„Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. ágúst 2025 14:58 Bílar á vegum björgunarsveitarinnar Þorbjarnar. Mynd tengist frétt því ekki beint. Björgunarsveitir hjálpuðu þremur ferðamönnum á Fimmvörðuhálsi í nótt. Fólkið var orðið blautt, skalf af kulda og var varla gangfært. Einnig þurfti að aðstoða ferðamenn sem festu bíl í Stóru-Laxá í nótt og hafa björgunarsveitir sinnt tveimur útköllum á Snæfellsnesi í dag. Björgunarsveitir voru kallaðar út tvívegis fyrr í dag á Snæfellsnesi, annars vegar vegna báts sem slóst utan í bryggju og hins vegar vegna þaks sem hafði fokið á Hellissandi. „Fyrir utan lætin í Vestmannaeyjum í gærkvöldi voru tvær beiðnir sem bárust björgunarsveitunum,“ sagði Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í samtali við fréttastofu „Blaut, mjög köld og treystu sér ekki lengra“ „Annars vegar frá ferðamönnum sem höfðu fest bíl sinn í Stóru-Laxá inni á Hálendinu. Þangað fóru tvær björgunarsveitir og leystu það mál tiltölulega hratt og örugglega þó það væri erfitt að komast að þeim.“ „Síðan barst beiðni frá þremur ferðamönnum sem höfðu ætlað að ganga Fimmvörðuháls frá Skógum yfir í Þórsmörk, höfðu með sér tjald og höfðu hugsað sér að gista í tjaldi á leiðinni,“ sagði hann. „Veður var orðið þannig að það var ekki gerlegt og þau náðu ekki að hemja tjaldið til þess að tjalda því, voru orðin blaut, mjög köld og treystu sér ekki lengra.“ Varla gangfær og „skulfu eins og hríslur“ Björgunarsveitir fóru annars vegar gangandi upp úr Þórsmörk, Kattarhryggina og inn á Morinsheiði og hins vegar með því að keyra inn á Fimmvörðuhálsinn frá Skógum og voru komin að þeim um tvö í nótt. „Þá var ástandið orðið þannig að þau voru varla gangfær en með því að hlúa aðeins að þeim og nota hitateppi til að koma aðeins hita í þau aftur þá treystu þau sér til þess að ganga niður með björgunarsveitarmönnum,“ segir Jón Þór. „Þessu lauk nú ekki fyrr en á sjöunda tímanum í morgun,“ bætir hann við. Þau hafi verið köld, hrakin og illa á sig komin og heppin að ekki fór verr. „Ég held að þarna hafi verið aðstæður sem eru dæmigerðar fyrir það þegar fólk verður úti. Þau voru blaut, þeim var kalt og skulfu eins og hríslur. Ég held þau hafi verið þessari aðstoð fegin,“ segir hann. Björgunarsveitir Rangárþing eystra Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Björgunarsveitir voru kallaðar út tvívegis fyrr í dag á Snæfellsnesi, annars vegar vegna báts sem slóst utan í bryggju og hins vegar vegna þaks sem hafði fokið á Hellissandi. „Fyrir utan lætin í Vestmannaeyjum í gærkvöldi voru tvær beiðnir sem bárust björgunarsveitunum,“ sagði Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í samtali við fréttastofu „Blaut, mjög köld og treystu sér ekki lengra“ „Annars vegar frá ferðamönnum sem höfðu fest bíl sinn í Stóru-Laxá inni á Hálendinu. Þangað fóru tvær björgunarsveitir og leystu það mál tiltölulega hratt og örugglega þó það væri erfitt að komast að þeim.“ „Síðan barst beiðni frá þremur ferðamönnum sem höfðu ætlað að ganga Fimmvörðuháls frá Skógum yfir í Þórsmörk, höfðu með sér tjald og höfðu hugsað sér að gista í tjaldi á leiðinni,“ sagði hann. „Veður var orðið þannig að það var ekki gerlegt og þau náðu ekki að hemja tjaldið til þess að tjalda því, voru orðin blaut, mjög köld og treystu sér ekki lengra.“ Varla gangfær og „skulfu eins og hríslur“ Björgunarsveitir fóru annars vegar gangandi upp úr Þórsmörk, Kattarhryggina og inn á Morinsheiði og hins vegar með því að keyra inn á Fimmvörðuhálsinn frá Skógum og voru komin að þeim um tvö í nótt. „Þá var ástandið orðið þannig að þau voru varla gangfær en með því að hlúa aðeins að þeim og nota hitateppi til að koma aðeins hita í þau aftur þá treystu þau sér til þess að ganga niður með björgunarsveitarmönnum,“ segir Jón Þór. „Þessu lauk nú ekki fyrr en á sjöunda tímanum í morgun,“ bætir hann við. Þau hafi verið köld, hrakin og illa á sig komin og heppin að ekki fór verr. „Ég held að þarna hafi verið aðstæður sem eru dæmigerðar fyrir það þegar fólk verður úti. Þau voru blaut, þeim var kalt og skulfu eins og hríslur. Ég held þau hafi verið þessari aðstoð fegin,“ segir hann.
Björgunarsveitir Rangárþing eystra Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira