Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2025 07:31 Cristiano Ronaldo fær lítinn sem engan frið út á almannafæri en stundum gengur fólk alltof langt. Getty/Pau Barrena Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo er á ferðinni í æfingaferð með sádi-arabíska liði sínu í Ölpunum og koma hans til Austurríkis hefur ekki farið framhjá ungum heimamönnum. Börn og aðrir líka hafa fjölmennt að hótelinu sem Al Nassr gistir á. Fullt af fjölskyldum fengu sér sem dæmi herbergi á hótelinu á laugardaginn til að komast nær goðinu. Kronen Zeitung segir frá því að hundruð barna hafi safnast saman á hótelinu. Þetta varð samt fyrst vandamál þegar þessi áhugasömu, forvitnu og æstu börn tóku upp á því að banka á dyrnar á herbergi Ronaldo. Allir vildu hitta hann, fá eiginhandaráritun og jafnvel mynd líka. Hann fékk engan frið ekki einu sinni á herbergi sínu. Der Hype um Cristiano Ronaldo springt in Saalfelden auf ein neues Level. Während Hunderte Fans seit Tagen das Teamhotel belagern, drohte der Megastar bereits mit der Polizei. Die „Krone“ ist von Beginn an im Brandlhof dabei und kennt die Gründe.https://t.co/WM5wc4yseu pic.twitter.com/CpBfKz1RLn— Kronen Zeitung (@krone_at) July 28, 2025 Ronaldo er sagður hafa brugðist mjög illa við því þegar börnin bönkuðu á dyr hótelherbergisins hans og hann er sagður hafa hótað börnunum því að hringja í lögregluna. Austurrískir fjölmiðlar segja frá því að Ronaldo sé með sextán lífverði með sér og að hótelið hafi einnig aukið öryggisgæslu sína. Þrátt fyrir það varð allt vitlaust í æsingnum því allir vildu hitta markahæsta leikmann allra tíma. „Þegar börnin komu inn á hótelið þá voru við ekki nægilega vel staðsettir,“ sagði öryggisvörður við Kronen Zeitung. Það lítur út að menn hafi aðeins sofnað á verðinum. „Ef þeir [Al Nassr] koma aftur á næsta ári þá verðum við að taka allt öðruvísi á þessu. Margir halda að það sé í fínu lagi að biðja um eiginhandaráritun frá eða mynd af sér með Ronaldo bara af því að þú gistir á sama hóteli og hann. Það er ekki svo,“ sagði öryggisvörðurinn. Sádiarabíski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Börn og aðrir líka hafa fjölmennt að hótelinu sem Al Nassr gistir á. Fullt af fjölskyldum fengu sér sem dæmi herbergi á hótelinu á laugardaginn til að komast nær goðinu. Kronen Zeitung segir frá því að hundruð barna hafi safnast saman á hótelinu. Þetta varð samt fyrst vandamál þegar þessi áhugasömu, forvitnu og æstu börn tóku upp á því að banka á dyrnar á herbergi Ronaldo. Allir vildu hitta hann, fá eiginhandaráritun og jafnvel mynd líka. Hann fékk engan frið ekki einu sinni á herbergi sínu. Der Hype um Cristiano Ronaldo springt in Saalfelden auf ein neues Level. Während Hunderte Fans seit Tagen das Teamhotel belagern, drohte der Megastar bereits mit der Polizei. Die „Krone“ ist von Beginn an im Brandlhof dabei und kennt die Gründe.https://t.co/WM5wc4yseu pic.twitter.com/CpBfKz1RLn— Kronen Zeitung (@krone_at) July 28, 2025 Ronaldo er sagður hafa brugðist mjög illa við því þegar börnin bönkuðu á dyr hótelherbergisins hans og hann er sagður hafa hótað börnunum því að hringja í lögregluna. Austurrískir fjölmiðlar segja frá því að Ronaldo sé með sextán lífverði með sér og að hótelið hafi einnig aukið öryggisgæslu sína. Þrátt fyrir það varð allt vitlaust í æsingnum því allir vildu hitta markahæsta leikmann allra tíma. „Þegar börnin komu inn á hótelið þá voru við ekki nægilega vel staðsettir,“ sagði öryggisvörður við Kronen Zeitung. Það lítur út að menn hafi aðeins sofnað á verðinum. „Ef þeir [Al Nassr] koma aftur á næsta ári þá verðum við að taka allt öðruvísi á þessu. Margir halda að það sé í fínu lagi að biðja um eiginhandaráritun frá eða mynd af sér með Ronaldo bara af því að þú gistir á sama hóteli og hann. Það er ekki svo,“ sagði öryggisvörðurinn.
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira