Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Agnar Már Másson skrifar 30. júlí 2025 14:58 Fréttastofa ræddi við suma af þekktustu spámönnum landsins og spurði þá út í veðrið. Vísir/Samsett Veðurstofan hefur spáð leiðindaveðri víða um landið um verslunarmannahelgina, ekki síst á Þjóðhátíð í Eyjum. Fréttastofa leitaði á náðir spámanna og miðla sem bjóða sumir betur. Veðurspáin er ansi blaut fyrir mestu ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgina, þar sem fólk er á flakki landshluta á milli. Vindhraði gæti náð allt að 22 metrum á sekúndu á laugardagsmorgun í Vestmannaeyjum, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Siggi Stormur spáði roki og rigningu um allt land á laugardag og segir óvitlaust að gera pollagalla að inngönguskilyrði inn í Herjólfsdal. Einar Sveinbjörnsson spáir því reyndar að það rætist örlítið úr rigningunni. En hvað segja spámenn? Sigga kling spáir plokkfisk Sigga Kling, ein ástsælasta spákona landsins, segir við fréttastofu að eldgosið sem hófst á Reykjanesskaga í mánuðinum hafi verið forboði þess leiðindaveðurs um helgina. „Eldgosið er að gera þetta vesen,“ segir hún. „Það verður hlýtt og það verða allir í stuði en það má búast við að það sé raki víðs vegar,“ segir Sigga. „En það kemur pínu sól.“ Sigga Kling, ein þekktasta spákona landsins. Í raun megi búast við sitt lítið af hverju. „Þetta verður eins og góður plokkfiskur, með bernaise og lauk og öllu,“ segir hún, „bara samansafn af verði.“ Gott veður fáist þó aðeins ef Íslendingar biðji hin andlegu öfl fallega. Valgerður Bachmann býst við besta veðrinu fyrir norðan Valgerður Bachmann, skyggn sem kveðst hafa starfað í andlegum málefnum í rúman áratug, segir við fréttastofu að það verði sól í eyjum en engin útlandastemning. „Það verður sól en ekki svo mikil sól að við fáum einhvern Tenerife-fíling,“ segir hún. „Það sést í sól.“ Valgerður Bachmann, spákona og miðill. Samkvæmt hennar spá verða Íslendingar þó ekki lausir við vætu þessa helgina. Annars staðar á landinu býst hún við rigningu en besta veðrinu fyrir norðan. „Það verður léttara veður á Akureyri,“ kemst hún að orði. Hún spáir þó hörkustemningu víða á landinu. „Íslendingar hafa aldrei látið veðrið stoppa sig,“ segir Valgerður. Ellý Ármanns spáir sólarvörn Spár Ellýjar Ármannsdóttur hafa farið sem eldur um sinu netheima síðustu vikur. Með hjálp pinnanna sinna spáði hún því fyrir mánuði að nauðsynlegt yrði að bera á sig sólarvörn á Þjóðhátíð í Eyjum um helgina. Fyrr hafði hún — eða pinnarnir — spáð góðu veðri. View this post on Instagram A post shared by €llý Ármann$ (@ellyarmannsdottir) Fréttastofa hefur reynt að ná tali af Ellýju í dag til að athuga hvort hún hafi uppfært spá sína en hún hefur ekki svarað símtölum blaðamanns. Stjörnufræðingurinn yrkir Þá leitaði blaðamaður til stjörnufræðingsins Gunnlaugs Guðmundssonar sem hefur áratugum saman gert stjörnukort fyrir fólk. Gunnlaugur Guðmundsson. Hann hafði ekki mikið um veðrið að segja en hafði þó ort ljóð um veðrið í sumar sem hann deildi með blaðamanni. Það hljóðar svo: Tenerife, eyja fyrir sunnan, í sól, heit og þægileg Ísland, eyja fyrir norðan, í rigningu, köld og kraftmikil Burtséð frá veðrinu telur Gunnlaugur að Íslendingar komi til með að skemmta sér þó að það rigni. Og að sama skapi, burtséð frá áliti spámanna, mælir fréttastofa með því að lesa vandlega yfir veðurspár Veðurstofu Íslands eða annarra sérfræðinga áður en haldið er út á land. Veður Þjóðhátíð í Eyjum Verslunarmannahelgin Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Högni hjálpar fólki að slaka á Tónlist Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Veðurspáin er ansi blaut fyrir mestu ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgina, þar sem fólk er á flakki landshluta á milli. Vindhraði gæti náð allt að 22 metrum á sekúndu á laugardagsmorgun í Vestmannaeyjum, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Siggi Stormur spáði roki og rigningu um allt land á laugardag og segir óvitlaust að gera pollagalla að inngönguskilyrði inn í Herjólfsdal. Einar Sveinbjörnsson spáir því reyndar að það rætist örlítið úr rigningunni. En hvað segja spámenn? Sigga kling spáir plokkfisk Sigga Kling, ein ástsælasta spákona landsins, segir við fréttastofu að eldgosið sem hófst á Reykjanesskaga í mánuðinum hafi verið forboði þess leiðindaveðurs um helgina. „Eldgosið er að gera þetta vesen,“ segir hún. „Það verður hlýtt og það verða allir í stuði en það má búast við að það sé raki víðs vegar,“ segir Sigga. „En það kemur pínu sól.“ Sigga Kling, ein þekktasta spákona landsins. Í raun megi búast við sitt lítið af hverju. „Þetta verður eins og góður plokkfiskur, með bernaise og lauk og öllu,“ segir hún, „bara samansafn af verði.“ Gott veður fáist þó aðeins ef Íslendingar biðji hin andlegu öfl fallega. Valgerður Bachmann býst við besta veðrinu fyrir norðan Valgerður Bachmann, skyggn sem kveðst hafa starfað í andlegum málefnum í rúman áratug, segir við fréttastofu að það verði sól í eyjum en engin útlandastemning. „Það verður sól en ekki svo mikil sól að við fáum einhvern Tenerife-fíling,“ segir hún. „Það sést í sól.“ Valgerður Bachmann, spákona og miðill. Samkvæmt hennar spá verða Íslendingar þó ekki lausir við vætu þessa helgina. Annars staðar á landinu býst hún við rigningu en besta veðrinu fyrir norðan. „Það verður léttara veður á Akureyri,“ kemst hún að orði. Hún spáir þó hörkustemningu víða á landinu. „Íslendingar hafa aldrei látið veðrið stoppa sig,“ segir Valgerður. Ellý Ármanns spáir sólarvörn Spár Ellýjar Ármannsdóttur hafa farið sem eldur um sinu netheima síðustu vikur. Með hjálp pinnanna sinna spáði hún því fyrir mánuði að nauðsynlegt yrði að bera á sig sólarvörn á Þjóðhátíð í Eyjum um helgina. Fyrr hafði hún — eða pinnarnir — spáð góðu veðri. View this post on Instagram A post shared by €llý Ármann$ (@ellyarmannsdottir) Fréttastofa hefur reynt að ná tali af Ellýju í dag til að athuga hvort hún hafi uppfært spá sína en hún hefur ekki svarað símtölum blaðamanns. Stjörnufræðingurinn yrkir Þá leitaði blaðamaður til stjörnufræðingsins Gunnlaugs Guðmundssonar sem hefur áratugum saman gert stjörnukort fyrir fólk. Gunnlaugur Guðmundsson. Hann hafði ekki mikið um veðrið að segja en hafði þó ort ljóð um veðrið í sumar sem hann deildi með blaðamanni. Það hljóðar svo: Tenerife, eyja fyrir sunnan, í sól, heit og þægileg Ísland, eyja fyrir norðan, í rigningu, köld og kraftmikil Burtséð frá veðrinu telur Gunnlaugur að Íslendingar komi til með að skemmta sér þó að það rigni. Og að sama skapi, burtséð frá áliti spámanna, mælir fréttastofa með því að lesa vandlega yfir veðurspár Veðurstofu Íslands eða annarra sérfræðinga áður en haldið er út á land.
Veður Þjóðhátíð í Eyjum Verslunarmannahelgin Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Högni hjálpar fólki að slaka á Tónlist Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“