Innlent

Mjög lítil virkni en mallar enn

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Enn berst gosmóða frá eldgosinu.
Enn berst gosmóða frá eldgosinu. Veðurstofa Íslands

Enn er virkni í einum gíg á Sundhnúksgígaröðinni. Þetta má sjá á vefmyndavélum. Samkvæmt Veðurstofu Íslands hefur gosórinn haldist mjög lítill í alla nótt og hraunjaðrar breytast lítið. 

Enn er þó hætta á skyndilegum framhlaupum við jaðra hraunsins.

Þó dregið hafi verulega úr gosvirkni er enn möguleiki á mengun frá gosmóðu. Í dag er suðlæg og suðvestlæg átt við gosstöðvarnar og gasmengunin mun fyrst berast til austurs en síðar til norður og norðausturs. Mengunar gæti orðið vart á Akranesi og Snæfellsnesi.

Fylgjast má með stöðu mála á vefsíður Veðurstofu Íslands, vedur.is, og á loftgæði.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×