„Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 2. ágúst 2025 07:02 Berglind Jónsdóttir og Halldór Arnarsson giftu sig við einstaklega fallega athöfn í sveitinni. Lilja Jóns „Það segir manni mikið þegar fólk er til í að sofa í tjöldum og tjaldhýsum, taka þátt í alls konar dagskrá í rigningu, halda samt í gleðina og brosin og leggja sig fram við að búa til ógleymanlegar stundir með okkur,“ segir hin nýgifta Berglind Jónsdóttir, samskipta- og markaðsstjóri breska sendiráðsins. Berglind giftist sínum heittelskaða Halldóri Arnarssyni sálfræðingi en hjúin hafa verið saman í áraraðir. Blaðamaður ræddi við Berglindi um stóra daginn. Nýgift og glæsileg!Lilja Jóns Hvenær og hvernig trúlofuðust þið? Við trúlofuðumst í Tallinn í Eistlandi 5. október 2024 þegar ég var þar í vinnuferð og Halldór kom yfir helgina til mín. Hann fór með mig í fallegan hallargarð þegar sólin var að setjast og fór svo niður á annað hnéð við gosbrunn í garðinum og bað mín þegar við vorum bara tvö þar, yndisleg stund. Hjúin trúlofuðu sig í október síðastliðnum.Lilja Jóns Hvað voruð þið búin að vera lengi að skipuleggja stóra daginn? Strax sama kvöld og við trúlofuðumst vorum við byrjuð að skipuleggja. Við fórum út að borða um kvöldið og yfir matnum vorum við farin að spá hvar og hvenær við vildum gera þetta. Við höfum verið saman í fjórtán ár og fannst engin ástæða til að bíða með brúðkaupið. Svo þremur dögum eftir trúlofun vorum við búin að ákveða dagsetningu og stað. Við ræddum aðeins hvar við vildum gera þetta og Fljótshlíðin kom strax sterklega til greina vegna tengsla fjölskyldu minnar þangað en amma mín og afi keyptu þar hús og land löngu áður en ég fæddist og ég ólst upp við að vera mikið þar. Þau eru fallin frá fyrir mörgum árum en pabbi og fleiri úr fjölskyldunni eru þarna mikið og við höfum alltaf elskað að komast aðeins austur, mér finnst sérstaklega gaman að dætur okkar kynnist sveitinni og fegurðinni og frelsinu sem þar býr. Við ákváðum því í sömu viku og við trúlofuðumst að halda Brúðkaupsfestival í sveitinni og byrjuðum strax að plana! Ég elska að plana veislur og viðburði og hef gert mikið af því líka í vinnunni svo það var ekkert stressandi að byrja bara strax, bara ótrúlega skemmtilegt. Hjónin eiga tvær dætur sem voru í miklu stuði í brúðkaupinu.Lilja Jóns Hvernig var brúðkaupsdagurinn? Brúðkaupsdagurinn var yndislegur. Við fylgdum hefðinni og sváfum í sitthvoru lagi nóttina áður. Við vorum með festivalið okkar í Fljótshlíðinni frá fimmtudegi og Halldór var þar yfir nóttina en ég fór á Hótel Rangá sem er stutt frá. Þegar ég vaknaði þar var Ingibjörg vinkona mín, sem var líka veislustjóri, búin að stilla upp sal á efri hæð hótelsins og breyta honum í ótrúlega fallegt „getting ready“ rými með dúkuðum borðum og speglum. Það sem stóð þó algjörlega upp úr var að hún og vinkonurnar í hópnum okkar höfðu búið til myndabók með myndum af síðan við kynntumst í Verzló svo ég byrjaði brúðkaupsdaginn í rauninni á því að tárast hressilega yfir þessari bók, en allt gleðitár! Halldór og Berglind voru umkringd sínu allra besta fólki og segja það ómetanlegt.Aðsend Svo komu nánustu vinkonur mínar, systir mín og mamma í salinn og við græjuðum okkur saman en make-up snillingurinn og góð vinkona Steinunn Edda sá um förðun og Vila hárgreiðslukonan mín á Ónix um hár. Dætur mínar komu síðan og fengu líka hárgreiðslu og við klæddum okkur saman í kjólana sem var yndislegt. Ég keypti sloppa fyrir alla og smá goodie-bags með nammi sem minnti mig á hverja og eina því mig langaði svo að þetta yrði stund sem stæði upp úr fyrir okkur allar. Það var ómetanlegt að hafa þær með mér. Pabbi kom svo og sótti mig og dætur mínar til að skutla okkur í myndatöku en við vorum með first-look myndatöku fyrir athöfnina til að þurfa ekki að láta gesti bíða lengi eftir kirkjuna og vorum ótrúlega sátt við það fyrirkomulag. Berglind stórglæsileg brúður ásamt föður sínum. Aðsend Lilja systir mín er ljósmyndari og það var dýrmætt að hafa hana til að festa þessi augnablik á filmu og allt mjög afslappað. Dagurinn hans Halldórs var líka með hans nánustu vinum, þeir fóru í sund á Hvolsvelli og fengu síðan klefa hjá fótboltaliðinu KFR til að gera sig til því Halldór og margir af hans vinum eru fyrrum fótboltamenn og þjálfarar í dag svo það var skemmtilegt og táknrænt. Voruð þið sammála í skipulaginu? Já ég held við höfum verið frekar sammála um flest þó eitthvað hafi verið rætt meira en annað. Við vorum bæði mjög spennt fyrir því að hafa fólkið okkar lengur með okkur en bara hálfan dag svo það fór mikil orka og tími í að skipuleggja festivalið ofan á það að skipuleggja sjálft brúðkaupið. Þá var mjög gott að við gátum auðveldlega skipst á hlutverkum með allt sem þurfti að græja og við áttum mörg yndisleg kvöld þar sem við tókum brúðkaupsfundi. Ég vil almennt ekki staldra mjög lengi við ákvarðanir og þó það gerist alveg stundum þá þoli ég ekki að fá valkvíða en þá kemur Halldór sterkur inn og við tökum ákvarðanir hratt og vel í sameiningu. Hjónin voru frekar samstíga í skipulaginu.Lilja Jóns Hvaðan sóttuð þið innblástur? Við elskum bæði að gera hlutina dálítið öðruvísi og vera smá skapandi og mér fannst mikilvægt að fólk upplifði eitthvað nýtt þó við héldum líka í ýmsar hefðir. Pinterest kom sterkt inn þegar kom að innblæstri fyrir skreytingar og slíkt en svo sóttum við líklega mestan innblástur bara úr því sem okkur finnst gaman. Það skipti mig öllu máli að það væri góð stemning og léttur og persónulegur andi yfir hlutunum svo við tókum allar ákvarðanir dálítið með það í huga. Við vildum líka tengja stemmninguna við sveitina svo þetta var alveg fullkomin blanda af hátíðleika og aðeins afslappaðri sveitastíl. Brúðkaupsfestivalið fór vonum framar.Aðsend Tónlistaratriðin í athöfninni voru til dæmis öll flutt af vinum okkar og fjölskyldu en við erum heppin að hafa margt tónlistafólk í kringum okkur. Þetta var ómetanlegt fyrir okkur að horfa á fólkið okkar flytja okkar uppáhaldslög í kirkjunni, setti svo mikinn persónulegan svip á athöfnina og oft erfitt að halda aftur tárunum. Annað sem stóð upp úr var maturinn en við vorum með með miðausturlenskt þema og okkar dásamlega fólk hjá EB veitingum reiddi fram alveg æðislegt hlaðborð sem fólk er enn að hrósa. Hvað stendur upp úr? Það er mjög erfitt að svara hvað stendur upp úr því það er svo margt! Ætli það sé ekki helst hvað við erum heppin með fólkið í kringum okkur. Það segir manni mikið þegar fólk er til í að sofa í tjöldum og tjaldhýsum og taka þátt í allskonar dagskrá í rigningu, halda samt í gleðina og brosin og leggja sig fram við að búa til ógleymanlegar stundir með okkur. Allt stútfullt af ást!Aðsend Sáu einhverjir um veislustjórn og voru skemmtiatriði? Ingibjörg vinkona mín og Simmi vinur Halldórs sáu um veislustjórn og stóðu sig ótrúlega vel í því. Þau voru búin að undirbúa alveg frábæra dagskrá og stýrðu þessu öllu með þvílíkum glæsibrag. Við hefðum ekki getað beðið um betri veislustjóra. Það voru nokkrar ræður og skemmtiatriði frá okkar nánustu en svo komu vinkonur mínar okkur á óvart með þvílíku atriði þar sem Eyfi gekk allt í einu inn í salinn og fór að syngja Norðurljós, uppáhaldslagið mitt síðan ég var lítil. Hann tók svo nokkur af sínum vinsælustu lögum og endaði á Nínu sem allir í salnum sungu hástöfum með. Þegar kom að dansgólfinu þá var snillingurinn Margrét Erla Maack DJ kvöldsins og Hrafnkell Örn eða Keli trommari, æskuvinur minn trommaði undir af þvílíkum krafti þegar við byrjuðum dansgólfið og þetta bjó til alveg frábæra stemningu. Keli æskuvinur Berglindar trommaði við tóna DJ Margrétar Erlu Maack.Marta Lipiec-Bortkiewicz Við Halldór höfðum farið á svona DJ sett þar sem hann trommaði undir og okkur fannst það svo geggjað og vorum hæstánægð þegar hann var til í að gera þetta fyrir okkur. Magga sá svo til þess að stemningin á dansgólfinu var mögnuð allan tímann og við stoppuðum ekki fyrr en að verða hálf þrjú en þá var fólk ennþá að dansa. Voruð þið með fleiri daga af fjöri í tengslum við brúðkaupið? Heldur betur, við vorum með Brúðkaupsfestival frá fimmtudegi í Fljótshlíðinni þar sem frábær hópur vina og fjölskyldu mætti og tók þátt í allskonar dagskrá sem við vorum búin að stilla upp. Fólkið dansaði langt fram eftir nóttu.Aðsend Til að nefna nokkrar einstakar stundir þá væri það hlaupið sem við tókum saman á föstudeginum í algjörri dembu, dansworkshopið sem ég kenndi í gúmmístígvélum inni í partýtjaldi en við gátum svo fært okkur út undir beran himinn og dansað saman, yfir 30 manns á túninu og í beinu framhaldi var fótboltamót á Hvolsvelli. Svo var reyndar karókí á fimmtudeginum sem var æði og brekkusöngur á föstudagskvöldinu áður en við brúðhjónin fórum af svæðinu. Við vorum líka með ratleik þar sem fólk blandaðist og kynntist betur og allskyns verðlaun fyrir þátttakendur sem við höfðum fengið en Katrín vinkona mín átti stóran þátt í því. Svona samverustundir með fólkinu okkar eru svo dýrmætar og hvað þá á þessum uppáhaldsstað svo þarna fylltist hjartað af hamingju og eftir standa alveg dásamlegar minningar. Var eitthvað sem kom ykkur á óvart? Það kom okkur kannski ekki á óvart en fór algjörlega fram úr væntingum hvað það var frábær stemmning frá upphafi til enda. Það voru bara allir í svo góðu skapi sem smitaði út frá sér og bjó til einstaka stemningu. Síðan kom veðrið reyndar mjög skemmtilega á óvart en það rigndi nánast stöðugt á festivalinu og ég var farin að reyna að sætta mig við að eiga bara rigningarmyndir frá brúðkaupsdeginum því spáin leit ekki vel út en svo kom sólin akkúrat á réttum tíma og þetta var ekkert smá fallegur dagur! Sólin kom út akkúrat á réttum tíma.Aðsend Hvað voru margir gestir? Það voru næstum 150 gestir en við eigum bæði mjög stórar fjölskyldur sem við erum í miklu sambandi við svo við vildum geta boðið sem flestum af þessum hópum. Fótboltavinahópar eiga það líka til að vera dálítið stórir en þar eru margir nánustu vinir Halldórs svo það skipti okkur máli að geta boðið þeim líka ásamt öðru nánu vinafólki svo þetta var fljótt að telja. Þrátt fyrir þennan fjölda náðum við samt ekki að bjóða öllum á listanum okkar en það er partur af þessu auðvitað að þurfa að velja á milli og getur klárlega verið erfitt. 150 gestir fögnuðu ást Berglindar og Halldórs.Aðsend Hvernig gekk að velja kjólinn? Hvað fannst þér vega mest í því ferli? Það gekk bara vel en ég pantaði þó nokkra kjóla á netinu og lét senda til Katrínar vinkonu minnar sem býr í Þýskalandi. Svo fór ég út til hennar í stutta ferð í desember og mátaði og þar var einn sem stóð algjörlega upp úr. Þetta voru ekki brúðarkjólar heldur bara hvítir og ljósir kjólar sem mér fannst fallegir. Glæsileg brúður með tilkomumikið slör og blóm frá Palestínublómum. Lilja Jóns Ég pantaði slörið líka og sendi á hana en mig langaði að hafa dramatískt slör í svona Godfather stíl og féll algjörlega fyrir því þegar ég prófaði það svo það var engin spurning. Áður en ég fór út þá fór ég í svona hefðbundna mátun hérna heima sem var skemmtilegt en ég fann að ég var ekki alveg til í kjól sem var mikill um sig eða kostaði rosa mikið, mig langaði frekar í nokkra fallega kjóla sem ég gæti skipt á milli og mögulega notað aftur. Ég var í einum aðalkjól í athöfninni og fram yfir matinn í veislunni, skipti síðan í númer tvö og síðan í styttri kjól á dansgólfinu en þeir tengdust allir á einhvern hátt í efni eða sniði. Mér fannst mjög gaman að aðalkjóllinn var með gylltu mynstri sem setti svona óhefðbundinn svip á lúkkið. View this post on Instagram A post shared by Katrin Edda (@katrinedda) Halldór gaf mér svo fallega eyrnalokka í morgungjöf sem ég var með og annað skart fékk ég lánað hjá móðursystur minni sem komst því miður ekki vegna heilsufars svo það hafði mikið tilfinningagildi. Svo fékk ég blómvöndinn minn frá Palestínublómum en það er nágrannakona mín frá Gaza sem býr til svo falleg blóm og mér þykir mjög vænt um þennan blómvönd sem ég get átt vonandi það sem eftir er. Ertu með eitthvað gullið ráð fyrir verðandi hjón sem eru að skipuleggja brúðkaup? Að nýta aðstoðina sem býðst! Það eru svo margir hlutir í ferlinu sem taka tíma og mikla orku en það hjálpar oft svo mikið bara að ræða upphátt við aðra því þá er alltaf auðveldara að finna lausnir og flestir tilbúnir til að hjálpa að einhverju leyti. Berglind mælir með að nýta alla þá aðstoð sem býðst fyrir stóra daginn.Aðsend Við fengum ómetanlega aðstoð vina okkar og fjölskyldu, til dæmis við að skreyta salinn og græja allt sem því tengdist sem var alveg magnað. Ég fæ að nýta tækifærið og þakka öllu yndislega fólkinu okkar fyrir alla hjálpina, hvort sem það var að græja partýtjald, taka myndir, ákveða skreytingar, taka pantanir með frá útlöndum, keyra dót á milli staða, skipuleggja með okkur, flytja tónlist, undirbúa atriði, passa stelpurnar, halda uppi stemmningunni eða annað, þetta hafði allt ótrúlega mikið að segja. Ætlið þið í brúðkaupsferð Við erum núna á leiðinni í smá fjölskyldufrí með stelpurnar okkar til Utrecht í Hollandi þar sem við bjuggum og förum svo með lest yfir til Parísar þar sem við verðum líka í nokkra daga. Hjónin ætla í brúðkaupsferð næsta vor.Aðsend Svo ætlum við í brúðkaupsferð bara tvö einhvern tímann eftir áramót, líklega næsta vor og erum spennt fyrir t.d. Albaníu, Svartfjallalandi og löndunum þar í kring sem við höfum ekki heimsótt svo við hlökkum til að plana þá ferð fljótlega. Brúðkaup Ástin og lífið Tíska og hönnun Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Fleiri fréttir Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Sjá meira
Berglind giftist sínum heittelskaða Halldóri Arnarssyni sálfræðingi en hjúin hafa verið saman í áraraðir. Blaðamaður ræddi við Berglindi um stóra daginn. Nýgift og glæsileg!Lilja Jóns Hvenær og hvernig trúlofuðust þið? Við trúlofuðumst í Tallinn í Eistlandi 5. október 2024 þegar ég var þar í vinnuferð og Halldór kom yfir helgina til mín. Hann fór með mig í fallegan hallargarð þegar sólin var að setjast og fór svo niður á annað hnéð við gosbrunn í garðinum og bað mín þegar við vorum bara tvö þar, yndisleg stund. Hjúin trúlofuðu sig í október síðastliðnum.Lilja Jóns Hvað voruð þið búin að vera lengi að skipuleggja stóra daginn? Strax sama kvöld og við trúlofuðumst vorum við byrjuð að skipuleggja. Við fórum út að borða um kvöldið og yfir matnum vorum við farin að spá hvar og hvenær við vildum gera þetta. Við höfum verið saman í fjórtán ár og fannst engin ástæða til að bíða með brúðkaupið. Svo þremur dögum eftir trúlofun vorum við búin að ákveða dagsetningu og stað. Við ræddum aðeins hvar við vildum gera þetta og Fljótshlíðin kom strax sterklega til greina vegna tengsla fjölskyldu minnar þangað en amma mín og afi keyptu þar hús og land löngu áður en ég fæddist og ég ólst upp við að vera mikið þar. Þau eru fallin frá fyrir mörgum árum en pabbi og fleiri úr fjölskyldunni eru þarna mikið og við höfum alltaf elskað að komast aðeins austur, mér finnst sérstaklega gaman að dætur okkar kynnist sveitinni og fegurðinni og frelsinu sem þar býr. Við ákváðum því í sömu viku og við trúlofuðumst að halda Brúðkaupsfestival í sveitinni og byrjuðum strax að plana! Ég elska að plana veislur og viðburði og hef gert mikið af því líka í vinnunni svo það var ekkert stressandi að byrja bara strax, bara ótrúlega skemmtilegt. Hjónin eiga tvær dætur sem voru í miklu stuði í brúðkaupinu.Lilja Jóns Hvernig var brúðkaupsdagurinn? Brúðkaupsdagurinn var yndislegur. Við fylgdum hefðinni og sváfum í sitthvoru lagi nóttina áður. Við vorum með festivalið okkar í Fljótshlíðinni frá fimmtudegi og Halldór var þar yfir nóttina en ég fór á Hótel Rangá sem er stutt frá. Þegar ég vaknaði þar var Ingibjörg vinkona mín, sem var líka veislustjóri, búin að stilla upp sal á efri hæð hótelsins og breyta honum í ótrúlega fallegt „getting ready“ rými með dúkuðum borðum og speglum. Það sem stóð þó algjörlega upp úr var að hún og vinkonurnar í hópnum okkar höfðu búið til myndabók með myndum af síðan við kynntumst í Verzló svo ég byrjaði brúðkaupsdaginn í rauninni á því að tárast hressilega yfir þessari bók, en allt gleðitár! Halldór og Berglind voru umkringd sínu allra besta fólki og segja það ómetanlegt.Aðsend Svo komu nánustu vinkonur mínar, systir mín og mamma í salinn og við græjuðum okkur saman en make-up snillingurinn og góð vinkona Steinunn Edda sá um förðun og Vila hárgreiðslukonan mín á Ónix um hár. Dætur mínar komu síðan og fengu líka hárgreiðslu og við klæddum okkur saman í kjólana sem var yndislegt. Ég keypti sloppa fyrir alla og smá goodie-bags með nammi sem minnti mig á hverja og eina því mig langaði svo að þetta yrði stund sem stæði upp úr fyrir okkur allar. Það var ómetanlegt að hafa þær með mér. Pabbi kom svo og sótti mig og dætur mínar til að skutla okkur í myndatöku en við vorum með first-look myndatöku fyrir athöfnina til að þurfa ekki að láta gesti bíða lengi eftir kirkjuna og vorum ótrúlega sátt við það fyrirkomulag. Berglind stórglæsileg brúður ásamt föður sínum. Aðsend Lilja systir mín er ljósmyndari og það var dýrmætt að hafa hana til að festa þessi augnablik á filmu og allt mjög afslappað. Dagurinn hans Halldórs var líka með hans nánustu vinum, þeir fóru í sund á Hvolsvelli og fengu síðan klefa hjá fótboltaliðinu KFR til að gera sig til því Halldór og margir af hans vinum eru fyrrum fótboltamenn og þjálfarar í dag svo það var skemmtilegt og táknrænt. Voruð þið sammála í skipulaginu? Já ég held við höfum verið frekar sammála um flest þó eitthvað hafi verið rætt meira en annað. Við vorum bæði mjög spennt fyrir því að hafa fólkið okkar lengur með okkur en bara hálfan dag svo það fór mikil orka og tími í að skipuleggja festivalið ofan á það að skipuleggja sjálft brúðkaupið. Þá var mjög gott að við gátum auðveldlega skipst á hlutverkum með allt sem þurfti að græja og við áttum mörg yndisleg kvöld þar sem við tókum brúðkaupsfundi. Ég vil almennt ekki staldra mjög lengi við ákvarðanir og þó það gerist alveg stundum þá þoli ég ekki að fá valkvíða en þá kemur Halldór sterkur inn og við tökum ákvarðanir hratt og vel í sameiningu. Hjónin voru frekar samstíga í skipulaginu.Lilja Jóns Hvaðan sóttuð þið innblástur? Við elskum bæði að gera hlutina dálítið öðruvísi og vera smá skapandi og mér fannst mikilvægt að fólk upplifði eitthvað nýtt þó við héldum líka í ýmsar hefðir. Pinterest kom sterkt inn þegar kom að innblæstri fyrir skreytingar og slíkt en svo sóttum við líklega mestan innblástur bara úr því sem okkur finnst gaman. Það skipti mig öllu máli að það væri góð stemning og léttur og persónulegur andi yfir hlutunum svo við tókum allar ákvarðanir dálítið með það í huga. Við vildum líka tengja stemmninguna við sveitina svo þetta var alveg fullkomin blanda af hátíðleika og aðeins afslappaðri sveitastíl. Brúðkaupsfestivalið fór vonum framar.Aðsend Tónlistaratriðin í athöfninni voru til dæmis öll flutt af vinum okkar og fjölskyldu en við erum heppin að hafa margt tónlistafólk í kringum okkur. Þetta var ómetanlegt fyrir okkur að horfa á fólkið okkar flytja okkar uppáhaldslög í kirkjunni, setti svo mikinn persónulegan svip á athöfnina og oft erfitt að halda aftur tárunum. Annað sem stóð upp úr var maturinn en við vorum með með miðausturlenskt þema og okkar dásamlega fólk hjá EB veitingum reiddi fram alveg æðislegt hlaðborð sem fólk er enn að hrósa. Hvað stendur upp úr? Það er mjög erfitt að svara hvað stendur upp úr því það er svo margt! Ætli það sé ekki helst hvað við erum heppin með fólkið í kringum okkur. Það segir manni mikið þegar fólk er til í að sofa í tjöldum og tjaldhýsum og taka þátt í allskonar dagskrá í rigningu, halda samt í gleðina og brosin og leggja sig fram við að búa til ógleymanlegar stundir með okkur. Allt stútfullt af ást!Aðsend Sáu einhverjir um veislustjórn og voru skemmtiatriði? Ingibjörg vinkona mín og Simmi vinur Halldórs sáu um veislustjórn og stóðu sig ótrúlega vel í því. Þau voru búin að undirbúa alveg frábæra dagskrá og stýrðu þessu öllu með þvílíkum glæsibrag. Við hefðum ekki getað beðið um betri veislustjóra. Það voru nokkrar ræður og skemmtiatriði frá okkar nánustu en svo komu vinkonur mínar okkur á óvart með þvílíku atriði þar sem Eyfi gekk allt í einu inn í salinn og fór að syngja Norðurljós, uppáhaldslagið mitt síðan ég var lítil. Hann tók svo nokkur af sínum vinsælustu lögum og endaði á Nínu sem allir í salnum sungu hástöfum með. Þegar kom að dansgólfinu þá var snillingurinn Margrét Erla Maack DJ kvöldsins og Hrafnkell Örn eða Keli trommari, æskuvinur minn trommaði undir af þvílíkum krafti þegar við byrjuðum dansgólfið og þetta bjó til alveg frábæra stemningu. Keli æskuvinur Berglindar trommaði við tóna DJ Margrétar Erlu Maack.Marta Lipiec-Bortkiewicz Við Halldór höfðum farið á svona DJ sett þar sem hann trommaði undir og okkur fannst það svo geggjað og vorum hæstánægð þegar hann var til í að gera þetta fyrir okkur. Magga sá svo til þess að stemningin á dansgólfinu var mögnuð allan tímann og við stoppuðum ekki fyrr en að verða hálf þrjú en þá var fólk ennþá að dansa. Voruð þið með fleiri daga af fjöri í tengslum við brúðkaupið? Heldur betur, við vorum með Brúðkaupsfestival frá fimmtudegi í Fljótshlíðinni þar sem frábær hópur vina og fjölskyldu mætti og tók þátt í allskonar dagskrá sem við vorum búin að stilla upp. Fólkið dansaði langt fram eftir nóttu.Aðsend Til að nefna nokkrar einstakar stundir þá væri það hlaupið sem við tókum saman á föstudeginum í algjörri dembu, dansworkshopið sem ég kenndi í gúmmístígvélum inni í partýtjaldi en við gátum svo fært okkur út undir beran himinn og dansað saman, yfir 30 manns á túninu og í beinu framhaldi var fótboltamót á Hvolsvelli. Svo var reyndar karókí á fimmtudeginum sem var æði og brekkusöngur á föstudagskvöldinu áður en við brúðhjónin fórum af svæðinu. Við vorum líka með ratleik þar sem fólk blandaðist og kynntist betur og allskyns verðlaun fyrir þátttakendur sem við höfðum fengið en Katrín vinkona mín átti stóran þátt í því. Svona samverustundir með fólkinu okkar eru svo dýrmætar og hvað þá á þessum uppáhaldsstað svo þarna fylltist hjartað af hamingju og eftir standa alveg dásamlegar minningar. Var eitthvað sem kom ykkur á óvart? Það kom okkur kannski ekki á óvart en fór algjörlega fram úr væntingum hvað það var frábær stemmning frá upphafi til enda. Það voru bara allir í svo góðu skapi sem smitaði út frá sér og bjó til einstaka stemningu. Síðan kom veðrið reyndar mjög skemmtilega á óvart en það rigndi nánast stöðugt á festivalinu og ég var farin að reyna að sætta mig við að eiga bara rigningarmyndir frá brúðkaupsdeginum því spáin leit ekki vel út en svo kom sólin akkúrat á réttum tíma og þetta var ekkert smá fallegur dagur! Sólin kom út akkúrat á réttum tíma.Aðsend Hvað voru margir gestir? Það voru næstum 150 gestir en við eigum bæði mjög stórar fjölskyldur sem við erum í miklu sambandi við svo við vildum geta boðið sem flestum af þessum hópum. Fótboltavinahópar eiga það líka til að vera dálítið stórir en þar eru margir nánustu vinir Halldórs svo það skipti okkur máli að geta boðið þeim líka ásamt öðru nánu vinafólki svo þetta var fljótt að telja. Þrátt fyrir þennan fjölda náðum við samt ekki að bjóða öllum á listanum okkar en það er partur af þessu auðvitað að þurfa að velja á milli og getur klárlega verið erfitt. 150 gestir fögnuðu ást Berglindar og Halldórs.Aðsend Hvernig gekk að velja kjólinn? Hvað fannst þér vega mest í því ferli? Það gekk bara vel en ég pantaði þó nokkra kjóla á netinu og lét senda til Katrínar vinkonu minnar sem býr í Þýskalandi. Svo fór ég út til hennar í stutta ferð í desember og mátaði og þar var einn sem stóð algjörlega upp úr. Þetta voru ekki brúðarkjólar heldur bara hvítir og ljósir kjólar sem mér fannst fallegir. Glæsileg brúður með tilkomumikið slör og blóm frá Palestínublómum. Lilja Jóns Ég pantaði slörið líka og sendi á hana en mig langaði að hafa dramatískt slör í svona Godfather stíl og féll algjörlega fyrir því þegar ég prófaði það svo það var engin spurning. Áður en ég fór út þá fór ég í svona hefðbundna mátun hérna heima sem var skemmtilegt en ég fann að ég var ekki alveg til í kjól sem var mikill um sig eða kostaði rosa mikið, mig langaði frekar í nokkra fallega kjóla sem ég gæti skipt á milli og mögulega notað aftur. Ég var í einum aðalkjól í athöfninni og fram yfir matinn í veislunni, skipti síðan í númer tvö og síðan í styttri kjól á dansgólfinu en þeir tengdust allir á einhvern hátt í efni eða sniði. Mér fannst mjög gaman að aðalkjóllinn var með gylltu mynstri sem setti svona óhefðbundinn svip á lúkkið. View this post on Instagram A post shared by Katrin Edda (@katrinedda) Halldór gaf mér svo fallega eyrnalokka í morgungjöf sem ég var með og annað skart fékk ég lánað hjá móðursystur minni sem komst því miður ekki vegna heilsufars svo það hafði mikið tilfinningagildi. Svo fékk ég blómvöndinn minn frá Palestínublómum en það er nágrannakona mín frá Gaza sem býr til svo falleg blóm og mér þykir mjög vænt um þennan blómvönd sem ég get átt vonandi það sem eftir er. Ertu með eitthvað gullið ráð fyrir verðandi hjón sem eru að skipuleggja brúðkaup? Að nýta aðstoðina sem býðst! Það eru svo margir hlutir í ferlinu sem taka tíma og mikla orku en það hjálpar oft svo mikið bara að ræða upphátt við aðra því þá er alltaf auðveldara að finna lausnir og flestir tilbúnir til að hjálpa að einhverju leyti. Berglind mælir með að nýta alla þá aðstoð sem býðst fyrir stóra daginn.Aðsend Við fengum ómetanlega aðstoð vina okkar og fjölskyldu, til dæmis við að skreyta salinn og græja allt sem því tengdist sem var alveg magnað. Ég fæ að nýta tækifærið og þakka öllu yndislega fólkinu okkar fyrir alla hjálpina, hvort sem það var að græja partýtjald, taka myndir, ákveða skreytingar, taka pantanir með frá útlöndum, keyra dót á milli staða, skipuleggja með okkur, flytja tónlist, undirbúa atriði, passa stelpurnar, halda uppi stemmningunni eða annað, þetta hafði allt ótrúlega mikið að segja. Ætlið þið í brúðkaupsferð Við erum núna á leiðinni í smá fjölskyldufrí með stelpurnar okkar til Utrecht í Hollandi þar sem við bjuggum og förum svo með lest yfir til Parísar þar sem við verðum líka í nokkra daga. Hjónin ætla í brúðkaupsferð næsta vor.Aðsend Svo ætlum við í brúðkaupsferð bara tvö einhvern tímann eftir áramót, líklega næsta vor og erum spennt fyrir t.d. Albaníu, Svartfjallalandi og löndunum þar í kring sem við höfum ekki heimsótt svo við hlökkum til að plana þá ferð fljótlega.
Brúðkaup Ástin og lífið Tíska og hönnun Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Fleiri fréttir Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Sjá meira