Neitað um lausn gegn tryggingu Atli Ísleifsson skrifar 5. ágúst 2025 06:39 Sean „Diddy“ Combs hefur setið í fangelsi síðan í september á síðasta ári. AP Bandaríska tónlistarmanninum Sean „Diddy“ Combs hefur verið neitað um lausn gegn tryggingu og þarf hann því að sitja inni þar til að dómari kveður upp um refsingu í máli hans 3. október næstkomandi. Combs var í september á síðasta ári ákærður í fimm ákæruliðum fyrir mansal, skipulagða glæpastarfsemi og fólksflutninga í tengslum við vændisstarfsemi. Þann 2. júlí var Diddy sýknaður í þremur ákæruliðum en sakfelldur í tveimur liðum fyrir að flytja fólk til vændiskaupenda. Dómari í málinu hafnaði í gær kröfu Combs um að verða sleppt gegn fimmtíu milljóna dala tryggingu á meðan þess er beðið að tilkynnt verður um refsingu í málinu. Mat dómarinn það þannig að Combs hafi ekki fært nægar sönnur á hvort að hann myndi ekki leggjast á flótta og sömuleiðis hafi hann ekki sýnt fram á þær „einstöku aðstæður“ sem myndi réttlæta lausn gegn tryggingu. Combs á yfir höfuð sér fangelsi, en hvor ákæruliður um sig sem hann var sakfelldur fyrir, getur leitt til tíu ára fangelsis. Verjendur Combs hafa hins vegar bent á að fangelsisvistin kunni að verða einungis 21 mánuður. Hinn 55 ára Combs hefur dúsað í fangelsi allt frá því að hann var ákærður í september á síðasta ári. Bandaríkin Mál Sean „Diddy“ Combs Erlend sakamál Tengdar fréttir Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Donald Trump virðist ekki líklegur til að náða Sean „Diddy“ Combs sem var í júlí sakfelldur fyrir að flytja fólk í vændisstarfsemi. Trump hafði áður gefið náðun Diddy undir fótinn en segir nú að „hræðilegar yfirlýsingar“ Combs um forsetann geri honum erfiðara fyrir. 3. ágúst 2025 12:17 Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Sean Combs, sem er ef til vill betur þekktur undir listamannsnafninu Diddy, hefur farið fram á það við dómara að honum verði sleppt úr haldi fram að dómsuppkvaðningu. Hann myndi greiða fimmtíu milljónir dala í tryggingu en hann var í upphafi mánaðarins sakfelldur í tveimur ákæruliðum af fimm í mansalsmáli gegn honum. 30. júlí 2025 11:02 Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Kviðdómur í New York í Bandaríkjunum hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sean „Diddy“ Combs sé sekur í tveimur af fimm ákæruliðum, og saklaus af þremur. Combs er sagður hafa steytt hnefann meðan kviðdómurinn las upp úrskurð sinn. 2. júlí 2025 14:24 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Combs var í september á síðasta ári ákærður í fimm ákæruliðum fyrir mansal, skipulagða glæpastarfsemi og fólksflutninga í tengslum við vændisstarfsemi. Þann 2. júlí var Diddy sýknaður í þremur ákæruliðum en sakfelldur í tveimur liðum fyrir að flytja fólk til vændiskaupenda. Dómari í málinu hafnaði í gær kröfu Combs um að verða sleppt gegn fimmtíu milljóna dala tryggingu á meðan þess er beðið að tilkynnt verður um refsingu í málinu. Mat dómarinn það þannig að Combs hafi ekki fært nægar sönnur á hvort að hann myndi ekki leggjast á flótta og sömuleiðis hafi hann ekki sýnt fram á þær „einstöku aðstæður“ sem myndi réttlæta lausn gegn tryggingu. Combs á yfir höfuð sér fangelsi, en hvor ákæruliður um sig sem hann var sakfelldur fyrir, getur leitt til tíu ára fangelsis. Verjendur Combs hafa hins vegar bent á að fangelsisvistin kunni að verða einungis 21 mánuður. Hinn 55 ára Combs hefur dúsað í fangelsi allt frá því að hann var ákærður í september á síðasta ári.
Bandaríkin Mál Sean „Diddy“ Combs Erlend sakamál Tengdar fréttir Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Donald Trump virðist ekki líklegur til að náða Sean „Diddy“ Combs sem var í júlí sakfelldur fyrir að flytja fólk í vændisstarfsemi. Trump hafði áður gefið náðun Diddy undir fótinn en segir nú að „hræðilegar yfirlýsingar“ Combs um forsetann geri honum erfiðara fyrir. 3. ágúst 2025 12:17 Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Sean Combs, sem er ef til vill betur þekktur undir listamannsnafninu Diddy, hefur farið fram á það við dómara að honum verði sleppt úr haldi fram að dómsuppkvaðningu. Hann myndi greiða fimmtíu milljónir dala í tryggingu en hann var í upphafi mánaðarins sakfelldur í tveimur ákæruliðum af fimm í mansalsmáli gegn honum. 30. júlí 2025 11:02 Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Kviðdómur í New York í Bandaríkjunum hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sean „Diddy“ Combs sé sekur í tveimur af fimm ákæruliðum, og saklaus af þremur. Combs er sagður hafa steytt hnefann meðan kviðdómurinn las upp úrskurð sinn. 2. júlí 2025 14:24 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Donald Trump virðist ekki líklegur til að náða Sean „Diddy“ Combs sem var í júlí sakfelldur fyrir að flytja fólk í vændisstarfsemi. Trump hafði áður gefið náðun Diddy undir fótinn en segir nú að „hræðilegar yfirlýsingar“ Combs um forsetann geri honum erfiðara fyrir. 3. ágúst 2025 12:17
Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Sean Combs, sem er ef til vill betur þekktur undir listamannsnafninu Diddy, hefur farið fram á það við dómara að honum verði sleppt úr haldi fram að dómsuppkvaðningu. Hann myndi greiða fimmtíu milljónir dala í tryggingu en hann var í upphafi mánaðarins sakfelldur í tveimur ákæruliðum af fimm í mansalsmáli gegn honum. 30. júlí 2025 11:02
Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Kviðdómur í New York í Bandaríkjunum hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sean „Diddy“ Combs sé sekur í tveimur af fimm ákæruliðum, og saklaus af þremur. Combs er sagður hafa steytt hnefann meðan kviðdómurinn las upp úrskurð sinn. 2. júlí 2025 14:24