Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. ágúst 2025 15:45 Fjórfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen er ekkert að fara neitt. Getty/Jakub Porzycki Formúlu 1 kappinn Max Verstappen er ekkert að fara neitt. Hann hefur nú staðfest að hann keyri áfram fyrir Red Bull árið 2026. Hollenski heimsmeistarinn staðfesti þetta á blaðamannafundi fyrir ungverska kappaksturinn um helgina. „Ég held að það sé kominn tími á það að stoppa þessar sögusagnir. Það hefur alltaf verið á hreinu í mínum augum að ég verði áfram hjá Red Bull,“ sagði Max Verstappen. Lengi hafa menn í formúlu 1 heiminum velt því fyrir sér hvort Verstappen sé á förum. Hann hefur meðal annars verið orðaður við Mercedes liðið. Verstappen er enn bara 27 ára gamall en hann hefur verið heimsmeistari í formúlu 1 undanfarin fjögur ár. Útlitið er þó ekki bjart í ár en hann er bara í þriðja sætinu eftir þrettán keppnir. Slakt gengi í ár hefur auðvitað mikið að segja með allar þessar kviksögur. Christian Horner, yfirmaður hans hjá Red Bull, var rekinn á dögunum og það gerði ekkert annað en að auka slúðrið um framtíð Hollendingsins. Verstappen er með samning við Red Bull til ársins 2028 þannig að þetta var aldrei spurning um samninginn heldur miklu frekar að hann og liðið hefði komið sér saman um starfslok eins og var í tilfelli Horner. Verstappen hefur nú stigið fram og fullvissað alla að hann keyrir áfram fyrir Red Bull. Max Verstappen confirms he's staying at Red Bull next season 👀#F1 #HungarianGP pic.twitter.com/6ToNBPw4Tq— Formula 1 (@F1) July 31, 2025 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Hollenski heimsmeistarinn staðfesti þetta á blaðamannafundi fyrir ungverska kappaksturinn um helgina. „Ég held að það sé kominn tími á það að stoppa þessar sögusagnir. Það hefur alltaf verið á hreinu í mínum augum að ég verði áfram hjá Red Bull,“ sagði Max Verstappen. Lengi hafa menn í formúlu 1 heiminum velt því fyrir sér hvort Verstappen sé á förum. Hann hefur meðal annars verið orðaður við Mercedes liðið. Verstappen er enn bara 27 ára gamall en hann hefur verið heimsmeistari í formúlu 1 undanfarin fjögur ár. Útlitið er þó ekki bjart í ár en hann er bara í þriðja sætinu eftir þrettán keppnir. Slakt gengi í ár hefur auðvitað mikið að segja með allar þessar kviksögur. Christian Horner, yfirmaður hans hjá Red Bull, var rekinn á dögunum og það gerði ekkert annað en að auka slúðrið um framtíð Hollendingsins. Verstappen er með samning við Red Bull til ársins 2028 þannig að þetta var aldrei spurning um samninginn heldur miklu frekar að hann og liðið hefði komið sér saman um starfslok eins og var í tilfelli Horner. Verstappen hefur nú stigið fram og fullvissað alla að hann keyrir áfram fyrir Red Bull. Max Verstappen confirms he's staying at Red Bull next season 👀#F1 #HungarianGP pic.twitter.com/6ToNBPw4Tq— Formula 1 (@F1) July 31, 2025
Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira