Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. júlí 2025 12:01 Olíubrák liggur yfir bílaplaninu við kirkjuna og Sigurður Már Hannesson sóknarprestur er þreyttur á stöðunni. Sóknarprestur í Seljakirkju í Reykjavík er langþreyttur á bílum sem eru skildir eftir á bílaplani við kirkjuna og eru gjarnan fullir af bensínbrúsum. Ekki er um að ræða eina dæmið um slíka bíla en á sama tíma hefur mikið borið á olíustuldi á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafa fjórir bílar verið fjarlægðir af planinu undanfarinn mánuð. Í vikunni var hundruð lítrum af olíu stolið úr flutningabílum flutningafyrirtækisins Fraktlausna auk þess sem vörubílstjóri greip þjóf glóðvolgan í slíkum erindagjörðum í Bústaðahverfi um miðja nótt. Framkvæmdastjóri Fraktlausna sagði fleiri fyrirtæki hafa lent í slíkum þjófnaði og að hann teldi höfuðborgarsvæðið fullt af bílum stútfullum af stolnum bensín- og olíubrúsum. Fréttastofa greindi frá einum slíkum við Miklubraut í maí síðastliðnum. Annar slíkur bíll fullur af brúsum er á bílaplani við Seljakirkju í Reykjavík. Sigurður Már Hannesson sóknarprestur segir bílinn hafa verið þar svo mánuðum skiptir. „Þessi bíll og fleiri hafa verið á planinu hjá okkur lengi vel. Rauninni höfum við verið í allt sumar í sambandi við bæði Reykjavíkurborg, við lögregluna, við heilbrigðiseftirlitið til þess að reyna að fá þessa bíla fjarlægða,“ segir Sigurður sem segir augljóst að slíkur bíll geti valdið mikilli eldhættu á bílastæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa fjórir bílar verið fjarlægðir af planinu undanfarinn mánuð. Áður hefur lögregla hvatt vörubílstjóra til að láta vita verði þeir fyrir þjófnaði á díseolíu og sagt um þjófafaraldur að ræða. Sigurður segir þetta hvimleitt vandamál. „Það gerist oft að plön eins og þessi, bílaplön, að það hrannist upp bílar og verði til þessir „bílakirkjugarðar,“ ef við getum orðað það svoleiðis. Og yfirvöld hafa verið svolítið sein að grípa í taumana og fjarlæga þessa bíla.“ Hann segir líkt og lögreglan að bílarnir hafi einn af öðrum horfið af bílaplaninu en ekki nógu margir. „Og þessi bíll og nokkrir aðrir eru þarna eftir. Við vitum náttúrulega ekkert hvort þetta séu sömu menn, sömu bílar, sama fólk og hafa verið í þessum þjófnaði þarna umrædda en við verðum að bíða átekta hvað þetta varðar.“ Lögreglumál Reykjavík Þjóðkirkjan Olíuþjófnaður Tengdar fréttir Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Óprúttinn þjófur var gripinn glóðvolgur af eiganda vörubíls í nótt í Bústaðahverfi í Reykjavík þar sem hann var í óðaönn við að stela díselolíu af bílnum. Fleiri nýleg dæmi eru um slíkan þjófnað en síðustu helgi var hundruðum lítra af olíu stolið á lóð flutningafyrirtækis. Lögregla segir of snemmt að segja til um hvort málin tengist en þjófnaður sem þessi hafi færst mjög í aukana í sumar. 28. júlí 2025 11:20 Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Nokkur hundruð lítrum af díselolíu var stolið úr flutningabíl fyrirtækisins Fraktlausnir í gærnótt. Framkvæmdastjóri segir fyrirtækið hafa orðið fyrir tjóni upp á nokkrar milljónir vegna þjófahóps sem hafi í gríð og erg stolið olíu af fyrirtækinu. 26. júlí 2025 14:07 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Sjá meira
Í vikunni var hundruð lítrum af olíu stolið úr flutningabílum flutningafyrirtækisins Fraktlausna auk þess sem vörubílstjóri greip þjóf glóðvolgan í slíkum erindagjörðum í Bústaðahverfi um miðja nótt. Framkvæmdastjóri Fraktlausna sagði fleiri fyrirtæki hafa lent í slíkum þjófnaði og að hann teldi höfuðborgarsvæðið fullt af bílum stútfullum af stolnum bensín- og olíubrúsum. Fréttastofa greindi frá einum slíkum við Miklubraut í maí síðastliðnum. Annar slíkur bíll fullur af brúsum er á bílaplani við Seljakirkju í Reykjavík. Sigurður Már Hannesson sóknarprestur segir bílinn hafa verið þar svo mánuðum skiptir. „Þessi bíll og fleiri hafa verið á planinu hjá okkur lengi vel. Rauninni höfum við verið í allt sumar í sambandi við bæði Reykjavíkurborg, við lögregluna, við heilbrigðiseftirlitið til þess að reyna að fá þessa bíla fjarlægða,“ segir Sigurður sem segir augljóst að slíkur bíll geti valdið mikilli eldhættu á bílastæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa fjórir bílar verið fjarlægðir af planinu undanfarinn mánuð. Áður hefur lögregla hvatt vörubílstjóra til að láta vita verði þeir fyrir þjófnaði á díseolíu og sagt um þjófafaraldur að ræða. Sigurður segir þetta hvimleitt vandamál. „Það gerist oft að plön eins og þessi, bílaplön, að það hrannist upp bílar og verði til þessir „bílakirkjugarðar,“ ef við getum orðað það svoleiðis. Og yfirvöld hafa verið svolítið sein að grípa í taumana og fjarlæga þessa bíla.“ Hann segir líkt og lögreglan að bílarnir hafi einn af öðrum horfið af bílaplaninu en ekki nógu margir. „Og þessi bíll og nokkrir aðrir eru þarna eftir. Við vitum náttúrulega ekkert hvort þetta séu sömu menn, sömu bílar, sama fólk og hafa verið í þessum þjófnaði þarna umrædda en við verðum að bíða átekta hvað þetta varðar.“
Lögreglumál Reykjavík Þjóðkirkjan Olíuþjófnaður Tengdar fréttir Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Óprúttinn þjófur var gripinn glóðvolgur af eiganda vörubíls í nótt í Bústaðahverfi í Reykjavík þar sem hann var í óðaönn við að stela díselolíu af bílnum. Fleiri nýleg dæmi eru um slíkan þjófnað en síðustu helgi var hundruðum lítra af olíu stolið á lóð flutningafyrirtækis. Lögregla segir of snemmt að segja til um hvort málin tengist en þjófnaður sem þessi hafi færst mjög í aukana í sumar. 28. júlí 2025 11:20 Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Nokkur hundruð lítrum af díselolíu var stolið úr flutningabíl fyrirtækisins Fraktlausnir í gærnótt. Framkvæmdastjóri segir fyrirtækið hafa orðið fyrir tjóni upp á nokkrar milljónir vegna þjófahóps sem hafi í gríð og erg stolið olíu af fyrirtækinu. 26. júlí 2025 14:07 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Sjá meira
Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Óprúttinn þjófur var gripinn glóðvolgur af eiganda vörubíls í nótt í Bústaðahverfi í Reykjavík þar sem hann var í óðaönn við að stela díselolíu af bílnum. Fleiri nýleg dæmi eru um slíkan þjófnað en síðustu helgi var hundruðum lítra af olíu stolið á lóð flutningafyrirtækis. Lögregla segir of snemmt að segja til um hvort málin tengist en þjófnaður sem þessi hafi færst mjög í aukana í sumar. 28. júlí 2025 11:20
Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Nokkur hundruð lítrum af díselolíu var stolið úr flutningabíl fyrirtækisins Fraktlausnir í gærnótt. Framkvæmdastjóri segir fyrirtækið hafa orðið fyrir tjóni upp á nokkrar milljónir vegna þjófahóps sem hafi í gríð og erg stolið olíu af fyrirtækinu. 26. júlí 2025 14:07