Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Samúel Karl Ólason skrifar 30. júlí 2025 11:02 Sean „Diddy“ Combs virtist ánægður með niðurstöðu kviðdómenda í upphafi júlí. AP/Elizabeth Williams Sean Combs, sem er ef til vill betur þekktur undir listamannsnafninu Diddy, hefur farið fram á það við dómara að honum verði sleppt úr haldi fram að dómsuppkvaðningu. Hann myndi greiða fimmtíu milljónir dala í tryggingu en hann var í upphafi mánaðarins sakfelldur í tveimur ákæruliðum af fimm í mansalsmáli gegn honum. Combs var sakfelldur í tveimur ákæruliðum af fimm en hann var sýknaður af alvarlegustu ákærunum fyrir skipulagða glæpastarfsemi og mansal. Sjá einnig: Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Combs hefur ítrekað farið fram á að honum verði sleppt úr haldi. Dómari hafnaði kröfu síðast þann 2. júlí, daginn sem Combs var sakfelldur, og sagði að fortíð hans og það að hann hafi beitt heimilisofbeldi gegnum tíðina sýndi að hann gæti verið hættulegur. Lögmaður Combs, sem lagt hefur fram nýja kröfu um að honum verði sleppt, segir aðstæður í fangelsinu sem hann situr í í Broooklyn, séu hættulegar og að aðrir menn sem sakfelldir hafi verið fyrir sambærileg brot hafi fengið að ganga lausir gegn tryggingu fyrir dómsuppkvaðningu, samkvæmt frétt New York Times. Áður hafði lögmaður Combs lagt til milljón dala tryggingargreiðslu en nú hefur hann stungið upp á fimmtíu milljónum. Sjá einnig: Combs áfram í gæsluvarðhaldi Dómsuppkvaðningin á að fara fram þann 3. október næstkomandi. Þá samsvara fimmtíu milljónir dala um sex milljörðum króna. Combs myndi leggja glæsihýsi sitt í Miami fram sem tryggingu. Sagður hafa íhugað að náða Combs Hefði Combs verið sakfelldur í alvarlegustu ákæruliðunum hefði hann staðið frammi fyrir lífstíðarfangelsi. Nú stendur hann frammi fyrir allt að tuttugu ára fangelsisvist en hann fagnaði í dómsal þegar niðurstaða kviðdómenda varð ljós. Combs hefur setið í varðhaldi frá því hann var handtekinn í september í fyrra. Deadline hefur eftir heimildarmanni úr ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, að innan veggja Hvíta húsins hafi verið íhugað hvort Trump myndi náða Combs fyrir dómsuppkvaðninguna. Um tveir mánuðir eru síðan Trump sagði fyrst að það kæmi til greina. Bandaríkin Erlend sakamál Mál Sean „Diddy“ Combs Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Kviðdómur í réttarhöldum yfir tónlistar- og athafnamanninum Sean Combs, betur þekktum sem P. Diddy, hefur komist að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða. 1. júlí 2025 21:46 Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ „Þið eruð orðin margs vísari um Sean Combs. Hann fer fyrir glæpastarfsemi. Hann virðir ekki svarið „Nei“.“ 27. júní 2025 07:09 Diddy ætlar ekki að bera vitni Réttarhöld yfir rapparanum Sean Combs, einnig þekktur sem P Diddy, hafa nú staðið yfir í sjö vikur en er farið að sjá fyrir endann á þeim. Verjendur rapparans ætla ekki að kalla til nein vitni en rúmlega þrjátíu manns hafa nú þegar borið vitni í málinu. Combs sagðist sjálfur ekki ætla bera vitni. 25. júní 2025 08:40 Sagði Diddy hafa nauðgað sér Fyrrverandi aðstoðarkona Sean Combs, sem er gjarnan kallaður „Diddy“, segir hann hafa nauðgað sér og misþyrmt yfir átta ára tímabil þar sem hún vann fyrir hann. Hún segir meðal annars að hann hafi nauðgað henni á heimili hans árið 2010 og hann hafi þar að auki margsinnis brotið beitt hana ofbeldi. 30. maí 2025 11:01 Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Söngkonan Dawn Richard sagði í dómsal í dag að tónlistarmaðurinn Sean „Diddy“ Combs hefði hótað því að myrða hana. Það myndi hann gera ef hún segði einhverjum frá því að hún hefði séð hann ganga í skrokk á Casöndru Venture eða „Cassie“, fyrrverandi kærustu hans til langs tíma. 19. maí 2025 23:38 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Combs var sakfelldur í tveimur ákæruliðum af fimm en hann var sýknaður af alvarlegustu ákærunum fyrir skipulagða glæpastarfsemi og mansal. Sjá einnig: Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Combs hefur ítrekað farið fram á að honum verði sleppt úr haldi. Dómari hafnaði kröfu síðast þann 2. júlí, daginn sem Combs var sakfelldur, og sagði að fortíð hans og það að hann hafi beitt heimilisofbeldi gegnum tíðina sýndi að hann gæti verið hættulegur. Lögmaður Combs, sem lagt hefur fram nýja kröfu um að honum verði sleppt, segir aðstæður í fangelsinu sem hann situr í í Broooklyn, séu hættulegar og að aðrir menn sem sakfelldir hafi verið fyrir sambærileg brot hafi fengið að ganga lausir gegn tryggingu fyrir dómsuppkvaðningu, samkvæmt frétt New York Times. Áður hafði lögmaður Combs lagt til milljón dala tryggingargreiðslu en nú hefur hann stungið upp á fimmtíu milljónum. Sjá einnig: Combs áfram í gæsluvarðhaldi Dómsuppkvaðningin á að fara fram þann 3. október næstkomandi. Þá samsvara fimmtíu milljónir dala um sex milljörðum króna. Combs myndi leggja glæsihýsi sitt í Miami fram sem tryggingu. Sagður hafa íhugað að náða Combs Hefði Combs verið sakfelldur í alvarlegustu ákæruliðunum hefði hann staðið frammi fyrir lífstíðarfangelsi. Nú stendur hann frammi fyrir allt að tuttugu ára fangelsisvist en hann fagnaði í dómsal þegar niðurstaða kviðdómenda varð ljós. Combs hefur setið í varðhaldi frá því hann var handtekinn í september í fyrra. Deadline hefur eftir heimildarmanni úr ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, að innan veggja Hvíta húsins hafi verið íhugað hvort Trump myndi náða Combs fyrir dómsuppkvaðninguna. Um tveir mánuðir eru síðan Trump sagði fyrst að það kæmi til greina.
Bandaríkin Erlend sakamál Mál Sean „Diddy“ Combs Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Kviðdómur í réttarhöldum yfir tónlistar- og athafnamanninum Sean Combs, betur þekktum sem P. Diddy, hefur komist að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða. 1. júlí 2025 21:46 Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ „Þið eruð orðin margs vísari um Sean Combs. Hann fer fyrir glæpastarfsemi. Hann virðir ekki svarið „Nei“.“ 27. júní 2025 07:09 Diddy ætlar ekki að bera vitni Réttarhöld yfir rapparanum Sean Combs, einnig þekktur sem P Diddy, hafa nú staðið yfir í sjö vikur en er farið að sjá fyrir endann á þeim. Verjendur rapparans ætla ekki að kalla til nein vitni en rúmlega þrjátíu manns hafa nú þegar borið vitni í málinu. Combs sagðist sjálfur ekki ætla bera vitni. 25. júní 2025 08:40 Sagði Diddy hafa nauðgað sér Fyrrverandi aðstoðarkona Sean Combs, sem er gjarnan kallaður „Diddy“, segir hann hafa nauðgað sér og misþyrmt yfir átta ára tímabil þar sem hún vann fyrir hann. Hún segir meðal annars að hann hafi nauðgað henni á heimili hans árið 2010 og hann hafi þar að auki margsinnis brotið beitt hana ofbeldi. 30. maí 2025 11:01 Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Söngkonan Dawn Richard sagði í dómsal í dag að tónlistarmaðurinn Sean „Diddy“ Combs hefði hótað því að myrða hana. Það myndi hann gera ef hún segði einhverjum frá því að hún hefði séð hann ganga í skrokk á Casöndru Venture eða „Cassie“, fyrrverandi kærustu hans til langs tíma. 19. maí 2025 23:38 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Kviðdómur í réttarhöldum yfir tónlistar- og athafnamanninum Sean Combs, betur þekktum sem P. Diddy, hefur komist að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða. 1. júlí 2025 21:46
Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ „Þið eruð orðin margs vísari um Sean Combs. Hann fer fyrir glæpastarfsemi. Hann virðir ekki svarið „Nei“.“ 27. júní 2025 07:09
Diddy ætlar ekki að bera vitni Réttarhöld yfir rapparanum Sean Combs, einnig þekktur sem P Diddy, hafa nú staðið yfir í sjö vikur en er farið að sjá fyrir endann á þeim. Verjendur rapparans ætla ekki að kalla til nein vitni en rúmlega þrjátíu manns hafa nú þegar borið vitni í málinu. Combs sagðist sjálfur ekki ætla bera vitni. 25. júní 2025 08:40
Sagði Diddy hafa nauðgað sér Fyrrverandi aðstoðarkona Sean Combs, sem er gjarnan kallaður „Diddy“, segir hann hafa nauðgað sér og misþyrmt yfir átta ára tímabil þar sem hún vann fyrir hann. Hún segir meðal annars að hann hafi nauðgað henni á heimili hans árið 2010 og hann hafi þar að auki margsinnis brotið beitt hana ofbeldi. 30. maí 2025 11:01
Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Söngkonan Dawn Richard sagði í dómsal í dag að tónlistarmaðurinn Sean „Diddy“ Combs hefði hótað því að myrða hana. Það myndi hann gera ef hún segði einhverjum frá því að hún hefði séð hann ganga í skrokk á Casöndru Venture eða „Cassie“, fyrrverandi kærustu hans til langs tíma. 19. maí 2025 23:38