Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. ágúst 2025 20:05 Mikið er um gamlar og fallegar dráttarvélar í Hrísey. Magnús Hlynur Hreiðarsson Gamlar dráttarvélar eru aðal ferðamáti íbúa í Hrísey enda ekki um miklar vegalengdir að ræða í eyjunni. Mikið er lagt upp úr fallegu útliti vélanna þannig að þær sómi sér vel á staðnum. Veitingamaður í eyjunni, segir alltaf meira nóg að gera yfir sumartímann. Það er alltaf mikið um ferðamenn, sem fara með Hríseyjarferjunni Sævari frá Árskógsströnd í Hrísey. Þegar komið er í eyjuna má sjá gamlar fallegar dráttarvélar hér og þar en það eru farartæki eyjaskeggja. Linda María Ásgeirsdóttir er með veitingastaðinn Verbúðin 66. En hvernig er að búa í eyjunni? „Það er náttúrulega langbest, þetta er bara besti staðurinn. Svo gengur þú bara hérna um og nýtur þessa lita fallega þorps og þessari eyju,“ segir Linda. Linda María Ásgeirsdóttir, veitingamaður í Hrísey og íbúi í eyjunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvers konar fólk býr í Hrísey? „Það er náttúrulega svolítið skrýtið fólk. Það hlýtur að vera pínu skrítið þegar maður býr á eyju þar sem búa ekki fleiri en 130 manns, nei, nei, við erum bara svona venjulegt fólk,“ segir Linda skellihlæjandi. En hvernig gengur hjá Lindu að vera með veitingastað í eyjunni? „Það gengur svona upp og ofan. Það er náttúrulega mikið að gera á sumrin, kannski stundum og mikið. Þannig að það mætti vera minna og jafnara stundum“, segir hún. Það er ótrúlega gaman að sjá allar dráttarvélarnar í Hrísey því þær eru svo fallegar og vel með farnar. Ein af dráttarvélunum í eyjunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú ekur bara um á dráttarvél hérna? “Já, já, það er skylda, það er bara staðalbúnaður, eiga traktor og kerru,” segir Gunnar Magnús Arnþórsson, flugvirki og íbúi í Hrísey yfir sumartímann. Er þetta besti staður landsins eða? „Já, hér jarðtengir maður sig og slakar á, það er bara svoleiðis”. Gunnar Magnús Arnþórsson, flugvirki og íbúi í Hrísey yfir sumartímannMagnús Hlynur Hreiðarsson Af hverju ákvaðst þú að setjast að í eyjunni? „Heyrðu, konan mín er fædd og uppalinn hérna. Við eigum hús hérna, sem við erum að gera upp og dveljum hérna á sumrin og í fríum og svona,” segir Gunnar Magnús, alsæll með búsetuna í eyjunni. Dráttarvélum stillt upp við eitt húsið í eyjunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrísey Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Það er alltaf mikið um ferðamenn, sem fara með Hríseyjarferjunni Sævari frá Árskógsströnd í Hrísey. Þegar komið er í eyjuna má sjá gamlar fallegar dráttarvélar hér og þar en það eru farartæki eyjaskeggja. Linda María Ásgeirsdóttir er með veitingastaðinn Verbúðin 66. En hvernig er að búa í eyjunni? „Það er náttúrulega langbest, þetta er bara besti staðurinn. Svo gengur þú bara hérna um og nýtur þessa lita fallega þorps og þessari eyju,“ segir Linda. Linda María Ásgeirsdóttir, veitingamaður í Hrísey og íbúi í eyjunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvers konar fólk býr í Hrísey? „Það er náttúrulega svolítið skrýtið fólk. Það hlýtur að vera pínu skrítið þegar maður býr á eyju þar sem búa ekki fleiri en 130 manns, nei, nei, við erum bara svona venjulegt fólk,“ segir Linda skellihlæjandi. En hvernig gengur hjá Lindu að vera með veitingastað í eyjunni? „Það gengur svona upp og ofan. Það er náttúrulega mikið að gera á sumrin, kannski stundum og mikið. Þannig að það mætti vera minna og jafnara stundum“, segir hún. Það er ótrúlega gaman að sjá allar dráttarvélarnar í Hrísey því þær eru svo fallegar og vel með farnar. Ein af dráttarvélunum í eyjunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú ekur bara um á dráttarvél hérna? “Já, já, það er skylda, það er bara staðalbúnaður, eiga traktor og kerru,” segir Gunnar Magnús Arnþórsson, flugvirki og íbúi í Hrísey yfir sumartímann. Er þetta besti staður landsins eða? „Já, hér jarðtengir maður sig og slakar á, það er bara svoleiðis”. Gunnar Magnús Arnþórsson, flugvirki og íbúi í Hrísey yfir sumartímannMagnús Hlynur Hreiðarsson Af hverju ákvaðst þú að setjast að í eyjunni? „Heyrðu, konan mín er fædd og uppalinn hérna. Við eigum hús hérna, sem við erum að gera upp og dveljum hérna á sumrin og í fríum og svona,” segir Gunnar Magnús, alsæll með búsetuna í eyjunni. Dráttarvélum stillt upp við eitt húsið í eyjunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrísey Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira