Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar 5. ágúst 2025 08:02 Síðustu árin hafa nokkrir einstaklingar alið á ótta við Evrópusambandið og hugsanlega fulla aðild okkar Íslendinga að því. Þeir hafa jafnvel kallað sig sérfræðinga á þessu sviði en gætt þess vandlega að telja aldrei upp eitt einasta atriði sem reynst hefur jákvætt við þátttökuna í EES-samstarfinu – aldrei orð um það enda þótt þar sé af mörgu að taka og svokölluðum sérfræðingum ætti að vera kunnugt um. Allt tal um ESB skal vera neikvætt í þeirra augum enda séum við svo smá og vesæl og megum okkar lítils í svo miklu bandalagi; erum jafnvel kúguð til hlýðni og undirgefni af fullkomnu miskunnarleysi. Við höfum verið vesalingar í þessum samanburði og munum alltaf verða það. Þetta er sagt í nafni sérfræði um málefnið og allir vondir við okkur og hin mestu fól. Þvílík reisn í málflutningi væri líklega vegin og léttvæg fundin ef þjálfari kappliðs í boltaleikjum léti slíka dælu ganga yfir liðsmenn áður en þeir hefja leik við önnur lið sem kynnu eitthvað fyrir sér í íþróttinni: „Við erum svo smá og lítil, andstæðingarnir miklu betri og best væri að gefa leikinn áður en hann fer fram því annars gætum við tapað!” Slíkur þjálfari yrði snarlega rekinn og annar fenginn til að blása liðsmönnum djörfung í brjóst og ganga fullir sjálfstrausts til leiks. Með slíkt hugarfar höfum við oft unnið kappleiki enda þótt einhverjir hafi fyrir fram efast um að það hafi verið mögulegt. Á sama hátt létu íslenskir stjórnmálamenn sem vind um eyru þjóta þegar einhverjir efuðust um að hægt væri að færa út landhelgina í andstöðu við Breta og Þjóðverja. Þeir höfðu hótað okkur öllu illu ef við hrektum þá af Íslandsmiðum. En við fórum fram með góðan málstað, öfluðum honum fylgis annarra þjóða, börðumst djarflega og höfðum loks sigur. Nú er það starf allt undirstaða alþjóða reglu um landhelgi strandríkja. Sem betur fór hlustuðu íslenskir forystumenn ekki á úrtölur eins og nú er boðið upp á af svokölluðum „sérfræðingum” og leiðsögn þeirra vinsamlega afþökkuð. Það er mikill misskilningur að menn og þjóðir afli sér fylgis við málstað með því að vera ekki í sambandi við aðrar þjóðir, einangra sig frá alþjóðlegu samstarfi og hlaupa niður í sínar holur. Þvert á móti sýnir reynslan að stolt þjóð með yfirvegaðan málstað og einarða málafylgju nær árangri með því að eiga sem best samstarf við aðrar þjóðir, án minnimáttarkenndar sem dregur einasta þrótt úr samfélaginu og þeim sem það mynda. Þess vegna erum við þjóð sem er klyfjuð skynsamlegri djörfung, er í góðu samstarfi við nágrannaþjóðir okkar og fylgjum jafnan fram góðum og vel ígrunduðum málstað án minnimáttarkenndar eða hroka sem einkenndi okkur fyrir hrun. Ísland er því raunverulega sjálfstætt í bestu merkingu orðsins aukinheldur að vera stolt þjóð meðal þjóða. Ekki óttaslegin við að taka virkan þátt í alþjóðasamstarfi með kostum þess og göllum og njóta góðs af þeim afrakstri. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Sverrisson Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Síðustu árin hafa nokkrir einstaklingar alið á ótta við Evrópusambandið og hugsanlega fulla aðild okkar Íslendinga að því. Þeir hafa jafnvel kallað sig sérfræðinga á þessu sviði en gætt þess vandlega að telja aldrei upp eitt einasta atriði sem reynst hefur jákvætt við þátttökuna í EES-samstarfinu – aldrei orð um það enda þótt þar sé af mörgu að taka og svokölluðum sérfræðingum ætti að vera kunnugt um. Allt tal um ESB skal vera neikvætt í þeirra augum enda séum við svo smá og vesæl og megum okkar lítils í svo miklu bandalagi; erum jafnvel kúguð til hlýðni og undirgefni af fullkomnu miskunnarleysi. Við höfum verið vesalingar í þessum samanburði og munum alltaf verða það. Þetta er sagt í nafni sérfræði um málefnið og allir vondir við okkur og hin mestu fól. Þvílík reisn í málflutningi væri líklega vegin og léttvæg fundin ef þjálfari kappliðs í boltaleikjum léti slíka dælu ganga yfir liðsmenn áður en þeir hefja leik við önnur lið sem kynnu eitthvað fyrir sér í íþróttinni: „Við erum svo smá og lítil, andstæðingarnir miklu betri og best væri að gefa leikinn áður en hann fer fram því annars gætum við tapað!” Slíkur þjálfari yrði snarlega rekinn og annar fenginn til að blása liðsmönnum djörfung í brjóst og ganga fullir sjálfstrausts til leiks. Með slíkt hugarfar höfum við oft unnið kappleiki enda þótt einhverjir hafi fyrir fram efast um að það hafi verið mögulegt. Á sama hátt létu íslenskir stjórnmálamenn sem vind um eyru þjóta þegar einhverjir efuðust um að hægt væri að færa út landhelgina í andstöðu við Breta og Þjóðverja. Þeir höfðu hótað okkur öllu illu ef við hrektum þá af Íslandsmiðum. En við fórum fram með góðan málstað, öfluðum honum fylgis annarra þjóða, börðumst djarflega og höfðum loks sigur. Nú er það starf allt undirstaða alþjóða reglu um landhelgi strandríkja. Sem betur fór hlustuðu íslenskir forystumenn ekki á úrtölur eins og nú er boðið upp á af svokölluðum „sérfræðingum” og leiðsögn þeirra vinsamlega afþökkuð. Það er mikill misskilningur að menn og þjóðir afli sér fylgis við málstað með því að vera ekki í sambandi við aðrar þjóðir, einangra sig frá alþjóðlegu samstarfi og hlaupa niður í sínar holur. Þvert á móti sýnir reynslan að stolt þjóð með yfirvegaðan málstað og einarða málafylgju nær árangri með því að eiga sem best samstarf við aðrar þjóðir, án minnimáttarkenndar sem dregur einasta þrótt úr samfélaginu og þeim sem það mynda. Þess vegna erum við þjóð sem er klyfjuð skynsamlegri djörfung, er í góðu samstarfi við nágrannaþjóðir okkar og fylgjum jafnan fram góðum og vel ígrunduðum málstað án minnimáttarkenndar eða hroka sem einkenndi okkur fyrir hrun. Ísland er því raunverulega sjálfstætt í bestu merkingu orðsins aukinheldur að vera stolt þjóð meðal þjóða. Ekki óttaslegin við að taka virkan þátt í alþjóðasamstarfi með kostum þess og göllum og njóta góðs af þeim afrakstri. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun