Terry Reid látinn Agnar Már Másson skrifar 5. ágúst 2025 15:02 Terry Reid á tónleikum í Rainbow-leikhúsinu í Lundúnum 21. júní 1973. Getty/Ian Dickson/Redferns Breski rokkarinn Terrance James Reid, yfirleitt þekktur sem Terry Reid eða „Ofurlungu“, er látinn 75 ára að aldri eftir langa baráttu við krabbamein. Reid hafði aflýst tónleikaferðalagi sínu í síðasta mánuði. Hann var flinkur söngvari og gítarleikari og átti nokkur vinsæl lög en er hvað þekktastur fyrir að hafa afþakkað stöðu aðalsöngvara hjá bæði Deep Purple og Led Zeppelin. Reid var þekktur fyrir sína sterku söngrödd en auk þess var hann flinkur gítarleikari. Blússöngvarinn Joe Bonamassa greinir frá andlátinu á Instagram. Í júlí tilkynnti hann að hann hefði aflýst tónleikaferðalagi vegna veikinda í tengslum við krabbameinsmeðferð, samkvæmt yfirlýsingu á sínum tíma. Platan hans River frá 1973 hefur notið hylli gagnrýnenda og þó að hann hafi aldrei sjálfur orðið stórstjarna hefur hann komið nálægt mörgum af stærstu hljómsveitum heims, allt frá því að hann gekk fimmtán ára til liðs við Peter Jay and The Jaywalkers sem hituðu upp fyrir Rolling Stones á tónleikaferðalagi þeirra um Bretland árið 1966. Áður hafði hann spilað í The Redbeats. Terry Reid á tónleikum í Lundúnum 2019.Getty The Jaywalkers gáfu út sína fyrstu smáskífu árið 1967, The Hand Don't Fit the Glove, sem naut einhverra vinsælda þegar hún kom út. Ári síðar gaf hann út sína fyrstu sóló-smáskífu, lagið Better By Far sem varð hittari, og síðar fyrstu sóló-plötuna Bang Bang, You’re Terry Reid. Rokkgoðsögnin Jimmy Page, þá gítarleikari í Yardbirds, spurði Reid árið 1968 hvort hann vildi ekki ganga til liðs við nýja hljómsveit sem hann hygðist stofna út frá Yardbirds sem voru að fara í sundur. Reid afþakkaði boðið enda átti hann enn eftir að ljúka tveimur tónleikaferðalögum með Stóns. Hljómsveitin sem hann hafnaði kom til með að heita Led Zeppelin og er í dag ein þekktasta rokksveit allra tíma. Reid var einnig boðið að leysa Rod Evans af hólmi í hljómsveitinni Deep Purple. Reid kvaðst aldrei sjá eftir því að hafa afþakkað boðið, en þótti leitt að hann væri þekktur fyrir þær hljómsveitir sem hann spilaði einmitt ekki með. Lög hans hafa verið flutt af fjölda hljómsveita, meðal annars Cheap Trick, The Hollies, The Raconteurs og Chris Cornell. Vinsælasta lagið hans nefnist Seed of Memory. Tónlist Bretland Andlát Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sjá meira
Reid var þekktur fyrir sína sterku söngrödd en auk þess var hann flinkur gítarleikari. Blússöngvarinn Joe Bonamassa greinir frá andlátinu á Instagram. Í júlí tilkynnti hann að hann hefði aflýst tónleikaferðalagi vegna veikinda í tengslum við krabbameinsmeðferð, samkvæmt yfirlýsingu á sínum tíma. Platan hans River frá 1973 hefur notið hylli gagnrýnenda og þó að hann hafi aldrei sjálfur orðið stórstjarna hefur hann komið nálægt mörgum af stærstu hljómsveitum heims, allt frá því að hann gekk fimmtán ára til liðs við Peter Jay and The Jaywalkers sem hituðu upp fyrir Rolling Stones á tónleikaferðalagi þeirra um Bretland árið 1966. Áður hafði hann spilað í The Redbeats. Terry Reid á tónleikum í Lundúnum 2019.Getty The Jaywalkers gáfu út sína fyrstu smáskífu árið 1967, The Hand Don't Fit the Glove, sem naut einhverra vinsælda þegar hún kom út. Ári síðar gaf hann út sína fyrstu sóló-smáskífu, lagið Better By Far sem varð hittari, og síðar fyrstu sóló-plötuna Bang Bang, You’re Terry Reid. Rokkgoðsögnin Jimmy Page, þá gítarleikari í Yardbirds, spurði Reid árið 1968 hvort hann vildi ekki ganga til liðs við nýja hljómsveit sem hann hygðist stofna út frá Yardbirds sem voru að fara í sundur. Reid afþakkaði boðið enda átti hann enn eftir að ljúka tveimur tónleikaferðalögum með Stóns. Hljómsveitin sem hann hafnaði kom til með að heita Led Zeppelin og er í dag ein þekktasta rokksveit allra tíma. Reid var einnig boðið að leysa Rod Evans af hólmi í hljómsveitinni Deep Purple. Reid kvaðst aldrei sjá eftir því að hafa afþakkað boðið, en þótti leitt að hann væri þekktur fyrir þær hljómsveitir sem hann spilaði einmitt ekki með. Lög hans hafa verið flutt af fjölda hljómsveita, meðal annars Cheap Trick, The Hollies, The Raconteurs og Chris Cornell. Vinsælasta lagið hans nefnist Seed of Memory.
Tónlist Bretland Andlát Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sjá meira