Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. ágúst 2025 12:35 Eiríkur Finnsson ljóstraði upp um leyndardóma íslensku pítusósunnar í Bítinu. Guðfaðir íslensku pítusósunnar vildi upphaflega búa til sósu sem læki ekki of mikið og innihéldi minni hvítlauk en tzatziki-sósa. Fyrir stofnun Pítunnar þurfti að finna bakara sem gæti bakað pítubrauð og koma nafninu í gegnum Íslenska málnefnd. Eiríkur Finnsson, eigandi E. Finnsson og guðfaðir pítusósunnar, var á línunni frá Spáni í Bítinu á Bylgjunni og fræddi hlustendur um sögu pítusósunnar. „Pítusósan fæddist í Asparfellinu í Breiðholti, það kemur allt gott úr Breiðholti,“ segir Eiríkur sem segir hugmyndina þó hafa kviknað þegar hann heimsótti pítustað á ferðalagi í Danmörku. „Þá sá ég möguleika með pítubrauð og þetta var í fyrsta skiptið sem ég sá annað en þetta kebab. Þeir buðu upp á pítu með lambakótilettum, sem voru grilllaðar og hafðar sér, og svo bara grænmetispítu,“ segir hann. „Sósan var þessi hefðbundna sem þau eru með, jógúrt, böns af hvítlauk og smá saxaðar gúrkur. Á þessum tíma þegar ég byrja með Pítuna '82 var hvítlaukur ekki vinsæll á Íslandi.“ Fengu nafnið í gegn þó „píta væri ekki íslenska“ Eiríkur ákvað því að reyna að hefja eigin pítustað. Á þessum tíma voru ekki til pítubrauð og leitaði hann því til bakara fyrir pítubaksturinn en hann gekk afar brösuglega í byrjun. Ekki nóg með það heldur fór Háskólinn að vasast í stofnun staðarins. „Þegar við ætluðum að skrá fyrirtækið fengum við það ekki svo auðveldlega í gegn því það var einhver nefnd í Háskólanum og þetta þurfti að fara í gegnum hana og við mættum þarna á fund,“ segir Eiríkur. Hvað var verið að tala um í nefndinni, nafnið á staðnum? „Píta væri ekki íslenska,“ segir Eiríkur. „Það kom nú upp úr einum á þessum fundi, því þetta var svona brauð sem er hægt að opna: ,Er ekki hægt að kalla þetta vasabrauð?“ og þá sagði ég við manninn: ,Bíddu þá halda allir að ég sé að selja hérna sænskt hrökkbrauð frá Vasa.',“ segir Eiríkur. „En við fengum þetta í gegn, þetta varð nýyrði og varð að vera með í-i en ekki i-i,“ segir hann. „Einfaldleikinn er alltaf bestur“ „Þá var að fara að búa til einhverja sósu sem væri ekki með öllum þessum hvítlauk og læki ekki svona niður um allt. Þannig þetta var bara í eldhúsinu heima í Asparfelli,“ segir Eiríkur. „Einfaldleikinn er alltaf bestur. Þess vegna var svo gaman þegar fólk sagði: ,Ertu með þetta krydd og þetta krydd?' En þetta var bara ein tilbúin kryddblanda: mayoran, majónes og sýrður rjómi,“ segir hann. „Pítusósan í dag er ekkert eins og hún var, það er komin ný kynslóð sem veit ekkert hvernig hún var en samt er hún ennþá svona vinsæl,“ bætir hann við. Upphaflega bragðið, heldurðu að það myndi ekki falla í kramið í dag? „Jú jú jú, örugglega. Það voru rosaleg skrif á netinu, sem þið getið flett upp, eftir að ég seldi og þeir sem keyptu fóru að breyta. Það voru heitar umræður um að hún væri ekki eins og hún var,“ segir Eiríkur. Fólk nái ekki að endurgera pítusósuna heima því það flæki málið um of. Sjálfur segist Eiríkur búa yfir kryddbanka sem geri honum kleift að smakka hluti í heilanum áður en hann býr þá til. Bítið Sósur Matur Neytendur Mest lesið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Fleiri fréttir Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Sjá meira
Eiríkur Finnsson, eigandi E. Finnsson og guðfaðir pítusósunnar, var á línunni frá Spáni í Bítinu á Bylgjunni og fræddi hlustendur um sögu pítusósunnar. „Pítusósan fæddist í Asparfellinu í Breiðholti, það kemur allt gott úr Breiðholti,“ segir Eiríkur sem segir hugmyndina þó hafa kviknað þegar hann heimsótti pítustað á ferðalagi í Danmörku. „Þá sá ég möguleika með pítubrauð og þetta var í fyrsta skiptið sem ég sá annað en þetta kebab. Þeir buðu upp á pítu með lambakótilettum, sem voru grilllaðar og hafðar sér, og svo bara grænmetispítu,“ segir hann. „Sósan var þessi hefðbundna sem þau eru með, jógúrt, böns af hvítlauk og smá saxaðar gúrkur. Á þessum tíma þegar ég byrja með Pítuna '82 var hvítlaukur ekki vinsæll á Íslandi.“ Fengu nafnið í gegn þó „píta væri ekki íslenska“ Eiríkur ákvað því að reyna að hefja eigin pítustað. Á þessum tíma voru ekki til pítubrauð og leitaði hann því til bakara fyrir pítubaksturinn en hann gekk afar brösuglega í byrjun. Ekki nóg með það heldur fór Háskólinn að vasast í stofnun staðarins. „Þegar við ætluðum að skrá fyrirtækið fengum við það ekki svo auðveldlega í gegn því það var einhver nefnd í Háskólanum og þetta þurfti að fara í gegnum hana og við mættum þarna á fund,“ segir Eiríkur. Hvað var verið að tala um í nefndinni, nafnið á staðnum? „Píta væri ekki íslenska,“ segir Eiríkur. „Það kom nú upp úr einum á þessum fundi, því þetta var svona brauð sem er hægt að opna: ,Er ekki hægt að kalla þetta vasabrauð?“ og þá sagði ég við manninn: ,Bíddu þá halda allir að ég sé að selja hérna sænskt hrökkbrauð frá Vasa.',“ segir Eiríkur. „En við fengum þetta í gegn, þetta varð nýyrði og varð að vera með í-i en ekki i-i,“ segir hann. „Einfaldleikinn er alltaf bestur“ „Þá var að fara að búa til einhverja sósu sem væri ekki með öllum þessum hvítlauk og læki ekki svona niður um allt. Þannig þetta var bara í eldhúsinu heima í Asparfelli,“ segir Eiríkur. „Einfaldleikinn er alltaf bestur. Þess vegna var svo gaman þegar fólk sagði: ,Ertu með þetta krydd og þetta krydd?' En þetta var bara ein tilbúin kryddblanda: mayoran, majónes og sýrður rjómi,“ segir hann. „Pítusósan í dag er ekkert eins og hún var, það er komin ný kynslóð sem veit ekkert hvernig hún var en samt er hún ennþá svona vinsæl,“ bætir hann við. Upphaflega bragðið, heldurðu að það myndi ekki falla í kramið í dag? „Jú jú jú, örugglega. Það voru rosaleg skrif á netinu, sem þið getið flett upp, eftir að ég seldi og þeir sem keyptu fóru að breyta. Það voru heitar umræður um að hún væri ekki eins og hún var,“ segir Eiríkur. Fólk nái ekki að endurgera pítusósuna heima því það flæki málið um of. Sjálfur segist Eiríkur búa yfir kryddbanka sem geri honum kleift að smakka hluti í heilanum áður en hann býr þá til.
Bítið Sósur Matur Neytendur Mest lesið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Fleiri fréttir Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Sjá meira