Lífið

Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti

Agnar Már Másson skrifar
Á myndskeiðinu sést hvernig Bon Jovi nálgast konuna yfirvegað og ræðir við hana í rólegheitum.
Á myndskeiðinu sést hvernig Bon Jovi nálgast konuna yfirvegað og ræðir við hana í rólegheitum. Getty/Theo Wargo

Heimsfrægi rokkarinn Jon Bon Jovi skaut óvænt upp kolli á veitingastaðnum Strikinu á Akureyri í dag og snæddi þar dögurð. Þjónn á veitingastaðnum segir að kokkarnir hafi verið yfir sig hrifnir.

Bon Jovi, sem á meðal annars smellinn Livin' on a Prayer, snæddi ásamt sjö öðrum á veitingahúsinu og fór í raun lítið fyrir honum að Sögu Margrétar Blöndal, þjóns á Strikinu. mbl.is greindi fyrst frá.

Bandaríski rokkarinn hafði pantað borðið undir öðru nafni en starfsmönnum seinna borist ábending skömmu áður en hann mætti að þar væri Bon Jovi á ferð. Hópurinn hafi fengið sérherbergi og lítið hafi farið fyrir Bon Jovi, sem hafi verið kurteis. 

Saga segir að þjónarnir hafi flestir haldið ró sinni, kúnnarnir einnig, en sumir kokkarnir hafi verið með stjörnuglýju í augunum. „Þeir voru smá órólegir,“ segir Saga og hlær við. 

Hún veit ekki betur en að hinum 63 ára rokkara hafi litist vel á matinn, en reyndar hafi hann ekki borðað mikið á staðnum enda hafi föruneytið stoppað og fengið sér pylsu áður en þau mættu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.