Lífið samstarf

Upp­lifa oft von í fyrsta sinn á Vík

SÁÁ
Í útjaðri Reykjavíkur stendur Vík, einn af lykilstöðum SÁÁ umlukin kyrrð náttúrunnar.
Í útjaðri Reykjavíkur stendur Vík, einn af lykilstöðum SÁÁ umlukin kyrrð náttúrunnar.

„Við sjáum aftur og aftur að fyrsta skrefið getur verið það erfiðasta en líka það dýrmætasta. Það er oft í kyrrðinni á Vík sem fólki tekst í fyrsta sinn að upplifa von,“ segir Anna Hildur Guðmundsdóttir, formaður SÁÁ.

Í útjaðri Reykjavíkur stendur Vík, einn af lykilstöðum SÁÁ umlukin kyrrð náttúrunnar þar sem fólk tekur mikilvægt skref í átt að bata frá áfengis- og vímuefnavanda. Á Vík fær fólk tækifæri til að staldra við, horfa inn á við og fram á við með nýjum augum.

„Við leggjum mikla áherslu á að einstaklingurinn finni að hann sé séður, að á hann sé hlustað og honum sýnd virðing. Við viljum hvetja alla sem glíma við fíkn, eða eiga aðstandendur í vanda, til að leita upplýsinga. Það er hjálp í boði og hún hefst hér,“ segir Anna Hildur.

Vinna í eigin bata án truflana

Hún segir meðferð á Vík ekki einungis gefa einstaklingnum tíma heldur líka aðhald. Tíminn skipti máli en það geri umhverfið og stuðningurinn ekki síður.

„Á Vík er skapað rými þar sem ró, næði og öflug fagleg umgjörð gefur fólki andrými til að ná áttum og vinna í eigin bata án truflana og með virðingu fyrir þeim stað sem hver og einn er staddur á. Engin vegferð er eins og á Vík starfar þverfaglegt teymi fagfólks sem vinnur markvisst með hverjum og einum að einstaklingsmiðaðri meðferð. Hver meðferð byggir á faglegum rannsóknum en einnig á reynslu, trausti og samhygð,“ útskýrir Anna Hildur.

Hún segir Vík ekki eingöngu stað þar sem fólk fær meðferð, þar hefji fólk nýtt líf. „Vík er er upphafspunktur nýs kafla í lífinu. Þar er fólk ekki dæmt heldur er hlustað, þar kviknar von. Það þarf hugrekki til að stíga fyrsta skrefið en þú þarft ekki að stíga öll hin ein/n.“

Klippa: Vík er einn af lykilstöðum SÁÁ

Nánari upplýsingar má finna á saa.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.