Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Agnar Már Másson skrifar 5. ágúst 2025 11:58 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. vísir/arnar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur svarar starfsbróður sínum fullum hálsi og sendir „dylgjur“ til föðurhúsanna um að spá sín um eldgos á Snæfellsnesi innan þriggja ára sé órökstudd. Hann telur að gos geti hafist á Snæfellsnesi með skömmum fyrirvara. Greint var frá því í gær að Þorvaldur hefði sætt gagnrýndi af hálfu kollega síns, Haralds Sigurðssonar, fyrir að spá því að ekki væri langt í eldgos í Ljósufjallakerfinu á Snæfellsnesi. Haraldur vildi meina í færslu á Facebook að spá Þorvalds væri „órökstudd og vitnaði í jarðeðlisfræðinginn Pál Einarsson, sem hefði sagt að upptök skjálftanna í Ljósufjallakerfinu hefði ekki færst til svo marktækt sé. Haraldur Sigurðsson, sem fæddist og ólst upp í Stykkishólmi, hefur sjálfur mikið rannsakað eldvirkni Snæfellsness. Fyrir áratug vakti hann athygli á því að ný rannsókn sýndi að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll væru virkar eldstöðvar.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Þorvaldur hafði haldið fram í viðtali á mbl.is að upptök skjálfta við Grjótárvatn hefðu færst ofar í jarðskorpunni en hann hefur áður spáð eldgosi á Snæfelssnesi innan þriggja ára. „En eins og karlinn sagði, ef þú spáir nógu oft, þá hittir þú á rétta niðurstöðu einhvern tímann,“ skrifaði Haraldur um Þorvald, sem er gjarnan talinn yfirlýsingaglaður. Þorvaldur svarar Haraldi í færslu á Facebook-síðu Rannsóknareiningar í eldfjallafræði og náttúruvá hjá Háskóla Íslands. Það má vel vera, að sögn Þorvalds, að spá hans um eldgos á Snæfellsnesi innan þriggja ára reynist röng. En allar dylgjur um að hún sé ekki rökstudd sendi hann aftur til föðurhúsanna. Sinni spá til rökstuðnings bendir hann þrennt; að skjálfta þyrpist þétt við Grjótárvatn, að fleiri og fleiri skjálftar séu að mælast grynnra en tíu kílómetra, og að nýjar rannsóknir á gosmyndunum á Snæfellsnesi (Kahl o.fl., 2024; Baxter o.fl, 2023) sýni að í aðdraganda eldgosa á svæðinu byrji kvikusöfnun á um 20 km dýpi og færi sig síðan upp á 10 km dýpi áður en kemur til eldgoss. Hann bendir þó á að breytingar á skjálftavirkninni sé hægt að túlka á fleiri en eina vegu, en honum þyki líklegast að kvika sé að byrja að safnast á grynnra dýpi. „Jafnframt benda þessar rannsóknir á að þegar svo er komið geti gos hafist með stuttum fyrirvara.“ Í desember var fjallað um Ljósufjallakerfið í kvöldfréttum Stöðvar 2, nú Sýnar. Eldgos og jarðhræringar Snæfellsbær Stykkishólmur Grundarfjörður Eyja- og Miklaholtshreppur Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Greint var frá því í gær að Þorvaldur hefði sætt gagnrýndi af hálfu kollega síns, Haralds Sigurðssonar, fyrir að spá því að ekki væri langt í eldgos í Ljósufjallakerfinu á Snæfellsnesi. Haraldur vildi meina í færslu á Facebook að spá Þorvalds væri „órökstudd og vitnaði í jarðeðlisfræðinginn Pál Einarsson, sem hefði sagt að upptök skjálftanna í Ljósufjallakerfinu hefði ekki færst til svo marktækt sé. Haraldur Sigurðsson, sem fæddist og ólst upp í Stykkishólmi, hefur sjálfur mikið rannsakað eldvirkni Snæfellsness. Fyrir áratug vakti hann athygli á því að ný rannsókn sýndi að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll væru virkar eldstöðvar.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Þorvaldur hafði haldið fram í viðtali á mbl.is að upptök skjálfta við Grjótárvatn hefðu færst ofar í jarðskorpunni en hann hefur áður spáð eldgosi á Snæfelssnesi innan þriggja ára. „En eins og karlinn sagði, ef þú spáir nógu oft, þá hittir þú á rétta niðurstöðu einhvern tímann,“ skrifaði Haraldur um Þorvald, sem er gjarnan talinn yfirlýsingaglaður. Þorvaldur svarar Haraldi í færslu á Facebook-síðu Rannsóknareiningar í eldfjallafræði og náttúruvá hjá Háskóla Íslands. Það má vel vera, að sögn Þorvalds, að spá hans um eldgos á Snæfellsnesi innan þriggja ára reynist röng. En allar dylgjur um að hún sé ekki rökstudd sendi hann aftur til föðurhúsanna. Sinni spá til rökstuðnings bendir hann þrennt; að skjálfta þyrpist þétt við Grjótárvatn, að fleiri og fleiri skjálftar séu að mælast grynnra en tíu kílómetra, og að nýjar rannsóknir á gosmyndunum á Snæfellsnesi (Kahl o.fl., 2024; Baxter o.fl, 2023) sýni að í aðdraganda eldgosa á svæðinu byrji kvikusöfnun á um 20 km dýpi og færi sig síðan upp á 10 km dýpi áður en kemur til eldgoss. Hann bendir þó á að breytingar á skjálftavirkninni sé hægt að túlka á fleiri en eina vegu, en honum þyki líklegast að kvika sé að byrja að safnast á grynnra dýpi. „Jafnframt benda þessar rannsóknir á að þegar svo er komið geti gos hafist með stuttum fyrirvara.“ Í desember var fjallað um Ljósufjallakerfið í kvöldfréttum Stöðvar 2, nú Sýnar.
Eldgos og jarðhræringar Snæfellsbær Stykkishólmur Grundarfjörður Eyja- og Miklaholtshreppur Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira