„Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. ágúst 2025 14:58 Bílar á vegum björgunarsveitarinnar Þorbjarnar. Mynd tengist frétt því ekki beint. Björgunarsveitir hjálpuðu þremur ferðamönnum á Fimmvörðuhálsi í nótt. Fólkið var orðið blautt, skalf af kulda og var varla gangfært. Einnig þurfti að aðstoða ferðamenn sem festu bíl í Stóru-Laxá í nótt og hafa björgunarsveitir sinnt tveimur útköllum á Snæfellsnesi í dag. Björgunarsveitir voru kallaðar út tvívegis fyrr í dag á Snæfellsnesi, annars vegar vegna báts sem slóst utan í bryggju og hins vegar vegna þaks sem hafði fokið á Hellissandi. „Fyrir utan lætin í Vestmannaeyjum í gærkvöldi voru tvær beiðnir sem bárust björgunarsveitunum,“ sagði Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í samtali við fréttastofu „Blaut, mjög köld og treystu sér ekki lengra“ „Annars vegar frá ferðamönnum sem höfðu fest bíl sinn í Stóru-Laxá inni á Hálendinu. Þangað fóru tvær björgunarsveitir og leystu það mál tiltölulega hratt og örugglega þó það væri erfitt að komast að þeim.“ „Síðan barst beiðni frá þremur ferðamönnum sem höfðu ætlað að ganga Fimmvörðuháls frá Skógum yfir í Þórsmörk, höfðu með sér tjald og höfðu hugsað sér að gista í tjaldi á leiðinni,“ sagði hann. „Veður var orðið þannig að það var ekki gerlegt og þau náðu ekki að hemja tjaldið til þess að tjalda því, voru orðin blaut, mjög köld og treystu sér ekki lengra.“ Varla gangfær og „skulfu eins og hríslur“ Björgunarsveitir fóru annars vegar gangandi upp úr Þórsmörk, Kattarhryggina og inn á Morinsheiði og hins vegar með því að keyra inn á Fimmvörðuhálsinn frá Skógum og voru komin að þeim um tvö í nótt. „Þá var ástandið orðið þannig að þau voru varla gangfær en með því að hlúa aðeins að þeim og nota hitateppi til að koma aðeins hita í þau aftur þá treystu þau sér til þess að ganga niður með björgunarsveitarmönnum,“ segir Jón Þór. „Þessu lauk nú ekki fyrr en á sjöunda tímanum í morgun,“ bætir hann við. Þau hafi verið köld, hrakin og illa á sig komin og heppin að ekki fór verr. „Ég held að þarna hafi verið aðstæður sem eru dæmigerðar fyrir það þegar fólk verður úti. Þau voru blaut, þeim var kalt og skulfu eins og hríslur. Ég held þau hafi verið þessari aðstoð fegin,“ segir hann. Björgunarsveitir Rangárþing eystra Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Björgunarsveitir voru kallaðar út tvívegis fyrr í dag á Snæfellsnesi, annars vegar vegna báts sem slóst utan í bryggju og hins vegar vegna þaks sem hafði fokið á Hellissandi. „Fyrir utan lætin í Vestmannaeyjum í gærkvöldi voru tvær beiðnir sem bárust björgunarsveitunum,“ sagði Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í samtali við fréttastofu „Blaut, mjög köld og treystu sér ekki lengra“ „Annars vegar frá ferðamönnum sem höfðu fest bíl sinn í Stóru-Laxá inni á Hálendinu. Þangað fóru tvær björgunarsveitir og leystu það mál tiltölulega hratt og örugglega þó það væri erfitt að komast að þeim.“ „Síðan barst beiðni frá þremur ferðamönnum sem höfðu ætlað að ganga Fimmvörðuháls frá Skógum yfir í Þórsmörk, höfðu með sér tjald og höfðu hugsað sér að gista í tjaldi á leiðinni,“ sagði hann. „Veður var orðið þannig að það var ekki gerlegt og þau náðu ekki að hemja tjaldið til þess að tjalda því, voru orðin blaut, mjög köld og treystu sér ekki lengra.“ Varla gangfær og „skulfu eins og hríslur“ Björgunarsveitir fóru annars vegar gangandi upp úr Þórsmörk, Kattarhryggina og inn á Morinsheiði og hins vegar með því að keyra inn á Fimmvörðuhálsinn frá Skógum og voru komin að þeim um tvö í nótt. „Þá var ástandið orðið þannig að þau voru varla gangfær en með því að hlúa aðeins að þeim og nota hitateppi til að koma aðeins hita í þau aftur þá treystu þau sér til þess að ganga niður með björgunarsveitarmönnum,“ segir Jón Þór. „Þessu lauk nú ekki fyrr en á sjöunda tímanum í morgun,“ bætir hann við. Þau hafi verið köld, hrakin og illa á sig komin og heppin að ekki fór verr. „Ég held að þarna hafi verið aðstæður sem eru dæmigerðar fyrir það þegar fólk verður úti. Þau voru blaut, þeim var kalt og skulfu eins og hríslur. Ég held þau hafi verið þessari aðstoð fegin,“ segir hann.
Björgunarsveitir Rangárþing eystra Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira