Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 31. júlí 2025 19:30 Sigurður kallar eftir því að stjórnvöld bregðist við og bjóði eldri borgurum sem verða fyrir ofbeldi upp á alvöru úrræði. Vísir/Bjarni Stjórnarmaður í Landssambandi eldri borgara óttast að tilfelli, þar sem fólk beitir aldraða ættingja sína ofbeldi, séu yfir þúsund á ári. Eldra fólk í slíkum aðstæðum geti hvergi leitað. Alvarlegt ofbeldi ættingja gegn eldri borgurum er það heimilisofbeldi sem hvað erfiðast er að varpa ljósi á að sögn teymisstjóra hjá Bjarkahlíð sem ræddi málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Tilefnið er andlát áttræðs karlmanns sem lést í apríl eftir næturlanga líkamsárás dóttur sinnar. Samkvæmt ákæru á hendur dótturinni lét hún högg og spörk dynja á foreldrum sínum í tíu klukkustundir áður en maðurinn örmagnaðist og lést á flótta af heimili sínu. Áður en dóttir mannsins varð honum að bana þann 11. apríl síðastliðinn hafði hann og móðir hennar margsinnis leitað sér aðstoð lækna vegna árásarinnar. Örfáum dögum fyrir andlátið hafði hann legið inni á spítala í tvo daga eftir alvarlega árás. Geti hvergi leitað Sigurður Ágúst Sigurðsson varaformaður Landssambands eldri borgara segir málið sýna svart á hvítu að eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi fjölskyldumeðlima geti hvergi leitað. „Þegar lögreglan mætir á staðinn þá getur hún ekkert vísað málinu til einhvers sem tæki við málinu heldur fer þetta bara í skýrslubunka,“ segir Sigurður sem segist vilja sjá sambærileg úrræði standa öldruðum til boða og býst börnum sem verða fyrir ofbeldi. „Þegar lögregla mætir á staðinn og það er grunur um ofbeldi gegn barni þá er kallaður til fulltrúi frá Barnavernd sem kemur á staðinn þannig lögregla fer ekki af staðnum fyrr en sá fulltrúi er kominn og tekur við málinu. Það er til umboðsmaður barna. Af hverju getur sá sami aðili ekki líka verið umboðsmaður eldri borgara?“ Hann segir ljóst að um falið vandamál sé að ræða, rannsóknir erlendis frá sýni að tilkynnt brot séu einungis toppurinn á ísjakanum. „Og það er talað um að sextán prósent á aldrinum sextíu ára plús verði fyrir ofbeldi og ef við uppfærum þetta á Ísland erum að tala um um og yfir þúsund tilfelli á ári.“ Lögreglumál Eldri borgarar Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Alvarlegt ofbeldi gegn eldri borgurum af hálfu ættingja þeirra eru meðal þess heimilisofbeldis sem hvað erfiðast er að varpa ljósi á. Þetta segir teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð. Greint var frá því í gær að maður á áttræðisaldri sem lést í apríl eftir hrottafengið ofbeldi af hálfu dóttur sinnar hafi ítrekað leitað læknisaðstoðar vegna ofbeldisins mánuði fyrir árásina. 31. júlí 2025 13:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Alvarlegt ofbeldi ættingja gegn eldri borgurum er það heimilisofbeldi sem hvað erfiðast er að varpa ljósi á að sögn teymisstjóra hjá Bjarkahlíð sem ræddi málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Tilefnið er andlát áttræðs karlmanns sem lést í apríl eftir næturlanga líkamsárás dóttur sinnar. Samkvæmt ákæru á hendur dótturinni lét hún högg og spörk dynja á foreldrum sínum í tíu klukkustundir áður en maðurinn örmagnaðist og lést á flótta af heimili sínu. Áður en dóttir mannsins varð honum að bana þann 11. apríl síðastliðinn hafði hann og móðir hennar margsinnis leitað sér aðstoð lækna vegna árásarinnar. Örfáum dögum fyrir andlátið hafði hann legið inni á spítala í tvo daga eftir alvarlega árás. Geti hvergi leitað Sigurður Ágúst Sigurðsson varaformaður Landssambands eldri borgara segir málið sýna svart á hvítu að eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi fjölskyldumeðlima geti hvergi leitað. „Þegar lögreglan mætir á staðinn þá getur hún ekkert vísað málinu til einhvers sem tæki við málinu heldur fer þetta bara í skýrslubunka,“ segir Sigurður sem segist vilja sjá sambærileg úrræði standa öldruðum til boða og býst börnum sem verða fyrir ofbeldi. „Þegar lögregla mætir á staðinn og það er grunur um ofbeldi gegn barni þá er kallaður til fulltrúi frá Barnavernd sem kemur á staðinn þannig lögregla fer ekki af staðnum fyrr en sá fulltrúi er kominn og tekur við málinu. Það er til umboðsmaður barna. Af hverju getur sá sami aðili ekki líka verið umboðsmaður eldri borgara?“ Hann segir ljóst að um falið vandamál sé að ræða, rannsóknir erlendis frá sýni að tilkynnt brot séu einungis toppurinn á ísjakanum. „Og það er talað um að sextán prósent á aldrinum sextíu ára plús verði fyrir ofbeldi og ef við uppfærum þetta á Ísland erum að tala um um og yfir þúsund tilfelli á ári.“
Lögreglumál Eldri borgarar Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Alvarlegt ofbeldi gegn eldri borgurum af hálfu ættingja þeirra eru meðal þess heimilisofbeldis sem hvað erfiðast er að varpa ljósi á. Þetta segir teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð. Greint var frá því í gær að maður á áttræðisaldri sem lést í apríl eftir hrottafengið ofbeldi af hálfu dóttur sinnar hafi ítrekað leitað læknisaðstoðar vegna ofbeldisins mánuði fyrir árásina. 31. júlí 2025 13:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Alvarlegt ofbeldi gegn eldri borgurum af hálfu ættingja þeirra eru meðal þess heimilisofbeldis sem hvað erfiðast er að varpa ljósi á. Þetta segir teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð. Greint var frá því í gær að maður á áttræðisaldri sem lést í apríl eftir hrottafengið ofbeldi af hálfu dóttur sinnar hafi ítrekað leitað læknisaðstoðar vegna ofbeldisins mánuði fyrir árásina. 31. júlí 2025 13:00