi, sem taka gildi að óbreyttu eftir þrjár vikur en formlegt samtal á milli Íslands og ESB fer nú í hönd. Bæjarráð Akraness sagði í dag að það vildi að ríkisstjórnin gerði allt sem hún getur til að stöðva tollana. Ráðið krafðist fundar með ráðherrum og segir atvinnu og afkomu hundruða vera ógnað. Elkem á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit er eini starfandi framleiðandi kísiljárns hér á landi. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar nú einnig lýsir yfir þungum áhyggjum vegna fyrirhugaðra verndartolla Evrópusambandsins á kísiljárn og tengdar vörur frá Íslandi. „Verði þessi áform að veruleika munu þau ekki einungis hafa alvarleg áhrif á atvinnu og afkomu fjölmargra fjölskyldna í Hvalfjarðarsveit heldur einnig nærliggjandi svæða sem og þjóðarbúsins alls,“ skrifar sveitastjórnin. Ef af verður yrði það mjög alvarlegt högg fyrir iðnaðarsvæðið á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit, skrifar sveitastjórnin í yfirlýsingu. Er þar bent á að nú sé unnið að gerð græns hringrásariðngarðs með framsæknum nýsköpunarverkefnum í betri nýtingu orku- og efnisstrauma innan svæðisins. Að auki yrði sett í uppnám öll sú mikilvæga uppbygging og fjárfesting nýrra fyrirtækja sem unnið hefur verið að í langan tíma á svæðinu. Hjá Elkem á Grundartanga starfa tæplega 200 manns, auk fjölda óbeinna starfa sem reksturinn skapar að því er segir í tilkynningunni.
Evrópusambandið Skattar og tollar Utanríkismál Hvalfjarðarsveit Akranes Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Bæjarráð Akraness vill að ríkisstjórnin geri allt sem hún getur til að stöðva „óskiljanlega“ tolla sem Evrópusambandið hyggst leggja á ál frá Íslandi. Ráðið krefst fundar með ráðherrum og segir atvinnu og afkomu hundruða vera ógnað. 28. júlí 2025 11:47 Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Þingmenn Norðvesturkjördæmis munu funda með utanríkisráðherra á fimmtudag, vegna fyrirhugaðra tolla Evrópusambandsins á íslenskt kísiljárn. Fyrsti þingmaður kjördæmisins segir fjölda starfa undir, og að þingmenn séu sammála um að koma verði í veg fyrir álagningu tollanna. 28. júlí 2025 11:03 „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Forstjóri eina kísiljárnframleiðanda landsins segir samkeppnishæfni félagsins verða þurrkaða út ef yfirvofandi verndartollar ESB verða að veruleika. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir það grafalvarlegt ef málið var ekki rætt á fundi með forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á dögunum. 26. júlí 2025 19:14 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Sjá meira
Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Bæjarráð Akraness vill að ríkisstjórnin geri allt sem hún getur til að stöðva „óskiljanlega“ tolla sem Evrópusambandið hyggst leggja á ál frá Íslandi. Ráðið krefst fundar með ráðherrum og segir atvinnu og afkomu hundruða vera ógnað. 28. júlí 2025 11:47
Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Þingmenn Norðvesturkjördæmis munu funda með utanríkisráðherra á fimmtudag, vegna fyrirhugaðra tolla Evrópusambandsins á íslenskt kísiljárn. Fyrsti þingmaður kjördæmisins segir fjölda starfa undir, og að þingmenn séu sammála um að koma verði í veg fyrir álagningu tollanna. 28. júlí 2025 11:03
„Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Forstjóri eina kísiljárnframleiðanda landsins segir samkeppnishæfni félagsins verða þurrkaða út ef yfirvofandi verndartollar ESB verða að veruleika. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir það grafalvarlegt ef málið var ekki rætt á fundi með forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á dögunum. 26. júlí 2025 19:14